Brjósklospési... eða hvað? Helga B. Haraldsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 17:01 Ég er svona brjósklospési sagði maður við mig í sundi um daginn þegar hann kveinkaði sér í bakinu. Þessi fáu orð bera vott um mikinn sársauka. Það er fátt jafnþrúgandi og erfitt og að vera þjakaður af verkjum og óvissunni sem fylgir þeim. Það þekkja um 20% Íslendinga en álitið er að einn af hverjum fimm þjáist af langvinnum verkjum. Langvinnir verkir geta yfirtekið líf fólks. Þeir verða oft fyrsta hugsun þegar fólk vaknar á morgnana og það síðasta þegar lagst er á koddann að kvöldi. Einn verkjasjúklingur talaði um að í verstu köstunum þá vaknaði hann á morgnana og hugsaði um að það væru 14 tímar þangað til að hann fengi að sofna aftur, fengi aftur hvíld frá verkjunum. Hann gat yfirleitt sofið þrátt fyrir verki en það geta ekki allir, sumir eiga hverja andvökunóttina á fætur annarri vegna verkja. Margir brjósklospésar og píur hafa fengið hvert verkjakastið á fætur öðru en litla hjálp. En hvað þýðir það að hafa brjósklos? Í stórri safngreiningu (e. meta-analysis) voru skoðaðar myndir af baki (CT eða MRI) hjá 3.110 manns á öllum aldri sem höfðu enga sögu um bakverki, fólk sem taldi sig með sterkt og heilbrigt bak. Í ljós kom að stór hluti þeirra var með slit í baki og margir með brjósklos. Í safngreiningunni var þessum einkennalausu þátttakendum raðað niður eftir aldri. Í ljós kom að 33% fólks um fertugt og 38% fólks um sextugt höfðu brjósklos. Ég minni á að allir þátttakendurnir töldu sig hafa heilbrigt bak. Brjósklos eru eðlilegur þáttur í hryggnum, rétt eins og hrukkur á húðinni og grátt hár. Þetta er ekki hættulegt og er sjaldnast að orsaka verki. Bæði líkurnar á brjósklosi og sliti í baki aukast með hækkandi aldri og tíðnin er hæst hjá elsta aldurshópnum. Þrátt fyrir það eru bakverkir algengastir hjá fólki á miðjum aldri. Orsök verkjanna virðist nefnilega sjaldnast vera að finna í bakinu sjálfu. Krónískir verkir eru oftar en ekki villuboð (false alarm) frá taugakerfinu því svæðið sem okkur verkjar í er heilbrigt. Ég tek það fram að þessi villuboð eru alveg jafn sársaukafull og boð frá vefjaskemmd. Lorimer Moseley háskólaprófessor í Ástralíu hefur helgað líf sitt verkjafræðum og gerði stutt myndband sem ég mæli með fyrir alla verkjasjúklinga, sjá tamethebeast. Með ákveðnum aðferðum getur stór hluti verkjasjúklinga náð bata. Nýlega kom út grein í virtu læknatímariti, Jama, um rannsókn á bakverkjasjúklingum þar sem sálfræðimeðferðinni verkjaendurferlun (e. Pain Reprocessing Therapy) var beitt hjá hluta þátttakenda. Þátttakendur voru um 150 og var þeim skipt í þrjá hópa. Hópurinn sem fékk verkjaendurferlun lærði að hugsa á annan hátt um verkina sína og bregðast öðruvísi við þeim og var árangurinn mun betri hjá þeim hópi en hinum tveimur. Verkjaendurferlun stóð yfir í einn mánuð (8 klst hjá sálfræðingi) og 66% þátttakenda voru nánast eða alveg verkjalausir eftir meðferðina og 98% náðu einhverjum bata. Ári síðar hélst þessi bati að mestu. Það skal tekið fram að þau höfðu að meðaltali verið að kljást við bakverki í 11 ár. Þessir þátttakendur þurftu ekki að forðast ákveðna stóla, þeir þurftu ekki að mæta í nudd eða til kírópraktors vikulega, kaupa dýrustu tegund af dýnu, læra nýtt göngulag eða leggjast undir hnífinn. Þeir einfaldlega öðluðust þekkingu í taugavísindum og lærðu að bregðast á annan hátt við verkjum og verkjaáreiti en áður. Ef þú ert verkjasjúklingur þá eru góðar líkur á að þú getir náð bata, þú átt skilið betra líf. Höfundur er sálfræðingur hjá Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í verkjaendurferlun (PRT). