Þjóðadeild karla í fótbolta

Fréttamynd

Neitar ásökunum Haalands: „Ég tala ekki einu sinni norsku“

Erling Braut Haaland, nýjasti leikmaður Manchester City, fór mikinn er Noregur og Svíþjóð tókust á í grannaslag í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Haaland skoraði bæði mörk Norðmanna í 2-1 sigri í Stokkhólmi og lét svo Alexander Milosevic, varnarmann Svía, heyra það.

Fótbolti
Fréttamynd

Albanía án sinna helstu framherja í kvöld

Armando Broja, framherji Chelsea á Englandi, sem lék á láni hjá Southampton í vetur mun ekki spila með Albaníu á Laugardalsvelli í kvöld. Broja smitaðist af Covid-19 í aðdraganda leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Danir sigruðu heimsmeistarana á heimavelli

Andreas Cornelius er nýjasta þjóðhetja Danmerkur eftir að hann kom inn af varamannabekknum og skoraði tvö mörk gegn heimsmeisturum frá Frakklandi. Danir höfðu áður lent marki undir en með mörkum Cornelius vann Danmörk 1-2 sigur á Stade de France í París.

Fótbolti
Fréttamynd

Foden sendur heim úr enska hópnum

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands hefur sent Phil Foden, leikmann Manchester City, heim í einangrun eftir að leikmaðurinn greindist með Covid-19.

Fótbolti
Fréttamynd

Hörður Björgvin: Tek jöfnunarmarkið alfarið á mig

Hörður Björgvin Magnússon lagði upp seinna mark íslenska liðsins þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Ísrael í B-deild Þjóðardeildarinnar í fótbotla karla í Haifa í kvöld. Hörður Björgvin var bæði sáttur og svekktur í leikslok.

Fótbolti