Þórunn Eva er framúrskarandi ungur Íslendingur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2021 18:05 Þórunn Eva G. Pálsdóttir ásamt Ríkeyju Jónu Eiríksdóttur og Guðna Th. Aðsend/Gunnar Þór Sigurjónsson Þórunn Eva G. Pálsdóttir hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2021 í gær. Þórunn Eva hefur vakið athygli á málefnum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Hún hefur skrifað bók um efnið, stofnað góðgerðarsamtök og stendur á bak við Míuverðlaunin. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin í Safnahúsinu við Hverfisgötu ásamt Ríkeyju Jónu Eiríksdóttur, landsforseta JCI í gær. Verðlaunagripurinn er einstakt listaverk eftir glerlistamanninn Jónas Braga Jónasson. „Verðlaunin eru bæði hvatning fyrir þessa framúrskarandi einstaklinga til áframhaldandi starfa og á sama tíma innblástur og hvatning okkar allra að leggja okkar af mörkum til að byggja betra samfélag,“ segir í tilkynningu frá JCI á Íslandi. Þórunn Eva skrifaði bókina Mía fær lyfjabrunn og stofnaði góðgerðarfélagið Mía Magic í kjölfarið. Hún er sjálf foreldri langveikra barna og hefur síðustu mánuði útbúið sérstök Míubox, sem afhent eru langveikum börnum og foreldrum þeirra. Þórunn Eva segist alls ekki hafa búist við því að vinna verðlaunin enda hafi margir flottir einstaklingar verið tilnefndir í ár. Hún segist ætla að halda áfram að vinna að málefninu en ný bók er í smíðum. Líkt og hin fyrri, snýr bókin að málefnum langveikra barna en verður þó ekki eins. „Hún verður um töfraheim ónæmiskerfisins, þannig að hún er svona aðeins að fræða krakka um ónæmiskerfið og fer aðeins inn á það efni,“ segir Þórunn Eva létt í bragði og bætir við að hún vilji ekki gefa of mikið upp um efni bókarinnar. Þórunn Eva segir að viðtökurnar fyrir bókina um Míu hafi verið vonum framar:„Fyrir krakka sem eru rosa mikið inni [á spítala] þá vantaði eitthvað smá auka. Svo hefur þetta einhvern veginn sprungið út og það finnst öllum Mía geggjuð. Það eru allir sem geta samsamað sig með henni á einhvern hátt,“ segir Þórunn Eva þakklát. Þórunn Eva hefur einnig staðið að Míuverðlaununum en Sigrún Þóroddsdóttir, barnahjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins, hlaut verðlaunin fyrr á þessu ári. Með Míuverðlaununum er heilbrigðisstarfsfólk verðlaunað. Þórunn segir við að mögnuð vinna fari fram í heilbrigðiskerfinu en það jákvæða fái sjaldan að heyrast. „Það er alltaf verið að rakka heilbrigðiskerfið niður en það er samt líka svo rosa mikið margt gott gert. Ef að starfsfólkið sem vinnur þessa vinnu fær alltaf bara að heyra þetta neikvæða þá gefst það bara upp. Verðlaunin voru upphaflega hugsuð sem gulrót fyrir fólkið sem er að vinna á spítölunum.“ Á myndinni eru þau sem tilnefnd voru til verðlaunanna ásamt Guðna Th. og Ríkeyju Jónu.Aðsend/Gunnar Þór Sigurjónsson Tíu hlutu tilnefningu sem framúrskarandi ungir íslendingar árið 2021. Hér að neðan má sjá tilnefningarnar. Björt Sigfinnsdóttir Störf /afrek á sviði menningar Chanel Björk Sturludóttir Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda Eyþór Máni Steinarsson Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði Hanna Ragnarsdóttir Störf á sviði tækni og vísinda Heiðrún Birna Rúnarsdóttir Störf á sviði siðferðis og/eða umhverfismála Isabel Alejandra Diaz Leiðtogar/afrek á sviði menntamála Sindri Geir Óskarsson Störf á sviði mannúðar eða sjálfboðaliðamála Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda Þorbjörg Þorvaldsdóttir Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda Þórunn Eva G Pálsdóttir Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2021 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi Íslendingar árið 2021. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 20. nóvember 2021 15:26 „Ég vildi að honum myndi líða vel með þetta“ Þórunn Eva Guðbjargar Thapa, móðir tveggja langveikra drengja, gerði bók til að hjálpa börnum sem þurfa að fá lyfjabrunn vegna veikinda. 9. febrúar 2020 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin í Safnahúsinu við Hverfisgötu ásamt Ríkeyju Jónu Eiríksdóttur, landsforseta JCI í gær. Verðlaunagripurinn er einstakt listaverk eftir glerlistamanninn Jónas Braga Jónasson. „Verðlaunin eru bæði hvatning fyrir þessa framúrskarandi einstaklinga til áframhaldandi starfa og á sama tíma innblástur og hvatning okkar allra að leggja okkar af mörkum til að byggja betra samfélag,“ segir í tilkynningu frá JCI á Íslandi. Þórunn Eva skrifaði bókina Mía fær lyfjabrunn og stofnaði góðgerðarfélagið Mía Magic í kjölfarið. Hún er sjálf foreldri langveikra barna og hefur síðustu mánuði útbúið sérstök Míubox, sem afhent eru langveikum börnum og foreldrum þeirra. Þórunn Eva segist alls ekki hafa búist við því að vinna verðlaunin enda hafi margir flottir einstaklingar verið tilnefndir í ár. Hún segist ætla að halda áfram að vinna að málefninu en ný bók er í smíðum. Líkt og hin fyrri, snýr bókin að málefnum langveikra barna en verður þó ekki eins. „Hún verður um töfraheim ónæmiskerfisins, þannig að hún er svona aðeins að fræða krakka um ónæmiskerfið og fer aðeins inn á það efni,“ segir Þórunn Eva létt í bragði og bætir við að hún vilji ekki gefa of mikið upp um efni bókarinnar. Þórunn Eva segir að viðtökurnar fyrir bókina um Míu hafi verið vonum framar:„Fyrir krakka sem eru rosa mikið inni [á spítala] þá vantaði eitthvað smá auka. Svo hefur þetta einhvern veginn sprungið út og það finnst öllum Mía geggjuð. Það eru allir sem geta samsamað sig með henni á einhvern hátt,“ segir Þórunn Eva þakklát. Þórunn Eva hefur einnig staðið að Míuverðlaununum en Sigrún Þóroddsdóttir, barnahjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins, hlaut verðlaunin fyrr á þessu ári. Með Míuverðlaununum er heilbrigðisstarfsfólk verðlaunað. Þórunn segir við að mögnuð vinna fari fram í heilbrigðiskerfinu en það jákvæða fái sjaldan að heyrast. „Það er alltaf verið að rakka heilbrigðiskerfið niður en það er samt líka svo rosa mikið margt gott gert. Ef að starfsfólkið sem vinnur þessa vinnu fær alltaf bara að heyra þetta neikvæða þá gefst það bara upp. Verðlaunin voru upphaflega hugsuð sem gulrót fyrir fólkið sem er að vinna á spítölunum.“ Á myndinni eru þau sem tilnefnd voru til verðlaunanna ásamt Guðna Th. og Ríkeyju Jónu.Aðsend/Gunnar Þór Sigurjónsson Tíu hlutu tilnefningu sem framúrskarandi ungir íslendingar árið 2021. Hér að neðan má sjá tilnefningarnar. Björt Sigfinnsdóttir Störf /afrek á sviði menningar Chanel Björk Sturludóttir Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda Eyþór Máni Steinarsson Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði Hanna Ragnarsdóttir Störf á sviði tækni og vísinda Heiðrún Birna Rúnarsdóttir Störf á sviði siðferðis og/eða umhverfismála Isabel Alejandra Diaz Leiðtogar/afrek á sviði menntamála Sindri Geir Óskarsson Störf á sviði mannúðar eða sjálfboðaliðamála Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda Þorbjörg Þorvaldsdóttir Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda Þórunn Eva G Pálsdóttir Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2021 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi Íslendingar árið 2021. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 20. nóvember 2021 15:26 „Ég vildi að honum myndi líða vel með þetta“ Þórunn Eva Guðbjargar Thapa, móðir tveggja langveikra drengja, gerði bók til að hjálpa börnum sem þurfa að fá lyfjabrunn vegna veikinda. 9. febrúar 2020 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2021 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi Íslendingar árið 2021. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 20. nóvember 2021 15:26
„Ég vildi að honum myndi líða vel með þetta“ Þórunn Eva Guðbjargar Thapa, móðir tveggja langveikra drengja, gerði bók til að hjálpa börnum sem þurfa að fá lyfjabrunn vegna veikinda. 9. febrúar 2020 07:00