Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2025 13:18 Kristján Þórður Snæbjarnason varaformaður velferðarnefndar segir að skoða þurfi hvaða aðstæður það eru í lögum sem kveða á um að hægt sé að rjúfa þagnarskyldu heilbrigðisstarfsfólks komi upp rökstuddar ástæður. Vísir/Vilhelm Ekki er að sjá á dómi héraðsdóms í máli Margrétar Löf að langvarandi heimilisofbeldi hennar gagnvart foreldrum sínum hafi verið tilkynnt til lögreglu. Varaformaður velferðarnefndar telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu komi upp rökstudd ástæða til þess. Margrét Halla Hansdóttir Löf var í vikunni dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað föður sínum og fyrir stórfellda líkamsárás gegn móður sinni. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að Margrét beitti báða foreldra sína ofbeldi mánuðum saman áður en faðir hennar lést af völdum ofbeldisins og móðir hennar slasaðist alvarlega. Í dómnum kemur jafnframt fram að á fjórða tug vitna hafi verið leidd fyrir dóm sem höfðu margir vitneskju um ofbeldi á heimilinu. Þar á meðal má nefna sálfræðinga sem sinntu Margréti, fjölskyldufræðinga sem fjölskyldan leitaði saman til og fjölda lækna sem sinntu foreldrum hennar á spítalanum. Hvergi er þess getið að tilkynnt hafi verið um málið til lögreglu. Þá kemur fram að foreldrar hennar vildu ekki að málið yrði tilkynnt. Vikuna áður en faðir hennar lést þurfti hann að leita sér læknisaðstoðar vegna margvíslegra áverka vegna ofbeldisins og þá hvatti læknir hann eindregið til að tilkynna árásirnar. Þá hvatti annar heilbrigðisstarfsmaður hann til þess aftur nokkrum dögum síðar en hann neitaði. Þurfi að skýra betur lagaákvæði um þagnarskyldu Í 17. grein laga um heilbrigðisstarfsmenn kemur fram að starfsmenn í heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. nemar og þeir sem ekki eru heilbrigðisstarfsmenn, skuli gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem þeir komast að í starfi sínu um heilsufar og ástand. Þetta gildi ekki bjóði lög annað eða rökstudd ástæða sé til þess að rjúfa þagnarskyldu vegna brýnnar nauðsynjar. Kristján Þórður Snæbjarnarson varaformaður velferðarnefndar Alþingis segir að mögulega þurfi að skýra betur hvaða aðstæður falli undir brýna nauðsyn á rofi á þagnarskyldu. „Það þarf að skoða sérstaklega hvaða ástæðum er vísað til þegar kemur fram í lögum að þagnarskylda gildi ekki þegar rökstuddar ástæður séu til þess að rjúfa hana. Það þarf að fara mjög vandlega og varlega yfir allt slíkt. Ég myndi telja að það þurfi að vera alveg skýrt hvernig það er. Ég held að það sé ágætt að það verði skoðað inn í framtíðina hvað liggi þar að baki,“ segir Kristján. Hann segir ráðherra að hlutast til um breytingar en velferðarnefnd geti líka tekið málið upp. „Velferðarnefnd getur líka tekið frumkvæði í slíkum málum og það má alveg búast við því að það verði umræða um það.“ segir Kristján. Manndráp í Súlunesi Lögreglumál Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Margrét Halla Hansdóttir Löf var í vikunni dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað föður sínum og fyrir stórfellda líkamsárás gegn móður sinni. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að Margrét beitti báða foreldra sína ofbeldi mánuðum saman áður en faðir hennar lést af völdum ofbeldisins og móðir hennar slasaðist alvarlega. Í dómnum kemur jafnframt fram að á fjórða tug vitna hafi verið leidd fyrir dóm sem höfðu margir vitneskju um ofbeldi á heimilinu. Þar á meðal má nefna sálfræðinga sem sinntu Margréti, fjölskyldufræðinga sem fjölskyldan leitaði saman til og fjölda lækna sem sinntu foreldrum hennar á spítalanum. Hvergi er þess getið að tilkynnt hafi verið um málið til lögreglu. Þá kemur fram að foreldrar hennar vildu ekki að málið yrði tilkynnt. Vikuna áður en faðir hennar lést þurfti hann að leita sér læknisaðstoðar vegna margvíslegra áverka vegna ofbeldisins og þá hvatti læknir hann eindregið til að tilkynna árásirnar. Þá hvatti annar heilbrigðisstarfsmaður hann til þess aftur nokkrum dögum síðar en hann neitaði. Þurfi að skýra betur lagaákvæði um þagnarskyldu Í 17. grein laga um heilbrigðisstarfsmenn kemur fram að starfsmenn í heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. nemar og þeir sem ekki eru heilbrigðisstarfsmenn, skuli gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem þeir komast að í starfi sínu um heilsufar og ástand. Þetta gildi ekki bjóði lög annað eða rökstudd ástæða sé til þess að rjúfa þagnarskyldu vegna brýnnar nauðsynjar. Kristján Þórður Snæbjarnarson varaformaður velferðarnefndar Alþingis segir að mögulega þurfi að skýra betur hvaða aðstæður falli undir brýna nauðsyn á rofi á þagnarskyldu. „Það þarf að skoða sérstaklega hvaða ástæðum er vísað til þegar kemur fram í lögum að þagnarskylda gildi ekki þegar rökstuddar ástæður séu til þess að rjúfa hana. Það þarf að fara mjög vandlega og varlega yfir allt slíkt. Ég myndi telja að það þurfi að vera alveg skýrt hvernig það er. Ég held að það sé ágætt að það verði skoðað inn í framtíðina hvað liggi þar að baki,“ segir Kristján. Hann segir ráðherra að hlutast til um breytingar en velferðarnefnd geti líka tekið málið upp. „Velferðarnefnd getur líka tekið frumkvæði í slíkum málum og það má alveg búast við því að það verði umræða um það.“ segir Kristján.
Manndráp í Súlunesi Lögreglumál Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira