Heilbrigðismál

Fréttamynd

Í hvernig samfélagi viljum við búa?

Sláandi niðurstöður könnunar um lífskjör og heilbrigðisþjónustu sem Rúnar Vilhjálmsson prófessor við HÍ og ÖBÍ réttindasamtök fólu Félagsvísindadeild HÍ að framkvæma, voru kynntar í dag, þriðjudaginn 23. maí.

Skoðun
Fréttamynd

Kristján Jóhanns­son hefur háð harða bar­áttu við krabba­mein

Kristján Jóhannsson óperusöngvari greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í september síðastliðnum. Hann hefur nú undirgengist hormóna- og lyfjameðferð og segist læknaður. Hann gat ekki sungið á meðan meðferðunum stóð en stefnir á að vera kominn í fyrra form eftir nokkrar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Lömuð sænsk kona föst á Bret­lands­eyjum vegna skrif­ræðis

Sænsk kona sem hefur verið búsett í Lundúnum í 25 ár lamaðist í hjólaslysi fyrir um ári síðan og hefur verið send á milli sjúkrahúsa á Bretlandseyjum í ár. Maðurinn hennar vill flytja hana heim til Svíþjóðar en þar neita yfirvöld að taka við henni þar sem hún er ekki skráður íbúi.

Erlent
Fréttamynd

„Það er ekki búið að biðja okkur fyrir­gefningar“

Framkvæmdastjóri HIV Ísland vill að stjórvöld biðjist afsökunar á framgöngu sinni gagnvart HIV smituðum undir lok síðustu aldar. Sagan megi ekki endurtaka sig en fjörutíu ár eru nú liðin frá því að þeir fyrstu greindust með HIV á Íslandi. 

Innlent
Fréttamynd

Að skilja engan eftir?

Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með ríkisstjórnina og sérstaklega á félags- og vinnumarkaðsráðherra að sýna, ekki aðeins í orði heldur í verki, vilja sinn til að tryggja fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir tækifæri til menntunar en skilja það ekki eftir, eins og nú er gert.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað kostar heilbrigðiskerfið?

Spurningin sem stjórnvöld í dag og reyndar alla aðra daga, ætti að spyrja sig er: Hvernig getum við fullnýtt annars ágætlega fjármagnað heilbrigðiskerfi?

Skoðun
Fréttamynd

Flestir hjúkrunar­­fræðingar hafi hugsað um að hætta

Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir það hafa færst í aukana að hjúkrunarfræðingar skipti um störf sökum álags. Tvær ályktanir voru gerðar á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Í þeim er skorað á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og leiðrétta kjör þeirra. 

Innlent
Fréttamynd

„Þessi maður varð valdur að andláti dóttur minnar“

Það var snjóföl og kalt þann 26. mars 2020 þegar Eygló Svava Kristjánsdóttir mætti með óljós einkenni á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Engar grundvallarrannsóknir voru gerðar og tók vakthafandi læknir þá ákvörðun að útskrifa hana hálfri annarri klukkustund síðar. Nokkrum  klukkustundum síðar kom faðir hennar að henni látinni í rúmi sínu. Hún var 42 ára gömul.

Innlent
Fréttamynd

Sam­- og tví­kyn­hneigðir karl­ar mega gefa blóð

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum.

Erlent
Fréttamynd

Er ég ekki með al­vöru sjúk­dóm?

Samkvæmt nýjustu greiningar og meðferðarleiðbeiningum frá NICE í Bretlandi 2022 kemur fram að ME sé taugasjúkdómur sem leiðir til fötlunar, sjúkdómurinn var viðurkenndur af WHO sem taugasjúkdómur 1969 en af einhverjum ástæðum hefur alvarleikinn og það hversu algengur sjúkdómurinn er farið framhjá fólki og týnst, það hefur ekki fengist nægt fé til rannsókna og meðferðarúrræði eru sára fá.

Skoðun
Fréttamynd

Á veikri jörð vöxum við hvorki né döfnum

Alþjóðlegur dagur hjúkrunar er12. maí. Á hverju ári er ákveðið þema og í ár lítum við til framtíðar. Our nurses, our future er yfirskriftin í ár, eða hjúkrun er framtíð okkar. Kollegar mínir hafa velt framtíðinni fyrir sér í auknum mæli undanfarið, sérstaklega í ljósi örra samfélagslegra breytinga og áhrifum loftslagsbreytinga og mengunar á heilbrigði.

Skoðun
Fréttamynd

Frekir, tengdir og ríkir fram fyrir röð

Nýlega hitti ég konu sem sagði mér frá dóttur sinni sem greindist með ADD fyrir rúmu ári. Dóttir hennar bíður enn eftir að komast að hjá geðheilsuteyminu. Önnur kona sagði mér frá syni sínum sem þarf aðstoð talmeinafræðings. Biðlistinn eftir aðstoð fyrir hann er tvö til fjögur ár. 

Skoðun
Fréttamynd

Glæstar vonir en gallað kerfi

Aðeins þrjú ungmenni hafa verið lögð inn á afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni á Landspítalanum síðasta eina og hálfa árið. Við opnun deildarinnar árið 2020 var hún sögð „framsækið“ úrræði sem myndi taka við þremur ungmennum á viku. Framkvæmdarstjóri Stuðla segir allt of flókið að leggja barn inn á deildina. Tæplega tveggja ára starfsemistölur gefa sterkar vísbendingar um að deildin gagnist lítið.

Innlent