Fótbolti

Twitter um leikinn: Haltu bara á­fram að skína Logi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni í kvöld. Vísir/Anton Brink

Líkt og áður þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu spilar höfðu stuðningsmenn liðsins mikið að segja á samfélagsmiðlum. Þetta hafði þjóðin að segja um leik Íslands og Wales.

Íslenska landsliðið gerði 2-2 jafntefli gegn Wales á Laugardalsvellinum í kvöld. Íslenska liðið var 2-0 undir eftir fyrri hálfleikinn en í þeim síðari jafnaði Logi Tómasson metin með tveimur góðum mörkum.

Að venju hafði fólk ýmislegt að segja um íslenska liðið og hér er brot af því besta.

Kristall Máni Ingason, markahæsti leikmaður liðs Íslands skipuðum leikmönnum yngri en tuttugu og eins árs var ekki sáttur með miðaverðið á leikinn.

Jóhann Skúli var ánægður með tvo stóra menn í framlínunni, þá Orra Stein Óskarsson og Andra Lucas Guðjohnsen.

Hörður vildi sjá sinn mann Loga Tómasson, fyrrverandi leikmann Víkings, mæta Brennan Johnson leikmanni Tottenham.

Stuðningsmenn Wales mættu fjölmargir í Laugardalinn.

Varnarleikur Íslands í fyrri hálfleik fékk ekki háa einkunn hjá mönnum.c

Í hálfleik vildu menn sjá breytingar og spöruðu ekki stóru orðin.

Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson voru sérfræðingar Stöð 2 Sport og voru ekki feimnir að segja sína skoðun frekar en fyrri daginn.

Åge Hareide sendi menn strax að hita upp í hálfleik og gerði tvær breytingar fyrir síðari hálfleikinn.

Ísland fékk nokkur ágæt tækifæri í byrjun seinni hálfleiks og átti Orri Steinn Óskarsson meðal annars þrumuskot í þverslána og yfir markið.

Logi Tómasson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark með frábæru utanfótarskoti. Fólk kepptist um að ausa hann lofi eftir markið.

Ekki minnkaði fjörið þegar Logi jafnaði metin skömmu síðar eftir frábæran sprett inn í teiginn.

Þá voru menn ófeimnir að vísa í lagið Skína sem Logi gerði ásamt Patriik.

Eftir leik voru menn heldur bjartari en í hálfleik enda spilaði íslenska liðið frábærlega í síðari hálfleik og fékk færi til að tryggja sér sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×