„Draumur frá því ég var lítill“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2024 12:33 Orri Steinn Óskarsson. Vísir/Sigurjón Orri Steinn Óskarsson kemur inn í landsliðsverkefni Íslands með rólegri huga en í síðasta mánuði. Það hefur gengið á ýmsu hjá framherjanum unga síðustu vikur. Orri Steinn var keyptur til Real Sociedad á Spáni undir lok félagsskiptagluggans í lok ágúst. Hann hefur því þurft að koma sér fyrir á nýjum stað eftir að leiktíð er hafin og nóg að gera. Klippa: „Draumur frá því ég var lítill“ „Það hefur bara gengið vel. Flest af því er búið núna og maður gat komið í þetta verkfeni með rólegan huga og einbeitt sér að þessu 100 prósent. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Orri Steinn. „Það er krefjandi að koma á síðasta degi gluggans. Þú hefur engan tíma til að koma þér fyrir, það eru leikir á þriggja daga fresti og landsliðsverkefni. En það hjálpar að vera með mikið af fólki sem er tilbúið að hjálpa,“ bætir hann við. Sociedad er statt í San Sebastian í Baskalandi og þar bæði töluð spænska og baskneska. Orri sinnir tungumálanámi samhliða fótboltaæfingunum. „Góður maður sagði mér að byrja á spænskunni og taka svo baskneskuna. Hún er aðeins erfiðari. Við tökum spænskuna fyrst, ég er að læra, með kennara og svona. Þetta kemur hægt og rólega,“ segir Orri. Mikilvægt að komast strax á blað Orri er strax farinn að láta til sín taka með spænska liðinu og skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn af bekknum í 3-0 sigri á Valencia í lok september. „Það var frábært. Ef þú hefðir sagt við mig að ég myndi skora tvö mörk fyrir þennan glugga myndi ég örugglega vera mjög sáttur. Það var frábært kvöld og að fá að upplifa það var draumur frá því ég var lítill,“ segir Orri. Hann er þá spenntur fyrir komandi leikjum við Wales í kvöld og við Tyrki á mánudag. „Tveir mjög skemmtilegir leikir. Við byrjum á Wales og það er mikilvægt að nýta það að vera á heimavelli tvo leiki í röð. Við þurfum að sækja eins mörg stig og við getum í þessum tveimur leikjum, það er alveg klárt,“ segir Orri. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Leikur Íslands og Wales er klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst á sömu rás klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Orri Steinn var keyptur til Real Sociedad á Spáni undir lok félagsskiptagluggans í lok ágúst. Hann hefur því þurft að koma sér fyrir á nýjum stað eftir að leiktíð er hafin og nóg að gera. Klippa: „Draumur frá því ég var lítill“ „Það hefur bara gengið vel. Flest af því er búið núna og maður gat komið í þetta verkfeni með rólegan huga og einbeitt sér að þessu 100 prósent. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Orri Steinn. „Það er krefjandi að koma á síðasta degi gluggans. Þú hefur engan tíma til að koma þér fyrir, það eru leikir á þriggja daga fresti og landsliðsverkefni. En það hjálpar að vera með mikið af fólki sem er tilbúið að hjálpa,“ bætir hann við. Sociedad er statt í San Sebastian í Baskalandi og þar bæði töluð spænska og baskneska. Orri sinnir tungumálanámi samhliða fótboltaæfingunum. „Góður maður sagði mér að byrja á spænskunni og taka svo baskneskuna. Hún er aðeins erfiðari. Við tökum spænskuna fyrst, ég er að læra, með kennara og svona. Þetta kemur hægt og rólega,“ segir Orri. Mikilvægt að komast strax á blað Orri er strax farinn að láta til sín taka með spænska liðinu og skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn af bekknum í 3-0 sigri á Valencia í lok september. „Það var frábært. Ef þú hefðir sagt við mig að ég myndi skora tvö mörk fyrir þennan glugga myndi ég örugglega vera mjög sáttur. Það var frábært kvöld og að fá að upplifa það var draumur frá því ég var lítill,“ segir Orri. Hann er þá spenntur fyrir komandi leikjum við Wales í kvöld og við Tyrki á mánudag. „Tveir mjög skemmtilegir leikir. Við byrjum á Wales og það er mikilvægt að nýta það að vera á heimavelli tvo leiki í röð. Við þurfum að sækja eins mörg stig og við getum í þessum tveimur leikjum, það er alveg klárt,“ segir Orri. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Leikur Íslands og Wales er klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst á sömu rás klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti