Ben Davies: Synd að hafa ekki spilað með Gylfa Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 14:45 Ben Davies ræddi við Vísi og Stöð 2 Sport í aðdraganda leiksins við Ísland í kvöld. Stöð 2 Sport „Við reiknum með erfiðum leik. Það eru margir erfiðir útivellir í Evrópu og þetta er einn af þeim,“ segir Tottenham-maðurinn Ben Davies sem verður fyrirliði Wales gegn Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. „Íslendingar hafa náð hérna mjög góðum úrslitum gegn erfiðum mótherjum og við verðum að vera upp á okkar besta til að ná góðum úrslitum,“ segir Davies. Walesverjar lentu á Íslandi í gær eftir að hafa tekið æfingu heima fyrir, og eiga því eftir að kynnast vellinum í Laugardal betur. Völlurinn hefur verið lagður dúk alla vikuna til að verja hann fyrir kulda, og hitinn verður ansi nærri frostmarki í kvöld þegar leikurinn fer fram. Hafa þessar aðstæður áhrif? „Það er sannarlega kaldara hérna en í Wales en við erum vanir alls konar veðri heima svo það er engin afsökun,“ segir varnarmaðurinn Davies en viðtalið má sjá hér að neðan. Wales og Tyrkland eru efst í riðli Íslands með fjögur stig, Ísland er með þrjú og Svartfjallaland án stiga. Efsta lið riðilsins kemst upp í A-deild og tryggir sér væntanlega sæti í HM-umspili á næsta ári. Lítur Davies á Ísland sem keppinaut um það? „Já, klárlega. Það eru erfið lið í þessum riðli og sérstaklega mikilvægt að standa sig í útileikjunum. Ísland hefur náð góðum úrslitum og það er ekki langt síðan liðið var í deild fyrir ofan okkur. Þessi leikur verður áskorun fyrir okkur.“ Fór í skiptum fyrir Gylfa Davies þekkir best til íslensku leikmannanna sem spilað hafa í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið leikmaður Tottenham frá árinu 2014 þegar hann fór ásamt markverðinum Michel Vorm í skiptum fyrir Gylfa sem fór til Swansea. Gylfi, sem glímt hefur við bakmeiðsli að undanförnu en er klár í slaginn í kvöld, hafði áður verið að láni hjá Swansea. „Ég var ungur í Swansea þegar Gylfi kom í aðalliðið okkar, svo ég náði að æfa með honum í eitt ár. En við spiluðum aldrei saman, sem var svolítil synd. Svo hef ég mætt Jóhanni Guðmundssyni ansi oft í ensku úrvalsdeildinni. Þetta eru tveir mjög góðir leikmenn með mikla reynslu á hæsta stigi, og við vitum allir að við verðum að sýna okkar besta,“ segir Davies. Heitasti leikmaður Wales er liðsfélagi Davies hjá Tottenham, Brennan Johnson, sem skorað hefur í sex síðustu leikjum enska liðsins. Ljóst er að íslenska vörnin þarf að hafa fyrir því að stöðva hann: „Það er frábært fyrir okkur sem landslið að hafa leikmann sem kemur inn í leikina með svona mikið sjálfstraust. Vonandi nær hann að skora nokkur mörk fyrir okkur,“ segir Davies. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Draumur frá því ég var lítill“ Orri Steinn Óskarsson kemur inn í landsliðsverkefni Íslands með rólegri huga en í síðasta mánuði. Það hefur gengið á ýmsu hjá framherjanum unga síðustu vikur. 11. október 2024 12:33 Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða „Því meira sem ég sé af íslenska landsliðinu því hrifnari er ég,“ segir Craig Bellamy, þjálfari velska landsliðsins í fótbolta, sem ætlar með þrjú stig heim af Laugardalsvelli í kvöld. Hann þekkir fyrirliða íslenska liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson, ansi vel. 11. október 2024 11:33 „Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02 Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. 10. október 2024 15:02 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Sjá meira
