Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. janúar 2024 00:14 Palestínsk móðir grætur með særða dóttur sína í fanginu. Ástandið versnar dag frá degi í Gasa, meira en 25 þúsund eru látin og fjórðungur íbúa býr við hungurmörk. AP/Mohammed Dahman Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. Tugir aðstandenda gísla sem enn eru í haldi Hamas-liða ruddust inn á fund fjármálanefndar í ísraelska þinginu í dag. Fólkið hélt á lofti skilti með áletruninni „Þið getið ekki setið hér á meðan börnin okkar deyja þar“ og hvatti þingmenn til að beita sér í málinu. Enn eru 130 sagðir í haldi en yfir hundrað gíslum var sleppt úr haldi í lok nóvember þegar sex daga vopnahlé stóð yfir. Þrýstingurinn á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, eykst bæði innanlands og utan. Hann hefur lýst því yfir við Ísraela að áframhaldandi árásir inn í Gasa séu eina leiðin til að koma gíslunum aftur heim. Á sama tíma hafnar hann kröfum Bandaríkjanna um tveggja ríkja lausn. Friður og stöðugleiki ekki byggður upp með hernaði Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna funduðu í dag í Brussel í dag um tveggja ríkja lausn með sjálfstæðri Palestínu til að leysa deiluna. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagðist í morgun hættur að ræða um friðarferli, aðeins leiðir að tveggja ríkja lausn. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir að koma þurfi á tveggja ríkja lausn.AP/Petr David Josek „Hvaða aðrar lausnir hafa þeir í huga? Að láta alla Palestínumennina fara? Að drepa þá alla? 25 þúsund hafa nú fallið á Gasa, sjötíu prósent þeirra eru konur og börn. Leiðin til að tortíma Hamas er sannarlega ekki sú leið sem þeir fara því þeir eru að sá hatri næstu kynslóða,“ sagði Josep Borell, uranríkismálastjóri ESB í dag. „Við höfum í huga hvað Hamas er, hvað Hamas hefur gert og við höfnum því sannarlega og fordæmum. En friður og stöðugleiki verður ekki byggður upp með hernaði,“ sagði hann einnig. Einn af hverjum fjórum Palestínumönnum sveltur Ísraelar hafa haldið árásum sínum áfram við og inni í borginni Khan Younis á suðurhluta Gasa. Fjöldi palestínskra fjölskyldna hefur flúið borgin sem hefur legið undir árásum í margar vikur. Net- og símasamband á Gasa datt út aftur í dag, í tíunda skiptið frá því Ísraelar réðust á Gasa. Að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna koma þessi sambandsleysi í veg fyrir dreifingu nauðsynlegra hjálpargagna og loka á samskipti Palestínumanna við umheiminn. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa hafa að minnsta kosti 25.295 Palestínubúar dáið í árásum Ísraela á Gasa og hafa meira en 60 þúsund særst. Ráðuneytið greinir ekki á milli almennra borgara og bardagamanna í þessum tölum en fullyrða að tveir þriðju séu konur og börn. Sameinuðu þjóðirnar segja um 85 prósent af íbúum Gasa hafa verið hrakta af heimilum sínum og að einn af hverjum fjórum svelti. Palestínumenn grafa grafir fyrir skyldmenni sín við Nasser-spítalann.AP/Mohammed Dahman Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Evrópusambandið Ísrael Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Tugir aðstandenda gísla sem enn eru í haldi Hamas-liða ruddust inn á fund fjármálanefndar í ísraelska þinginu í dag. Fólkið hélt á lofti skilti með áletruninni „Þið getið ekki setið hér á meðan börnin okkar deyja þar“ og hvatti þingmenn til að beita sér í málinu. Enn eru 130 sagðir í haldi en yfir hundrað gíslum var sleppt úr haldi í lok nóvember þegar sex daga vopnahlé stóð yfir. Þrýstingurinn á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, eykst bæði innanlands og utan. Hann hefur lýst því yfir við Ísraela að áframhaldandi árásir inn í Gasa séu eina leiðin til að koma gíslunum aftur heim. Á sama tíma hafnar hann kröfum Bandaríkjanna um tveggja ríkja lausn. Friður og stöðugleiki ekki byggður upp með hernaði Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna funduðu í dag í Brussel í dag um tveggja ríkja lausn með sjálfstæðri Palestínu til að leysa deiluna. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagðist í morgun hættur að ræða um friðarferli, aðeins leiðir að tveggja ríkja lausn. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir að koma þurfi á tveggja ríkja lausn.AP/Petr David Josek „Hvaða aðrar lausnir hafa þeir í huga? Að láta alla Palestínumennina fara? Að drepa þá alla? 25 þúsund hafa nú fallið á Gasa, sjötíu prósent þeirra eru konur og börn. Leiðin til að tortíma Hamas er sannarlega ekki sú leið sem þeir fara því þeir eru að sá hatri næstu kynslóða,“ sagði Josep Borell, uranríkismálastjóri ESB í dag. „Við höfum í huga hvað Hamas er, hvað Hamas hefur gert og við höfnum því sannarlega og fordæmum. En friður og stöðugleiki verður ekki byggður upp með hernaði,“ sagði hann einnig. Einn af hverjum fjórum Palestínumönnum sveltur Ísraelar hafa haldið árásum sínum áfram við og inni í borginni Khan Younis á suðurhluta Gasa. Fjöldi palestínskra fjölskyldna hefur flúið borgin sem hefur legið undir árásum í margar vikur. Net- og símasamband á Gasa datt út aftur í dag, í tíunda skiptið frá því Ísraelar réðust á Gasa. Að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna koma þessi sambandsleysi í veg fyrir dreifingu nauðsynlegra hjálpargagna og loka á samskipti Palestínumanna við umheiminn. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa hafa að minnsta kosti 25.295 Palestínubúar dáið í árásum Ísraela á Gasa og hafa meira en 60 þúsund særst. Ráðuneytið greinir ekki á milli almennra borgara og bardagamanna í þessum tölum en fullyrða að tveir þriðju séu konur og börn. Sameinuðu þjóðirnar segja um 85 prósent af íbúum Gasa hafa verið hrakta af heimilum sínum og að einn af hverjum fjórum svelti. Palestínumenn grafa grafir fyrir skyldmenni sín við Nasser-spítalann.AP/Mohammed Dahman
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Evrópusambandið Ísrael Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira