ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2021 10:31 Fólk bíður bólusetningar í Suður-Afríku. Vert er að hafa í huga að þar eru aðeins 24 prósent þjóðarinnar bólusett. AP/Denis Farrell Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því á Twitter í morgun að framkvæmdastjórnin myndi leggja til, í samráði við aðildarríki sambandsins, að banna flug frá suðurhluta Afríku. Stjórnvöld í Bretlandi voru fyrst að ríða á vaðið og banna flug frá Suður-Afríku, þar sem að minnsta kosti 77 tilfelli hafa verið staðfest. SARS-CoV-2 er kórónuveiran sem veldur Covid-19 en menn óttast að nýja afbrigðið, B.1.1.529, sé bæði smitnæmara og mögulega líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans. Hlutabréfamarkaðir og olíuverð hafa lækkað í morgun í kjölfar fregna af hinu nýja, mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2. Lækkunin nam 3,3 prósentum í Lundúnum og 2,5 prósentum í Tókýó. Enn sem komið er hefur afbrigðið aðeins verið greint í Suður-Afríku, Botswana, Ísrael og Hong Kong. Þar var um að ræða ferðamann sem var að koma frá Suður-Afríku og sá sem greindist í Ísrael var að koma frá Malawi. Tvö önnur möguleg tilvik eru til skoðunar í Ísrael en umræddir einstaklingar þar í landi eru allir bólusettir. Nýja afbrigðið hefur fjölmargar breytingar á svokölluðu bindiprótíni og er sagt afar ólíkt því afbrigði sem fyrst greindist í Wuhan.epa/Nic Bothma Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðað til fundar í dag til að leggja mat á þau gögn sem liggja fyrir um B.1.1.529 og ákvarða hvort það verður flokkað sem afbrigði til að fylgjast með eða afbrigði til að hafa áhyggjur af. Japan, Indland og Ítalía hyggjst grípa til sérstakra aðgerða á landamærum sínum vegna afbrigðisins en utanríkisráðherra Suður-Afríku segir ótímabært að banna flug frá landinu, þar sem WHO hafi ekki enn tekið afstöðu til þess. Sérfræðingar á Bretlandseyjum hafa sagt í fjölmiðlum að bóluefnin sem nú er verið að nota gegn Covid-19 muni nær örugglega reynast minna virk gegn nýja afbrigðinu en að hægt yrði að breyta þeim til að verja gegn því. Þá segja þeir ekki ástæðu til að örvænta og benda á að nú séu ný lyf að koma fram gegn sjúkdómnum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hvatt menn til að stíga varlega til jarðar í ályktunum um áhrif nýja afbrigðisins og Mike Tildesley, einn ráðgjafa breskra stjórnvalda, tekur í sama streng. Of snemmt sé að spegúlera um áhrif bóluefna á nýja afbrigðið og þá sé rétt að hafa í huga að möguleg hröð dreifing í Suður-Afríku ætti ekki að koma á óvart þar sem aðeins 24 prósent þjóðarinnar væru bólusett. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Suður-Afríka Tengdar fréttir Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Bretar bregðast við nýju afbrigði kórónuveirunnar Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja takmarkanir á ferðamenn frá ákveðnum löndum í Suður-Afríku vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Flug frá tilgreindum löndum til Bretlands verður lagt niður. 25. nóvember 2021 23:15 Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. 25. nóvember 2021 06:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Stjórnvöld í Bretlandi voru fyrst að ríða á vaðið og banna flug frá Suður-Afríku, þar sem að minnsta kosti 77 tilfelli hafa verið staðfest. SARS-CoV-2 er kórónuveiran sem veldur Covid-19 en menn óttast að nýja afbrigðið, B.1.1.529, sé bæði smitnæmara og mögulega líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans. Hlutabréfamarkaðir og olíuverð hafa lækkað í morgun í kjölfar fregna af hinu nýja, mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2. Lækkunin nam 3,3 prósentum í Lundúnum og 2,5 prósentum í Tókýó. Enn sem komið er hefur afbrigðið aðeins verið greint í Suður-Afríku, Botswana, Ísrael og Hong Kong. Þar var um að ræða ferðamann sem var að koma frá Suður-Afríku og sá sem greindist í Ísrael var að koma frá Malawi. Tvö önnur möguleg tilvik eru til skoðunar í Ísrael en umræddir einstaklingar þar í landi eru allir bólusettir. Nýja afbrigðið hefur fjölmargar breytingar á svokölluðu bindiprótíni og er sagt afar ólíkt því afbrigði sem fyrst greindist í Wuhan.epa/Nic Bothma Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðað til fundar í dag til að leggja mat á þau gögn sem liggja fyrir um B.1.1.529 og ákvarða hvort það verður flokkað sem afbrigði til að fylgjast með eða afbrigði til að hafa áhyggjur af. Japan, Indland og Ítalía hyggjst grípa til sérstakra aðgerða á landamærum sínum vegna afbrigðisins en utanríkisráðherra Suður-Afríku segir ótímabært að banna flug frá landinu, þar sem WHO hafi ekki enn tekið afstöðu til þess. Sérfræðingar á Bretlandseyjum hafa sagt í fjölmiðlum að bóluefnin sem nú er verið að nota gegn Covid-19 muni nær örugglega reynast minna virk gegn nýja afbrigðinu en að hægt yrði að breyta þeim til að verja gegn því. Þá segja þeir ekki ástæðu til að örvænta og benda á að nú séu ný lyf að koma fram gegn sjúkdómnum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hvatt menn til að stíga varlega til jarðar í ályktunum um áhrif nýja afbrigðisins og Mike Tildesley, einn ráðgjafa breskra stjórnvalda, tekur í sama streng. Of snemmt sé að spegúlera um áhrif bóluefna á nýja afbrigðið og þá sé rétt að hafa í huga að möguleg hröð dreifing í Suður-Afríku ætti ekki að koma á óvart þar sem aðeins 24 prósent þjóðarinnar væru bólusett.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Suður-Afríka Tengdar fréttir Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Bretar bregðast við nýju afbrigði kórónuveirunnar Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja takmarkanir á ferðamenn frá ákveðnum löndum í Suður-Afríku vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Flug frá tilgreindum löndum til Bretlands verður lagt niður. 25. nóvember 2021 23:15 Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. 25. nóvember 2021 06:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58
Bretar bregðast við nýju afbrigði kórónuveirunnar Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja takmarkanir á ferðamenn frá ákveðnum löndum í Suður-Afríku vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Flug frá tilgreindum löndum til Bretlands verður lagt niður. 25. nóvember 2021 23:15
Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. 25. nóvember 2021 06:59