Evrópuráðherrar funda með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu Lovísa Arnardóttir skrifar 22. janúar 2024 07:54 Reykur yfir Gasa. Myndin er tekin um helgina. Alls eru 25 þúsund látin á Gasa frá því að árásir Ísraela hófust þann 7. október í kjölfar árása Hamas í Ísrael. 1.300 létust í árásum Hamas. Vísir/EPA Evrópskir utanríkisráðherrar funda í dag með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu. Fundað verður með þeim í sitthvoru lagi. Ræða á við þá á um möguleika á friði í Ísrael og Palestínu og hvernig megi koma honum á eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafnaði hugmyndum um tveggja ríkja lausn. Á vef Guardian segir að ráðherrarnir 27 muni fyrst funda með utanríkisráðherra Ísrael, Israel Katz, og svo með utanríkisráðherra Palestínu, Riyad al-Maliki. Þeir tveir munu ekki hittast á fundi. Eftir það munu evrópsku ráðherrarnir einnig funda með utanríkisráðherrum Egyptalands, Jórdaníu og Sádi Arabíu. Ekki er eining um lausn á svæðinu í Evrópu en í grein Guardian um málið segir að á meðan Írar og Spánverjar hafa kallað eftir tafarlausu vopnahléi hafi Þjóðverjar ekki gert það. Evrópskir ráðamenn hafi þó teiknað upp það sem þeir sjái fyrir sér að gerist eftir stríðið. Þeir geri ráð fyrir að langvarandi hertöku Ísraela á svæðinu muni ljúka og að Hamas verði ekki lengur við völd heldur stjórni heimastjórn Palestínumanna. Israel Katz er utanríkisráðherra Ísrael. Hann mun fyrst funda með utanríkisráðherrum Evrópusambandsins. Vísir/EPA Á Guardian segir að varaforsætisráðherra Írlands, sem einnig er utanríkisráðherra landsins, Micheal Martin, verði á ráðstefnu ráðherranna í Brussel í dag þar sem hann vonast til þess að hægt verði að setja meiri þrýsting á Ísrael að láta af hernaðaraðgerðum sínum á Gasa. Hann mun á fundinum ítreka áhyggjur Íra af almenningi í Palestínu og hvetja til þess að vopnahléi verði komið á strax. Þá þurfi einnig að vinna að því að fá gíslum Hamas sleppt og að koma neyðaraðstoð inn á Gasa. Haft er eftir honum að Evrópusambandið þurfi að vera skýrt og ákveðið hvað þetta varðar. Mótmælendur tjalda við heimili Netanyahu Á meðan því stendur hafa mótmælendur tjaldað nærri heimili Netanyahu í Jerúsalem og krefjast þess að ríkisstjórnin komist að samkomulagi við Hamas um að sleppa gíslunum. Mótmælendur eru fjölskyldumeðlimir og vinir gíslanna sem enn eru í haldi Hamas og hafa verið það frá 7. október. Netanyahu hafnaði um helgina skilmálum Hamas til að sleppa gíslunum en meðal þeirra voru að Ísrael myndi binda enda á stríðið og láta Hamas um stjórn á Gasa. Riyad al-Maliki mun funda með ráðherrunum að loknum fundi þeirra með Katz. Ekki er talið líklegt að þeir al-Maliki og Katz fundi saman. Vísir/EPA Alls hafa um 25 þúsund látist í stríðinu sem hefur geisað á Gasa frá því í október samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu. Þetta kemur fram á vef BBC. Heilbrigðisráðuneytinu er stjórnað af Hamas samtökunum. Í yfirlýsingu frá þeim í gær kom fram að síðasta sólarhringinn hefðu 178 dáið og því væri það ein banvænasti dagur stríðsins. Palestína Evrópusambandið Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Spánn Írland Þýskaland Tengdar fréttir Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49 Aukin átök og hækkandi spennustig í Mið-Austurlöndum Minnst fjórir meðlimir byltingarvarða íranska hersins voru drepnir í loftárás Ísraels á Damaskus, höfuðborgar Sýrlands í morgun. Nokkrir sýrlenskir hermenn voru einnig drepnir í árásinni að sögn íranskra yfirvalda. 20. janúar 2024 23:43 Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damascus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damascus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03 Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu Sjá meira
Á vef Guardian segir að ráðherrarnir 27 muni fyrst funda með utanríkisráðherra Ísrael, Israel Katz, og svo með utanríkisráðherra Palestínu, Riyad al-Maliki. Þeir tveir munu ekki hittast á fundi. Eftir það munu evrópsku ráðherrarnir einnig funda með utanríkisráðherrum Egyptalands, Jórdaníu og Sádi Arabíu. Ekki er eining um lausn á svæðinu í Evrópu en í grein Guardian um málið segir að á meðan Írar og Spánverjar hafa kallað eftir tafarlausu vopnahléi hafi Þjóðverjar ekki gert það. Evrópskir ráðamenn hafi þó teiknað upp það sem þeir sjái fyrir sér að gerist eftir stríðið. Þeir geri ráð fyrir að langvarandi hertöku Ísraela á svæðinu muni ljúka og að Hamas verði ekki lengur við völd heldur stjórni heimastjórn Palestínumanna. Israel Katz er utanríkisráðherra Ísrael. Hann mun fyrst funda með utanríkisráðherrum Evrópusambandsins. Vísir/EPA Á Guardian segir að varaforsætisráðherra Írlands, sem einnig er utanríkisráðherra landsins, Micheal Martin, verði á ráðstefnu ráðherranna í Brussel í dag þar sem hann vonast til þess að hægt verði að setja meiri þrýsting á Ísrael að láta af hernaðaraðgerðum sínum á Gasa. Hann mun á fundinum ítreka áhyggjur Íra af almenningi í Palestínu og hvetja til þess að vopnahléi verði komið á strax. Þá þurfi einnig að vinna að því að fá gíslum Hamas sleppt og að koma neyðaraðstoð inn á Gasa. Haft er eftir honum að Evrópusambandið þurfi að vera skýrt og ákveðið hvað þetta varðar. Mótmælendur tjalda við heimili Netanyahu Á meðan því stendur hafa mótmælendur tjaldað nærri heimili Netanyahu í Jerúsalem og krefjast þess að ríkisstjórnin komist að samkomulagi við Hamas um að sleppa gíslunum. Mótmælendur eru fjölskyldumeðlimir og vinir gíslanna sem enn eru í haldi Hamas og hafa verið það frá 7. október. Netanyahu hafnaði um helgina skilmálum Hamas til að sleppa gíslunum en meðal þeirra voru að Ísrael myndi binda enda á stríðið og láta Hamas um stjórn á Gasa. Riyad al-Maliki mun funda með ráðherrunum að loknum fundi þeirra með Katz. Ekki er talið líklegt að þeir al-Maliki og Katz fundi saman. Vísir/EPA Alls hafa um 25 þúsund látist í stríðinu sem hefur geisað á Gasa frá því í október samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu. Þetta kemur fram á vef BBC. Heilbrigðisráðuneytinu er stjórnað af Hamas samtökunum. Í yfirlýsingu frá þeim í gær kom fram að síðasta sólarhringinn hefðu 178 dáið og því væri það ein banvænasti dagur stríðsins.
Palestína Evrópusambandið Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Spánn Írland Þýskaland Tengdar fréttir Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49 Aukin átök og hækkandi spennustig í Mið-Austurlöndum Minnst fjórir meðlimir byltingarvarða íranska hersins voru drepnir í loftárás Ísraels á Damaskus, höfuðborgar Sýrlands í morgun. Nokkrir sýrlenskir hermenn voru einnig drepnir í árásinni að sögn íranskra yfirvalda. 20. janúar 2024 23:43 Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damascus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damascus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03 Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu Sjá meira
Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49
Aukin átök og hækkandi spennustig í Mið-Austurlöndum Minnst fjórir meðlimir byltingarvarða íranska hersins voru drepnir í loftárás Ísraels á Damaskus, höfuðborgar Sýrlands í morgun. Nokkrir sýrlenskir hermenn voru einnig drepnir í árásinni að sögn íranskra yfirvalda. 20. janúar 2024 23:43
Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damascus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damascus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03
Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15