Brjósklospési... eða hvað? Helga B. Haraldsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 17:01 Ég er svona brjósklospési sagði maður við mig í sundi um daginn þegar hann kveinkaði sér í bakinu. Þessi fáu orð bera vott um mikinn sársauka. Það er fátt jafnþrúgandi og erfitt og að vera þjakaður af verkjum og óvissunni sem fylgir þeim. Það þekkja um 20% Íslendinga en álitið er að einn af hverjum fimm þjáist af langvinnum verkjum. Langvinnir verkir geta yfirtekið líf fólks. Þeir verða oft fyrsta hugsun þegar fólk vaknar á morgnana og það síðasta þegar lagst er á koddann að kvöldi. Einn verkjasjúklingur talaði um að í verstu köstunum þá vaknaði hann á morgnana og hugsaði um að það væru 14 tímar þangað til að hann fengi að sofna aftur, fengi aftur hvíld frá verkjunum. Hann gat yfirleitt sofið þrátt fyrir verki en það geta ekki allir, sumir eiga hverja andvökunóttina á fætur annarri vegna verkja. Margir brjósklospésar og píur hafa fengið hvert verkjakastið á fætur öðru en litla hjálp. En hvað þýðir það að hafa brjósklos? Í stórri safngreiningu (e. meta-analysis) voru skoðaðar myndir af baki (CT eða MRI) hjá 3.110 manns á öllum aldri sem höfðu enga sögu um bakverki, fólk sem taldi sig með sterkt og heilbrigt bak. Í ljós kom að stór hluti þeirra var með slit í baki og margir með brjósklos. Í safngreiningunni var þessum einkennalausu þátttakendum raðað niður eftir aldri. Í ljós kom að 33% fólks um fertugt og 38% fólks um sextugt höfðu brjósklos. Ég minni á að allir þátttakendurnir töldu sig hafa heilbrigt bak. Brjósklos eru eðlilegur þáttur í hryggnum, rétt eins og hrukkur á húðinni og grátt hár. Þetta er ekki hættulegt og er sjaldnast að orsaka verki. Bæði líkurnar á brjósklosi og sliti í baki aukast með hækkandi aldri og tíðnin er hæst hjá elsta aldurshópnum. Þrátt fyrir það eru bakverkir algengastir hjá fólki á miðjum aldri. Orsök verkjanna virðist nefnilega sjaldnast vera að finna í bakinu sjálfu. Krónískir verkir eru oftar en ekki villuboð (false alarm) frá taugakerfinu því svæðið sem okkur verkjar í er heilbrigt. Ég tek það fram að þessi villuboð eru alveg jafn sársaukafull og boð frá vefjaskemmd. Lorimer Moseley háskólaprófessor í Ástralíu hefur helgað líf sitt verkjafræðum og gerði stutt myndband sem ég mæli með fyrir alla verkjasjúklinga, sjá tamethebeast. Með ákveðnum aðferðum getur stór hluti verkjasjúklinga náð bata. Nýlega kom út grein í virtu læknatímariti, Jama, um rannsókn á bakverkjasjúklingum þar sem sálfræðimeðferðinni verkjaendurferlun (e. Pain Reprocessing Therapy) var beitt hjá hluta þátttakenda. Þátttakendur voru um 150 og var þeim skipt í þrjá hópa. Hópurinn sem fékk verkjaendurferlun lærði að hugsa á annan hátt um verkina sína og bregðast öðruvísi við þeim og var árangurinn mun betri hjá þeim hópi en hinum tveimur. Verkjaendurferlun stóð yfir í einn mánuð (8 klst hjá sálfræðingi) og 66% þátttakenda voru nánast eða alveg verkjalausir eftir meðferðina og 98% náðu einhverjum bata. Ári síðar hélst þessi bati að mestu. Það skal tekið fram að þau höfðu að meðaltali verið að kljást við bakverki í 11 ár. Þessir þátttakendur þurftu ekki að forðast ákveðna stóla, þeir þurftu ekki að mæta í nudd eða til kírópraktors vikulega, kaupa dýrustu tegund af dýnu, læra nýtt göngulag eða leggjast undir hnífinn. Þeir einfaldlega öðluðust þekkingu í taugavísindum og lærðu að bregðast á annan hátt við verkjum og verkjaáreiti en áður. Ef þú ert verkjasjúklingur þá eru góðar líkur á að þú getir náð bata, þú átt skilið betra líf. Höfundur er sálfræðingur hjá Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í verkjaendurferlun (PRT). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Ég er svona brjósklospési sagði maður við mig í sundi um daginn þegar hann kveinkaði sér í bakinu. Þessi fáu orð bera vott um mikinn sársauka. Það er fátt jafnþrúgandi og erfitt og að vera þjakaður af verkjum og óvissunni sem fylgir þeim. Það þekkja um 20% Íslendinga en álitið er að einn af hverjum fimm þjáist af langvinnum verkjum. Langvinnir verkir geta yfirtekið líf fólks. Þeir verða oft fyrsta hugsun þegar fólk vaknar á morgnana og það síðasta þegar lagst er á koddann að kvöldi. Einn verkjasjúklingur talaði um að í verstu köstunum þá vaknaði hann á morgnana og hugsaði um að það væru 14 tímar þangað til að hann fengi að sofna aftur, fengi aftur hvíld frá verkjunum. Hann gat yfirleitt sofið þrátt fyrir verki en það geta ekki allir, sumir eiga hverja andvökunóttina á fætur annarri vegna verkja. Margir brjósklospésar og píur hafa fengið hvert verkjakastið á fætur öðru en litla hjálp. En hvað þýðir það að hafa brjósklos? Í stórri safngreiningu (e. meta-analysis) voru skoðaðar myndir af baki (CT eða MRI) hjá 3.110 manns á öllum aldri sem höfðu enga sögu um bakverki, fólk sem taldi sig með sterkt og heilbrigt bak. Í ljós kom að stór hluti þeirra var með slit í baki og margir með brjósklos. Í safngreiningunni var þessum einkennalausu þátttakendum raðað niður eftir aldri. Í ljós kom að 33% fólks um fertugt og 38% fólks um sextugt höfðu brjósklos. Ég minni á að allir þátttakendurnir töldu sig hafa heilbrigt bak. Brjósklos eru eðlilegur þáttur í hryggnum, rétt eins og hrukkur á húðinni og grátt hár. Þetta er ekki hættulegt og er sjaldnast að orsaka verki. Bæði líkurnar á brjósklosi og sliti í baki aukast með hækkandi aldri og tíðnin er hæst hjá elsta aldurshópnum. Þrátt fyrir það eru bakverkir algengastir hjá fólki á miðjum aldri. Orsök verkjanna virðist nefnilega sjaldnast vera að finna í bakinu sjálfu. Krónískir verkir eru oftar en ekki villuboð (false alarm) frá taugakerfinu því svæðið sem okkur verkjar í er heilbrigt. Ég tek það fram að þessi villuboð eru alveg jafn sársaukafull og boð frá vefjaskemmd. Lorimer Moseley háskólaprófessor í Ástralíu hefur helgað líf sitt verkjafræðum og gerði stutt myndband sem ég mæli með fyrir alla verkjasjúklinga, sjá tamethebeast. Með ákveðnum aðferðum getur stór hluti verkjasjúklinga náð bata. Nýlega kom út grein í virtu læknatímariti, Jama, um rannsókn á bakverkjasjúklingum þar sem sálfræðimeðferðinni verkjaendurferlun (e. Pain Reprocessing Therapy) var beitt hjá hluta þátttakenda. Þátttakendur voru um 150 og var þeim skipt í þrjá hópa. Hópurinn sem fékk verkjaendurferlun lærði að hugsa á annan hátt um verkina sína og bregðast öðruvísi við þeim og var árangurinn mun betri hjá þeim hópi en hinum tveimur. Verkjaendurferlun stóð yfir í einn mánuð (8 klst hjá sálfræðingi) og 66% þátttakenda voru nánast eða alveg verkjalausir eftir meðferðina og 98% náðu einhverjum bata. Ári síðar hélst þessi bati að mestu. Það skal tekið fram að þau höfðu að meðaltali verið að kljást við bakverki í 11 ár. Þessir þátttakendur þurftu ekki að forðast ákveðna stóla, þeir þurftu ekki að mæta í nudd eða til kírópraktors vikulega, kaupa dýrustu tegund af dýnu, læra nýtt göngulag eða leggjast undir hnífinn. Þeir einfaldlega öðluðust þekkingu í taugavísindum og lærðu að bregðast á annan hátt við verkjum og verkjaáreiti en áður. Ef þú ert verkjasjúklingur þá eru góðar líkur á að þú getir náð bata, þú átt skilið betra líf. Höfundur er sálfræðingur hjá Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í verkjaendurferlun (PRT).
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun