Evrópusambandið setur lög um gervigreind Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. desember 2023 15:26 Thierry Breton iðnaðarmálastjóri ESB leiddi samningaviðræðurnar. EPA Evrópuþingi hefur náð samkomulagi við öll aðildarríki sambandsins um að sett verði lög um notkun gervigreindar og þróun hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem ákveðið er að setja lög um gervigreind. Lögunum er ætlað að setja almennar leikreglur um þróun og notkun gervigreindar, samfélagsmiðla og leitarvélar og er vonast til að þau geti tekið gildi á síðari hluta ársins 2026. Samkomulagið náðist eftir 37 klukkustunda maraþonfund á milli fulltrúa Evrópuþingsins og aðildarríkja Evrópusambandsins, sem lauk aðfaranótt laugardags. Thierry Breton sem leiddi samningaviðræðurnar og kemur til með að bera hitann og þungann af lagasetningunni, segir samkomulagið sögulegt og hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Með þessu hefur Evrópusambandið tekið forystuna í því sem lýtur að því að vernda almenning gagnvart þeim ógnum sem margir óttast að geti orðið fylgifiskur örrar þróunar á sviði gervigreindar. Útgangspunktur samkomulagsins og lagasetningarinnar sem er fram undan er að setja ákveðna öryggisstaðla og tryggingu fyrir því að grundvallarmannréttindi verði virt. Þungamiðja samningaviðræðnanna var hversu víðtækar heimildir stjórnvöld og lögregla eigi að hafa til að nota lífkenni fólks. Samkomulagið felur meðal annars í sér að bannað verður að nota myndavélar til andlitsgreiningar á opinberum svæðum og lögreglan fær ekki að nota gervigreind í rauntímaeftirliti með fólki. Stjórnvöld margra ríkja vildu einmitt fá leyfi til þess með þeim rökstuðningi að þau gætu þar með komið í veg fyrir hryðjuverk, kynferðisglæpi og verndað innviði samfélagsins. Má segja að þar séu þau innblásin af hinum 20 ára framtíðartrylli Steven Spielbergs, Minority Report, þar sem Tom Cruise, í hlutverki lögreglumanns, spændi á milli húsa og handtók fólk áður en það framkvæmdi glæpina sem voru í bígerð. En miðað við þann hraða sem við lifum á nú um stundir, þá er óhætt að segja að í tæknilegum skilningi þá er árið 2026 í raun langt undan og því getur margt gerst í þróun gervigreindar sem hefur áhrif á það samkomulag sem skrifað var undir um helgina. Því eins og Silvia Leal, sérfræðingur í gervigreind sagði í fréttum spænska sjónvarpsins í gær, þá er nær ómögulegt að spá fyrir um hvað menn geta fundið upp með þessari tækni. Gervigreind Evrópusambandið Tækni Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Lögunum er ætlað að setja almennar leikreglur um þróun og notkun gervigreindar, samfélagsmiðla og leitarvélar og er vonast til að þau geti tekið gildi á síðari hluta ársins 2026. Samkomulagið náðist eftir 37 klukkustunda maraþonfund á milli fulltrúa Evrópuþingsins og aðildarríkja Evrópusambandsins, sem lauk aðfaranótt laugardags. Thierry Breton sem leiddi samningaviðræðurnar og kemur til með að bera hitann og þungann af lagasetningunni, segir samkomulagið sögulegt og hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Með þessu hefur Evrópusambandið tekið forystuna í því sem lýtur að því að vernda almenning gagnvart þeim ógnum sem margir óttast að geti orðið fylgifiskur örrar þróunar á sviði gervigreindar. Útgangspunktur samkomulagsins og lagasetningarinnar sem er fram undan er að setja ákveðna öryggisstaðla og tryggingu fyrir því að grundvallarmannréttindi verði virt. Þungamiðja samningaviðræðnanna var hversu víðtækar heimildir stjórnvöld og lögregla eigi að hafa til að nota lífkenni fólks. Samkomulagið felur meðal annars í sér að bannað verður að nota myndavélar til andlitsgreiningar á opinberum svæðum og lögreglan fær ekki að nota gervigreind í rauntímaeftirliti með fólki. Stjórnvöld margra ríkja vildu einmitt fá leyfi til þess með þeim rökstuðningi að þau gætu þar með komið í veg fyrir hryðjuverk, kynferðisglæpi og verndað innviði samfélagsins. Má segja að þar séu þau innblásin af hinum 20 ára framtíðartrylli Steven Spielbergs, Minority Report, þar sem Tom Cruise, í hlutverki lögreglumanns, spændi á milli húsa og handtók fólk áður en það framkvæmdi glæpina sem voru í bígerð. En miðað við þann hraða sem við lifum á nú um stundir, þá er óhætt að segja að í tæknilegum skilningi þá er árið 2026 í raun langt undan og því getur margt gerst í þróun gervigreindar sem hefur áhrif á það samkomulag sem skrifað var undir um helgina. Því eins og Silvia Leal, sérfræðingur í gervigreind sagði í fréttum spænska sjónvarpsins í gær, þá er nær ómögulegt að spá fyrir um hvað menn geta fundið upp með þessari tækni.
Gervigreind Evrópusambandið Tækni Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira