Lögreglurannsókn hafi engin áhrif á veitingu læknaleyfis Árni Sæberg skrifar 16. júlí 2024 11:49 Skúli Tómas starfar á Landspítalanum í Fossvogi. Vísir Læknir sem sætir enn rannsókn grunaður um að hafa orðið sjúklingum sínum að aldurstila hefur fengið ótakmarkað læknaleyfi á ný. Að sögn Embættis landlæknis er hvergi fjallað um að yfirstandandi lögreglurannsókn sé takmarkandi þáttur, þegar endurveiting starfsleyfis er annars vegar, í lögum um landlækni og lýðheilsu. Talsverða athygli vakti á dögunum þegar greint var frá því að Skúli Tómas Gunnlaugsson hefði fengið fulla endurnýjun á læknaleyfi sínu þann 2. júní síðastliðinn. Að sögn Karls Inga Vilbergssonar, saksóknara hjá Héraðssaksóknara, er mál Skúla Tómasar enn til meðferðar hjá embættinu. Hann er grunaður um röð alvarlegra mistaka og vanrækslu og um að hafa valdið ótímabærum dauða níu sjúklinga. Skúli var upphaflega sviptur lækningaleyfinu en fékk síðan takmarkað lækningaleyfi. Þá hóf hann störf á Landspítala og sinnti því verkefni að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna. Ekki stóð til að hann yrði í samskiptum við sjúklinga á meðan hann væri í endurmenntun og þjálfun á spítalanum. Þó sinnti hann sjúklingum af og til þegar aðstæður á Landspítala voru þess eðlis að það teldist nauðsynlegt. Landlæknir sagði sig frá málinu Vísir sendi Embætti landlæknis fyrirspurn vegna máls Skúla Tómasar þegar hann fékk endurnýjun læknaleyfis. Í svörum embættisins kemur fram að Alma Möller landlæknir svari ekki fyrir þetta tiltekna mál. Hún hafi ákveðið að víkja sæti samstundis og lögfræðingur henni tengdur fjölskylduböndum hóf að sinna málum Skúla Tómasar gagnvart embætti landlæknis. Alma hafi þá sent heilbrigðisráðherra beiðni um að annar læknir yrði settur landlæknir í umræddu máli líkt og stjórnsýslulög gera ráð fyrir. Fagleg endurhæfing dugir Í svörum embættisins segir að embættið geti ekki tjáð sig um einstök mál. Almennt gildi þó að fjallað er um endurveitingu starfsleyfis í lögum um landlækni og lýðheilsu. Þar segir: „Landlæknir getur veitt heilbrigðisstarfsmanni, sem sviptur hefur verið starfsleyfi eða hefur afsalað sér því, starfsleyfi að nýju enda hafi viðkomandi sýnt fram á að hann uppfylli skilyrði laga fyrir endurveitingu starfsleyfis og að þær ástæður sem leiddu til sviptingar eða afsals eigi ekki lengur við. Landlæknir getur ákveðið að endurveitt starfsleyfi skuli vera tímabundið eða takmarkað.“ Þannig geti viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður fengið leyfi, til dæmis ef bata vegna sjúkdóms sem leiddi til sviptingar er náð eða þegar faglegri endurhæfingu, -menntun og -þjálfun er lokið ef ástæða sviptingar var fagleg vanhæfni. „Í umræddri grein/lögum er hvergi fjallað um að yfirstandandi rannsókn lögregluyfirvalda sé takmarkandi þáttur þegar endurveiting starfsleyfis er annars vegar.“ Hreint sakarvottorð ekki skilyrði Þá segir að hið sama eigi við um reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta lækningaleyfi og sérfræðileyfi. Þá megi nefna að í fyrrnefndum lögum og reglugerð sé að auki ekki fjallað um að hreint sakavottorð sé skilyrði fyrir veitingu eða endurveitingu starfsleyfis en heilbrigðisstofnun geti vitanlega gert kröfu um slíkt. Þá segir í svörunum að ef mál heilbrigðisstarfsmanna eru til meðferðar hjá lögreglu fylgist embættið með framvindu mála eins og unnt er. Læknamistök á HSS Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Skúli Tómas kominn í leyfi frá Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020 er kominn í leyfi frá Landspítalanum. 16. maí 2022 17:43 Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 Skúli Tómas sinnir sjúklingum þrátt fyrir yfirlýsingar Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, hefur stöku sinnum sinnt sjúklingum á Landspítalanum eftir að málið kom upp. 7. maí 2022 19:02 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Talsverða athygli vakti á dögunum þegar greint var frá því að Skúli Tómas Gunnlaugsson hefði fengið fulla endurnýjun á læknaleyfi sínu þann 2. júní síðastliðinn. Að sögn Karls Inga Vilbergssonar, saksóknara hjá Héraðssaksóknara, er mál Skúla Tómasar enn til meðferðar hjá embættinu. Hann er grunaður um röð alvarlegra mistaka og vanrækslu og um að hafa valdið ótímabærum dauða níu sjúklinga. Skúli var upphaflega sviptur lækningaleyfinu en fékk síðan takmarkað lækningaleyfi. Þá hóf hann störf á Landspítala og sinnti því verkefni að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna. Ekki stóð til að hann yrði í samskiptum við sjúklinga á meðan hann væri í endurmenntun og þjálfun á spítalanum. Þó sinnti hann sjúklingum af og til þegar aðstæður á Landspítala voru þess eðlis að það teldist nauðsynlegt. Landlæknir sagði sig frá málinu Vísir sendi Embætti landlæknis fyrirspurn vegna máls Skúla Tómasar þegar hann fékk endurnýjun læknaleyfis. Í svörum embættisins kemur fram að Alma Möller landlæknir svari ekki fyrir þetta tiltekna mál. Hún hafi ákveðið að víkja sæti samstundis og lögfræðingur henni tengdur fjölskylduböndum hóf að sinna málum Skúla Tómasar gagnvart embætti landlæknis. Alma hafi þá sent heilbrigðisráðherra beiðni um að annar læknir yrði settur landlæknir í umræddu máli líkt og stjórnsýslulög gera ráð fyrir. Fagleg endurhæfing dugir Í svörum embættisins segir að embættið geti ekki tjáð sig um einstök mál. Almennt gildi þó að fjallað er um endurveitingu starfsleyfis í lögum um landlækni og lýðheilsu. Þar segir: „Landlæknir getur veitt heilbrigðisstarfsmanni, sem sviptur hefur verið starfsleyfi eða hefur afsalað sér því, starfsleyfi að nýju enda hafi viðkomandi sýnt fram á að hann uppfylli skilyrði laga fyrir endurveitingu starfsleyfis og að þær ástæður sem leiddu til sviptingar eða afsals eigi ekki lengur við. Landlæknir getur ákveðið að endurveitt starfsleyfi skuli vera tímabundið eða takmarkað.“ Þannig geti viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður fengið leyfi, til dæmis ef bata vegna sjúkdóms sem leiddi til sviptingar er náð eða þegar faglegri endurhæfingu, -menntun og -þjálfun er lokið ef ástæða sviptingar var fagleg vanhæfni. „Í umræddri grein/lögum er hvergi fjallað um að yfirstandandi rannsókn lögregluyfirvalda sé takmarkandi þáttur þegar endurveiting starfsleyfis er annars vegar.“ Hreint sakarvottorð ekki skilyrði Þá segir að hið sama eigi við um reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta lækningaleyfi og sérfræðileyfi. Þá megi nefna að í fyrrnefndum lögum og reglugerð sé að auki ekki fjallað um að hreint sakavottorð sé skilyrði fyrir veitingu eða endurveitingu starfsleyfis en heilbrigðisstofnun geti vitanlega gert kröfu um slíkt. Þá segir í svörunum að ef mál heilbrigðisstarfsmanna eru til meðferðar hjá lögreglu fylgist embættið með framvindu mála eins og unnt er.
Læknamistök á HSS Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Skúli Tómas kominn í leyfi frá Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020 er kominn í leyfi frá Landspítalanum. 16. maí 2022 17:43 Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 Skúli Tómas sinnir sjúklingum þrátt fyrir yfirlýsingar Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, hefur stöku sinnum sinnt sjúklingum á Landspítalanum eftir að málið kom upp. 7. maí 2022 19:02 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Skúli Tómas kominn í leyfi frá Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020 er kominn í leyfi frá Landspítalanum. 16. maí 2022 17:43
Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05
Skúli Tómas sinnir sjúklingum þrátt fyrir yfirlýsingar Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, hefur stöku sinnum sinnt sjúklingum á Landspítalanum eftir að málið kom upp. 7. maí 2022 19:02