Þórunn Eva er framúrskarandi ungur Íslendingur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2021 18:05 Þórunn Eva G. Pálsdóttir ásamt Ríkeyju Jónu Eiríksdóttur og Guðna Th. Aðsend/Gunnar Þór Sigurjónsson Þórunn Eva G. Pálsdóttir hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2021 í gær. Þórunn Eva hefur vakið athygli á málefnum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Hún hefur skrifað bók um efnið, stofnað góðgerðarsamtök og stendur á bak við Míuverðlaunin. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin í Safnahúsinu við Hverfisgötu ásamt Ríkeyju Jónu Eiríksdóttur, landsforseta JCI í gær. Verðlaunagripurinn er einstakt listaverk eftir glerlistamanninn Jónas Braga Jónasson. „Verðlaunin eru bæði hvatning fyrir þessa framúrskarandi einstaklinga til áframhaldandi starfa og á sama tíma innblástur og hvatning okkar allra að leggja okkar af mörkum til að byggja betra samfélag,“ segir í tilkynningu frá JCI á Íslandi. Þórunn Eva skrifaði bókina Mía fær lyfjabrunn og stofnaði góðgerðarfélagið Mía Magic í kjölfarið. Hún er sjálf foreldri langveikra barna og hefur síðustu mánuði útbúið sérstök Míubox, sem afhent eru langveikum börnum og foreldrum þeirra. Þórunn Eva segist alls ekki hafa búist við því að vinna verðlaunin enda hafi margir flottir einstaklingar verið tilnefndir í ár. Hún segist ætla að halda áfram að vinna að málefninu en ný bók er í smíðum. Líkt og hin fyrri, snýr bókin að málefnum langveikra barna en verður þó ekki eins. „Hún verður um töfraheim ónæmiskerfisins, þannig að hún er svona aðeins að fræða krakka um ónæmiskerfið og fer aðeins inn á það efni,“ segir Þórunn Eva létt í bragði og bætir við að hún vilji ekki gefa of mikið upp um efni bókarinnar. Þórunn Eva segir að viðtökurnar fyrir bókina um Míu hafi verið vonum framar:„Fyrir krakka sem eru rosa mikið inni [á spítala] þá vantaði eitthvað smá auka. Svo hefur þetta einhvern veginn sprungið út og það finnst öllum Mía geggjuð. Það eru allir sem geta samsamað sig með henni á einhvern hátt,“ segir Þórunn Eva þakklát. Þórunn Eva hefur einnig staðið að Míuverðlaununum en Sigrún Þóroddsdóttir, barnahjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins, hlaut verðlaunin fyrr á þessu ári. Með Míuverðlaununum er heilbrigðisstarfsfólk verðlaunað. Þórunn segir við að mögnuð vinna fari fram í heilbrigðiskerfinu en það jákvæða fái sjaldan að heyrast. „Það er alltaf verið að rakka heilbrigðiskerfið niður en það er samt líka svo rosa mikið margt gott gert. Ef að starfsfólkið sem vinnur þessa vinnu fær alltaf bara að heyra þetta neikvæða þá gefst það bara upp. Verðlaunin voru upphaflega hugsuð sem gulrót fyrir fólkið sem er að vinna á spítölunum.“ Á myndinni eru þau sem tilnefnd voru til verðlaunanna ásamt Guðna Th. og Ríkeyju Jónu.Aðsend/Gunnar Þór Sigurjónsson Tíu hlutu tilnefningu sem framúrskarandi ungir íslendingar árið 2021. Hér að neðan má sjá tilnefningarnar. Björt Sigfinnsdóttir Störf /afrek á sviði menningar Chanel Björk Sturludóttir Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda Eyþór Máni Steinarsson Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði Hanna Ragnarsdóttir Störf á sviði tækni og vísinda Heiðrún Birna Rúnarsdóttir Störf á sviði siðferðis og/eða umhverfismála Isabel Alejandra Diaz Leiðtogar/afrek á sviði menntamála Sindri Geir Óskarsson Störf á sviði mannúðar eða sjálfboðaliðamála Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda Þorbjörg Þorvaldsdóttir Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda Þórunn Eva G Pálsdóttir Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2021 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi Íslendingar árið 2021. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 20. nóvember 2021 15:26 „Ég vildi að honum myndi líða vel með þetta“ Þórunn Eva Guðbjargar Thapa, móðir tveggja langveikra drengja, gerði bók til að hjálpa börnum sem þurfa að fá lyfjabrunn vegna veikinda. 9. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin í Safnahúsinu við Hverfisgötu ásamt Ríkeyju Jónu Eiríksdóttur, landsforseta JCI í gær. Verðlaunagripurinn er einstakt listaverk eftir glerlistamanninn Jónas Braga Jónasson. „Verðlaunin eru bæði hvatning fyrir þessa framúrskarandi einstaklinga til áframhaldandi starfa og á sama tíma innblástur og hvatning okkar allra að leggja okkar af mörkum til að byggja betra samfélag,“ segir í tilkynningu frá JCI á Íslandi. Þórunn Eva skrifaði bókina Mía fær lyfjabrunn og stofnaði góðgerðarfélagið Mía Magic í kjölfarið. Hún er sjálf foreldri langveikra barna og hefur síðustu mánuði útbúið sérstök Míubox, sem afhent eru langveikum börnum og foreldrum þeirra. Þórunn Eva segist alls ekki hafa búist við því að vinna verðlaunin enda hafi margir flottir einstaklingar verið tilnefndir í ár. Hún segist ætla að halda áfram að vinna að málefninu en ný bók er í smíðum. Líkt og hin fyrri, snýr bókin að málefnum langveikra barna en verður þó ekki eins. „Hún verður um töfraheim ónæmiskerfisins, þannig að hún er svona aðeins að fræða krakka um ónæmiskerfið og fer aðeins inn á það efni,“ segir Þórunn Eva létt í bragði og bætir við að hún vilji ekki gefa of mikið upp um efni bókarinnar. Þórunn Eva segir að viðtökurnar fyrir bókina um Míu hafi verið vonum framar:„Fyrir krakka sem eru rosa mikið inni [á spítala] þá vantaði eitthvað smá auka. Svo hefur þetta einhvern veginn sprungið út og það finnst öllum Mía geggjuð. Það eru allir sem geta samsamað sig með henni á einhvern hátt,“ segir Þórunn Eva þakklát. Þórunn Eva hefur einnig staðið að Míuverðlaununum en Sigrún Þóroddsdóttir, barnahjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins, hlaut verðlaunin fyrr á þessu ári. Með Míuverðlaununum er heilbrigðisstarfsfólk verðlaunað. Þórunn segir við að mögnuð vinna fari fram í heilbrigðiskerfinu en það jákvæða fái sjaldan að heyrast. „Það er alltaf verið að rakka heilbrigðiskerfið niður en það er samt líka svo rosa mikið margt gott gert. Ef að starfsfólkið sem vinnur þessa vinnu fær alltaf bara að heyra þetta neikvæða þá gefst það bara upp. Verðlaunin voru upphaflega hugsuð sem gulrót fyrir fólkið sem er að vinna á spítölunum.“ Á myndinni eru þau sem tilnefnd voru til verðlaunanna ásamt Guðna Th. og Ríkeyju Jónu.Aðsend/Gunnar Þór Sigurjónsson Tíu hlutu tilnefningu sem framúrskarandi ungir íslendingar árið 2021. Hér að neðan má sjá tilnefningarnar. Björt Sigfinnsdóttir Störf /afrek á sviði menningar Chanel Björk Sturludóttir Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda Eyþór Máni Steinarsson Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði Hanna Ragnarsdóttir Störf á sviði tækni og vísinda Heiðrún Birna Rúnarsdóttir Störf á sviði siðferðis og/eða umhverfismála Isabel Alejandra Diaz Leiðtogar/afrek á sviði menntamála Sindri Geir Óskarsson Störf á sviði mannúðar eða sjálfboðaliðamála Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda Þorbjörg Þorvaldsdóttir Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda Þórunn Eva G Pálsdóttir Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2021 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi Íslendingar árið 2021. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 20. nóvember 2021 15:26 „Ég vildi að honum myndi líða vel með þetta“ Þórunn Eva Guðbjargar Thapa, móðir tveggja langveikra drengja, gerði bók til að hjálpa börnum sem þurfa að fá lyfjabrunn vegna veikinda. 9. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2021 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi Íslendingar árið 2021. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 20. nóvember 2021 15:26
„Ég vildi að honum myndi líða vel með þetta“ Þórunn Eva Guðbjargar Thapa, móðir tveggja langveikra drengja, gerði bók til að hjálpa börnum sem þurfa að fá lyfjabrunn vegna veikinda. 9. febrúar 2020 07:00