Heilbrigðismál

Fréttamynd

Bóluefnið afhent

Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30.

Innlent
Fréttamynd

Bóluefnið kemur með flugi í fyrramálið

Það hefur vart farið fram hjá neinum að von er á fyrstu skömmtunum af bóluefni gegn covid-19 til landsins í fyrramálið. Bólusetning hófst víðast hvar í aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en von er á tíu þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer-BioNTech með fyrstu sendingunni sem væntanleg er með flugi til Íslands í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Hjartasjúklingi aftur dæmdir tugir milljóna í héraði

Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða hjartasjúklingi 27,5 milljónir í bætur vegna galla í leiðslu bjargráðs sem græddur var í hann. Ríkið hafði áður verið dæmt til að greiða manninum sambærilega upphæð en Landsréttur ómerkti þann dóm og sendi aftur í hérað, þar sem dómur var kveðinn upp í gær.

Innlent
Fréttamynd

Undir­rituðu samning vegna upp­steypu nýja Land­spítalans

Stjórnvöld og Eykt skrifuðu í dag undir samning um uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi. Stefnt að þvi að uppsteypan hefjist fljótlega eftir áramót. Meðferðarkjarninn, sem verður um 70 þúsund fermetrar að stærð, er stærsta byggingin í uppbyggingu við nýjan Landspítala við Hringbraut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimila notkun á bóluefni Pfizer á Íslandi

Lyfjastofnun hefur veitt bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni skilyrt markaðsleyfi hér á landi. Nú verður hægt að hefja bólusetningar hér á landi með bóluefninu þegar það verður tiltækt.

Innlent
Fréttamynd

Átta milljarða samningur um heimahjúkrun undirritaður

Átta milljarða samningur um heimahjúkrun í Reykjavík var undirritaður í dag og er hann meðal annars til þess fallinn að fækka sjúkrahúsinnlögnum meðal aldraðra. Ekki er hægt að útskrifa 89 manns vegna skorts á hjúkrunarrýmum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað af skaða­bóta­kröfu vegna af­leiðinga svína­f­lensu­sprautu

Íslenska ríkið var í gær sýknað af skaðabótakröfu vegna drómasýki sem stefnandi taldi sig hafa fengið í kjölfar bólusetningar með lyfinu Pandemrix gegn svínaflensunni árið 2009. Einkenni fóru að gera vart við sig í kjölfar sprautunnar og var það niðurstaða sérfræðings í taugalækningum að hann hefði fengið drómasýki og slekjuköst í kjölfar bólusetningarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Eftir höfðinu dansa limirnir

Ég þekki það vel hvernig það er að kljást við höfuðið. Það er líklega glíma sem við þekkjum flest. Enda sammannlegt að vera með höfuð þótt við séum vissulega misgóð í að halda höfði. Í höfðinu hreiðra líka um sig tilfinningarnar gleðin sem við þekkjum svo vel: þráin og spennan en líka reiðin, sorgin og efinn.

Skoðun
Fréttamynd

Burtu með bið­listana

Í síðastliðinni viku framkvæmdi Klíníkin við Ármúla 17 liðskiptiaðgerðir á fólki á aldrinum 23-86 ára. Ef að Klíníkin gæti haldið þessum afköstum 48 vikur á ári, yrðu þar framkvæmdar 816 aðgerðir á ári.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég fann ekki fyrir neinum stuðningi“

Ásdís Arna Gottskálksdóttir eignaðist langveikan dreng, Björgvin Arnar, árið 2007. Hann var sjö mánaða greindur með hjartagalla en rétt greining fékkst ekki fyrr en hann var sex ára. Greiningin var fjölskyldunni mikið áfall.

Lífið
Fréttamynd

Bólusetning á Íslandi hefst öðru hvoru megin við áramót

Ekki er útilokað að bólusetning gegn covid-19 hefjist hér á landi fyrir áramót að sögn heilbrigðisráðherra. Fyrstu skammtar bóluefnisins fari í umferð einhvern daginn í kringum áramótin. Hún segir að forgangsröðun verði ekki endilega með þeim hætti að fyrsti forgangshópurinn verði allur bólusettur fyrst og svo verði byrjað að bólusetja þann næsta.

Innlent
Fréttamynd

„Alvarlegt hvernig farið er með Landspítalann“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt að gerð sé aðhaldskrafa á heilbrigðisstofnanir nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Formaður fjárlaganefndar segir að krónutölur þurfi að skoða í stærra samhengi hvað varðar aðhaldskröfur á Landspítalann. Hann vill að því verði hætt að setja almennar aðhaldskröfur og vill að tekin verði upp ný aðferðafræði í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Bíður eftir útsölum til að kaupa gleraugu á dætur sínar

„Dætur mínar geta ekki verið án gleraugna, þær verða að vera með þau til að geta lifað eðlilegu lífi.“ Þetta segir Ása Ingiþórsdóttir sem berst nú fyrir því að gleraugu barna verði að fullu niðurgreidd af ríkinu. Hún segir grófa mismunun felast í því að heyrnartæki barna séu niðurgreidd en gleraugu ekki.

Innlent
Fréttamynd

Til­laga um gjaldfrjálsar tíðar­vörur felld á Al­þingi

Breytingartillaga Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka, við frumvarp til fjárlaga um að gera tíðarvörur aðgengilegar án endurgjalds fyrir tiltekna hópa var í dag felld á Alþingi með einu atkvæði. Þingmenn Vinstri grænna, fyrrverandi samflokksmenn Andrésar, greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Innlent