
Evrópusambandið

Umdeilt fjölmiðlafrumvarp samþykkt og stjórnin missir meirihlutann
Neðri deild pólska þingsins samþykkti í gær umdeilt fjölmiðlafrumvarp sem stjórnarandstæðingar segja miða að því að múlbinda sjónvarpsstöð sem hefur verið gagnrýnin á störf stjórnar landsins.

Ganga á bak orða sinna um reikigjöld í Evrópu
Tvö fjarskiptafyrirtæki í Bretlandi hafa nú tilkynnt um fyrirætlanir sínar um að ganga á bak orða sinna og rukka viðskiptavini sína um svonefnd reikigjöld þegar þeir ferðast til Evrópu. Breytingin hefur ekki áhrif á íslenska ferðalanga í Bretlandi.

Evrópusambandið er komið fram úr Bandaríkjunum í bólusetningarkapphlaupinu
Þrátt fyrir að hafa byrjað töluvert hægar er Evrópusambandið nú búið að bólusetja stærri hluta íbúa en Bandaríkin. Sextíu prósent íbúa ESB hafa nú fengið einn skammt bóluefnis hið minnsta en einungis 58 prósent Bandaríkjamanna.

Vill að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu
Dómsmálaráðherra Póllands segir að kominn sé tími til að landið segi sig úr Evrópusambandinu vegna afskipta sambandsins af nýsettum lögum í Póllandi sem heimila að dómurum sé refsað fari þeir ekki að vilja framkvæmdavaldsins.

Ísland orðið rautt eins og reiknað var með
Ísland er orðið rautt á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu, eins og reiknað var með að myndi gerast.

Havarti heitir nú Hávarður
Mjólkursamsalan hefur ákveðið að breyta nafni ostanna Havarti og Havarti krydd í Hávarð og Hávarð krydd. Ástæðan er samningur Íslands og Evrópusambandsins um vernd á afurðaheitum.

Amazon fær risasekt frá Lúxemborg
Bandaríski netverslunarrisin Amazon þarf að greiða alls 886 milljónir dollara í sekt, um 107 milljarða króna, vegna brota á evrópsku persónuverndarlöggjöfinni. Amazon neitar alfarið sök.

70 prósent hleðslustöðva í Evrópusambandinu eru í þremur löndum
Flestar hleðslustöðvar fyrir rafbíla eru innan Hollands, Frakklands og Þýskalands, eða um 70%. Þrátt fyrir að mikil áhersla hafi verið lögð á að minnka umferð brunahreyfilsbíla, sérstaklega í borgum, virðist samkvæmt nýrri skýrslu um hleðslustöðvar, vanta talsvert upp á innviði.

Evrópusambandið boðar aðgerðir gegn loftlagsvánni
Evrópusambandið tilkynnti í dag fjöldan allan af lagabreytingartillögum sem ætlað er að gera sambandinu kleift að verða kolefnisjafnað fyrir 2050.

Helmingur íbúa Evrópusambandsins fullbólusettur
Meira en helmingur allra fullorðinna einstaklinga í Evrópusambandinu er nú fullbólusettur. Þetta tilkynnti Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á Twitter-reikningi sínum í morgun.

Evrópuþingið hvetur diplómata til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng
Evrópuþingið hefur samþykkt ályktun þar sem diplómatar eru hvattir til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng vegna mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda.

Óttast að þúsundir gætu misst réttindi í Bretlandi
Frjálsri för Evrópubúa í Bretlandi og Breta í Evrópu lýkur á morgun. Félagasamtök í Bretlandi óttast að þúsundir evrópskra borgara sem búa gætu misst ýmis réttindi því þeir átta sig ekki á að þeir þurftu að sækja um áframhaldandi dvöl í síðasta lagi í dag.

Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur
Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag.

Hræðast aðra Covid-bylgju í Evrópu vegna Delta-afbrigðisins
Sóttvarnastofnun Evrópu hefur kallað eftir því að flýtt verði fyrir bólusetningum í Evrópu gegn Covid-19 vegna Delta-afbrigðisins sem breiðist nú út um álfuna.

Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög
Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins.

Að láta verkin tala - kristaltærir valkostir í næstu kosningum
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fest sig rækilega á síðustu vikum sem kyndilberi alvöru lýðræðis á Íslandi.

Evrópusambandið vill draga úr framboði á bresku sjónvarpsefni
Evrópusambandið hyggst skerða hlut breskra sjónvarpsframleiðenda á mörkuðum sínum eftir að Bretland gekk úr sambandinu. Bretland er stærsti framleiðandi sjónvarpsefnis í Evrópu með mikil yfirráð á þeim markaði.

Græni passinn tekinn í gagnið
Samevrópska bólusetningarvottorðið Græni passinn var tekið í gagnið hér á landi í gær.

G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína
Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku.

Ísland fær félagsskap í græna liðinu
Rúmenía flokkast nú sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu um stöðu faraldursins í álfunn. Ísland hefur verið flokkað grænt í nokkrar vikur og hefur verið nær eitt hingað til, auk Möltu sem var grænmerkt fyrir viku síðan.

Breskir tónlistarmenn ærast ekki af fögnuði yfir auknu aðgengi að Íslandi
Innanríkisráðherra Bretlands, Oliver Dowden, tilkynnti keikur á föstudag að breskir tónlistarmenn gætu nú ferðast til og spilað á Íslandi, í Noregi og Liecthenstein án þess að þurfa vegabréfsáritun, vegna nýs fríverslunarsamnings sem Bretland hefur gert við ríkin. Viðtökur breskra tónlistarmanna hafa þó ekki verið dynjandi lófatak og þakkir.

Banna hvítrússneskar þotur í Evrópu
Evrópusambandið hefur ákveðið að banna hvítrússneskum flugvélum að fljúga í lofthelgi aðildarríkja sinna og að lenda á evrópskum flugvöllum. Evrópsk flugfélög eru áfram hvött til þess að forðast í lengstu lög að fljúga í gegnum lofthelgi Hvíta-Rússlands.

Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka
Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar.

Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal
Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan.

Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi
Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“.

Börn mega nú fá Pfizer í Evrópu
Lyfjastofnun Evrópu hefur lagt blessun sína yfir notkun bóluefnis Pfizer og Biontech fyrir 12 ára og eldri. Þar með er orðið heimilt að nota efnið fyrir 12-15 ára í Evrópu.

NATO æfir sig fyrir mögulega innrás
Þúsundir hermanna, sjóliða og flugmanna taka nú þátt í umfangsmiklum heræfingum Atlantshafsbandalagins (NATO) sem ætlað er að líkja eftir innrás í eitt aðildarríkið. Æfingarnar fara fram beggja vegna Atlantshafsins allt að Svartahafi.

Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi
Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans.

Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst
Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus.

Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður
Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir.