Landspítalinn

Fréttamynd

Ellefu rannsóknastofur Landspítala sameinaðar á einum stað

Framkvæmdir hófust við næst stærstu byggingu nýs Landspítala í dag þar sem allar rannsóknarstofur hans munu sameinast undir einu þaki. Heilbrigðisráðherra og forstjóri spítalans segja nýbyggingar hans eiga eftir að valda byltingu í starfsemi hans.

Innlent
Fréttamynd

Land­spítalinn hættir að nota hrað­próf

Far­sótta­nefnd Land­spítalans hefur á­kveðið að hætta að nota hr­að­greiningar­próf til að prófa starfs­menn sína, sem eru með væg ein­kenni, fyrir Co­vid-19 og taka PCR-próf al­farið í notkun í staðinn. Í til­kynningu nefndarinnar segir að hrað­prófin séu verri kostur en PCR-próf.

Innlent
Fréttamynd

Útiloka hvorki ásetning né gáleysi

Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hjúkrunar­fræðingur á Land­spítala grunaður um mann­dráp

Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgaði um einn á gjörgæslu

Tólf sjúklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæsludeild þar sem fjölgað hefur um einn frá því í gær. Einn þeirra er í öndunarvél.

Innlent
Fréttamynd

Covid-sjúklingum fækkar um sex milli daga

Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19 en þar af eru fjórir á gjörgæsludeild. Hefur sjúklingum fækkað um sex síðastliðinn sólarhring og var einn fluttur af gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Maríanna fyllir í skarðið eftir alvarlegt slys

Maríanna Garðarsdóttir hefur tekið tímabundið við starfi framkvæmdastjóra þjónustusviðs á Landspítala af Jóni Hilmari Friðrikssyni, sem er kominn í leyfi vegna alvarlegs slyss. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Fækkar á gjörgæslu og engin ný tilfelli á Landakoti

Nú liggja 22 sjúklingar inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru fimm á gjörgæsludeild og fækkar um einn milli daga. Allir fimm sjúklingarnir eru í öndunarvél. Engin ný tilfelli hafa komið upp á Landakoti eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Enn ekki gengið frá samningum þrátt fyrir að fjármögnun hafi verið tryggð

Enn hefur ekki verið gengið frá samningum um rekstur 90 hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að fjármögnun þeirra hafi verið tryggð fyrir áramót. Vonir stóðu til að hægt yrði að taka hjúkrunarrýmin í notkun í sumar, sem hefði létt verulega á hinum margumrædda „fráflæðisvanda“ á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Sidekick-appið ekki lengur notað til að fylgjast með Covid-sjúklingum

Í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins notaðist Landspítalinn við forritið Sidekick til að fylgjast með þeim Covid-sjúklingum sem ekki þurftu að leggjast inn á spítala. Forritið virkar þannig að sjúklingar haka við valmöguleika um líðan sína og geta læknar þá yfirfarið niðurstöðuna og metið hvort þörf sé á inngripi.

Innlent