„Íslendingar hafa náð hérna mjög góðum úrslitum gegn erfiðum mótherjum og við verðum að vera upp á okkar besta til að ná góðum úrslitum,“ segir Davies. Walesverjar lentu á Íslandi í gær eftir að hafa tekið æfingu heima fyrir, og eiga því eftir að kynnast vellinum í Laugardal betur. Völlurinn hefur verið lagður dúk alla vikuna til að verja hann fyrir kulda, og hitinn verður ansi nærri frostmarki í kvöld þegar leikurinn fer fram. Hafa þessar aðstæður áhrif? „Það er sannarlega kaldara hérna en í Wales en við erum vanir alls konar veðri heima svo það er engin afsökun,“ segir varnarmaðurinn Davies en viðtalið má sjá hér að neðan. Wales og Tyrkland eru efst í riðli Íslands með fjögur stig, Ísland er með þrjú og Svartfjallaland án stiga. Efsta lið riðilsins kemst upp í A-deild og tryggir sér væntanlega sæti í HM-umspili á næsta ári. Lítur Davies á Ísland sem keppinaut um það? „Já, klárlega. Það eru erfið lið í þessum riðli og sérstaklega mikilvægt að standa sig í útileikjunum. Ísland hefur náð góðum úrslitum og það er ekki langt síðan liðið var í deild fyrir ofan okkur. Þessi leikur verður áskorun fyrir okkur.“ Fór í skiptum fyrir Gylfa Davies þekkir best til íslensku leikmannanna sem spilað hafa í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið leikmaður Tottenham frá árinu 2014 þegar hann fór ásamt markverðinum Michel Vorm í skiptum fyrir Gylfa sem fór til Swansea. Gylfi, sem glímt hefur við bakmeiðsli að undanförnu en er klár í slaginn í kvöld, hafði áður verið að láni hjá Swansea. „Ég var ungur í Swansea þegar Gylfi kom í aðalliðið okkar, svo ég náði að æfa með honum í eitt ár. En við spiluðum aldrei saman, sem var svolítil synd. Svo hef ég mætt Jóhanni Guðmundssyni ansi oft í ensku úrvalsdeildinni. Þetta eru tveir mjög góðir leikmenn með mikla reynslu á hæsta stigi, og við vitum allir að við verðum að sýna okkar besta,“ segir Davies. Heitasti leikmaður Wales er liðsfélagi Davies hjá Tottenham, Brennan Johnson, sem skorað hefur í sex síðustu leikjum enska liðsins. Ljóst er að íslenska vörnin þarf að hafa fyrir því að stöðva hann: „Það er frábært fyrir okkur sem landslið að hafa leikmann sem kemur inn í leikina með svona mikið sjálfstraust. Vonandi nær hann að skora nokkur mörk fyrir okkur,“ segir Davies.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Draumur frá því ég var lítill“ Orri Steinn Óskarsson kemur inn í landsliðsverkefni Íslands með rólegri huga en í síðasta mánuði. Það hefur gengið á ýmsu hjá framherjanum unga síðustu vikur. 11. október 2024 12:33 Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða „Því meira sem ég sé af íslenska landsliðinu því hrifnari er ég,“ segir Craig Bellamy, þjálfari velska landsliðsins í fótbolta, sem ætlar með þrjú stig heim af Laugardalsvelli í kvöld. Hann þekkir fyrirliða íslenska liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson, ansi vel. 11. október 2024 11:33 „Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02 Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. 10. október 2024 15:02 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Sjá meira
„Draumur frá því ég var lítill“ Orri Steinn Óskarsson kemur inn í landsliðsverkefni Íslands með rólegri huga en í síðasta mánuði. Það hefur gengið á ýmsu hjá framherjanum unga síðustu vikur. 11. október 2024 12:33
Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða „Því meira sem ég sé af íslenska landsliðinu því hrifnari er ég,“ segir Craig Bellamy, þjálfari velska landsliðsins í fótbolta, sem ætlar með þrjú stig heim af Laugardalsvelli í kvöld. Hann þekkir fyrirliða íslenska liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson, ansi vel. 11. október 2024 11:33
„Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02
Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. 10. október 2024 15:02