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Ég er svona brjósklospési sagði maður við mig í sundi um daginn þegar hann kveinkaði sér í bakinu. Þessi fáu orð bera vott um mikinn sársauka. Það er fátt jafnþrúgandi og erfitt og að vera þjakaður af verkjum og óvissunni sem fylgir þeim. Það þekkja um 20% Íslendinga en álitið er að einn af hverjum fimm þjáist af langvinnum verkjum. Langvinnir verkir geta yfirtekið líf fólks. Þeir verða oft fyrsta hugsun þegar fólk vaknar á morgnana og það síðasta þegar lagst er á koddann að kvöldi. Einn verkjasjúklingur talaði um að í verstu köstunum þá vaknaði hann á morgnana og hugsaði um að það væru 14 tímar þangað til að hann fengi að sofna aftur, fengi aftur hvíld frá verkjunum. Hann gat yfirleitt sofið þrátt fyrir verki en það geta ekki allir, sumir eiga hverja andvökunóttina á fætur annarri vegna verkja. Margir brjósklospésar og píur hafa fengið hvert verkjakastið á fætur öðru en litla hjálp. En hvað þýðir það að hafa brjósklos? Í stórri safngreiningu (e. meta-analysis) voru skoðaðar myndir af baki (CT eða MRI) hjá 3.110 manns á öllum aldri sem höfðu enga sögu um bakverki, fólk sem taldi sig með sterkt og heilbrigt bak. Í ljós kom að stór hluti þeirra var með slit í baki og margir með brjósklos. Í safngreiningunni var þessum einkennalausu þátttakendum raðað niður eftir aldri. Í ljós kom að 33% fólks um fertugt og 38% fólks um sextugt höfðu brjósklos. Ég minni á að allir þátttakendurnir töldu sig hafa heilbrigt bak. Brjósklos eru eðlilegur þáttur í hryggnum, rétt eins og hrukkur á húðinni og grátt hár. Þetta er ekki hættulegt og er sjaldnast að orsaka verki. Bæði líkurnar á brjósklosi og sliti í baki aukast með hækkandi aldri og tíðnin er hæst hjá elsta aldurshópnum. Þrátt fyrir það eru bakverkir algengastir hjá fólki á miðjum aldri. Orsök verkjanna virðist nefnilega sjaldnast vera að finna í bakinu sjálfu. Krónískir verkir eru oftar en ekki villuboð (false alarm) frá taugakerfinu því svæðið sem okkur verkjar í er heilbrigt. Ég tek það fram að þessi villuboð eru alveg jafn sársaukafull og boð frá vefjaskemmd. Lorimer Moseley háskólaprófessor í Ástralíu hefur helgað líf sitt verkjafræðum og gerði stutt myndband sem ég mæli með fyrir alla verkjasjúklinga, sjá tamethebeast. Með ákveðnum aðferðum getur stór hluti verkjasjúklinga náð bata. Nýlega kom út grein í virtu læknatímariti, Jama, um rannsókn á bakverkjasjúklingum þar sem sálfræðimeðferðinni verkjaendurferlun (e. Pain Reprocessing Therapy) var beitt hjá hluta þátttakenda. Þátttakendur voru um 150 og var þeim skipt í þrjá hópa. Hópurinn sem fékk verkjaendurferlun lærði að hugsa á annan hátt um verkina sína og bregðast öðruvísi við þeim og var árangurinn mun betri hjá þeim hópi en hinum tveimur. Verkjaendurferlun stóð yfir í einn mánuð (8 klst hjá sálfræðingi) og 66% þátttakenda voru nánast eða alveg verkjalausir eftir meðferðina og 98% náðu einhverjum bata. Ári síðar hélst þessi bati að mestu. Það skal tekið fram að þau höfðu að meðaltali verið að kljást við bakverki í 11 ár. Þessir þátttakendur þurftu ekki að forðast ákveðna stóla, þeir þurftu ekki að mæta í nudd eða til kírópraktors vikulega, kaupa dýrustu tegund af dýnu, læra nýtt göngulag eða leggjast undir hnífinn. Þeir einfaldlega öðluðust þekkingu í taugavísindum og lærðu að bregðast á annan hátt við verkjum og verkjaáreiti en áður. Ef þú ert verkjasjúklingur þá eru góðar líkur á að þú getir náð bata, þú átt skilið betra líf. Höfundur er sálfræðingur hjá Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í verkjaendurferlun (PRT).
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar