„Ég sagði aldrei að við ættum að hætta að skima með öllu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2022 10:43 Ragnar Freyr er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og var á einum tíma umsjónarmaður Covid-göngudeildarinnar. Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, segir að með vangaveltum sínum um hvort vit væri í því að framkvæma jafn mörg PCR-próf og raun ber vitni á hverjum degi hafi hann viljað setja fram vangaveltu um hvernig hægt væri að tækla faraldurinn til lengri tíma litið. Hann hafi hvergi lagt til að hætt yrði að beita PCR-prófum með öllu. Stutt færsla Ragnars á Facebook sem hann setti inn í gær hefur vakið mikla athygli. Þar velti hann því upp hvort að vit væri í því að framkvæma mörg þúsund PCR-próf á degi hverjum á „að mestu leyti frísku fólki sem hefur litla áhættu“. Spurði hann hvort ekki væri meira vit í því að beina fjármununum sem í þetta er varið til þess að efla Landspítalann og getu hans til þess að sinna þeim sem verða raunverulega veikir vegna Covid-19. Bæði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, hafa svarað þessum vangaveltum Ragnars. Sagði Þórólfur að án PCR-prófa væri ekki hægt að tempra útbreiðslu faraldursins og var Már á sama máli. Ragnar mætti í Bítið á Bylgjunni á morgun þar sem hann skýrði þessar vangaveltur sínar frekar. „Ég sagði aldrei að við ættum að hætta að skima með öllu, það er mjög mikilvægt að það komi fram. Ég sagði að við ættum kannski frekar að gera þetta meira „strategískt“ og skima þá sem eru í mestri áhættu á að veikjast alvarlega af sjúkdóminum,“ sagði Ragnar. Mikilvægt að reyna eitthvað nýtt ef meðferðin virkar ekki Bætti Ragnar við að hann hafi aldrei sagt að sleppa ætti faraldrinum lausum, slíkt myndi drekkja okkur með húð og hári, líkt og Ragnar orðaði það. „Ég nefndi að það væri kannski ekki alveg það skynsamlegasta í stöðunni að skima svona óheyrilega mikið af fólki með litla áhættu verandi þannig að það virðist vera svo að við séum ekki að ná árangri með þeirri aðferð. Þar tala tölurnar sínu máli. Vegna þess að mjög stór hópur á degi hverjum er utan sóttkvíar. Við erum ekki að ná utan um faraldurinn,“ sagði Ragnar. Ragnar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hrósuðu hvor öðrum í hástert í umræðum um málið, en eru þó á öndverðum meiði.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sagði hann að það hversu há prósenta greinist með Covid-19 utan sóttkvíar á degi hverjum benti til þess að faraldurinn væri útbreiddur hér á landi. „Það þýðir það að þarna eru einkennalitlir eða einkennalausir einstaklingar sem ekki fara í sýnatöku og þeir koma aldrei til okkar kasta. Þannig smita þeir áfram. Það að fanga svona lítinn hluta hóps með svona ofboðslega miklum tilkostnaði er ekki líklegt til árangurs til að hemja faraldurinn,“ sagði Ragnar. Sagði hann að í læknisfræði væri mikilvægt að staldra við og reyna eitthvað nýtt ef tiltekin meðferð væri hætt að virka. „Það er tilfinning okkar margra hér að þessi faraldur er úti um allt. Þess vegna sjáum við svona mikið af smitum á degi hverjum og bylgjan eigi eftir að skella á spítalanum, óháð því hvað gerist úti í samfélaginu. Ég vil fyrst og fremst geta hjálpað þeim sem verða veikir. Þegar við sjáum fyrir okkur að margir ætla að verða veikir í einu þá þurfum við bara mannskap. Við þurfum fólk til að sinna þessu veiku fólki því að viljum að allir komist í gegnum Covid-19, sagði Ragnar. Vita hverjir eru líklegri til að veikjast illa og hverjir síður Benti hann einnig á að gögn sem hafi orðið til á síðustu tuttugu mánuðum í faraldrinum gæfu sterkar vísbendingar um það hverjir séu líklegri til að fara verr út úr Covid-19 og hverjir séu líklegri til að fara betur út úr honum. Gríðarlegur fjöldi fer í PCR-próf á degi hverjum.Vísir/Vilhelm „Við vitum hverjir eru í mikilli og sérstaklega mikilli áhættu á að leggjast inn á sjúkrahús, fara á gjörgæsludeild og jafn vel deyja. Það sem við höfum líka lært er hverjir eru með ákaflega góðar horfur.Það er yngra fólkið, þá segi ég 40 ára og yngri, það er fólk sem er bólusett, fólk sem hefur staðið af sér covid, þríbólusettir án áhættu. Þetta fólk vitum við að muni að öllum líkindum fara á farsælan hátt í gegnum smitið. Þess vegna segi ég að við eigum ekki að beina sjónum okkur að því eins og sakir standa heldur að eyða púðrinu í þá sem standa hallari fæti,“ sagði Ragnar. Tilgangur Facebook-færslunnar hafi verið að setja fram vangaveltu um hvernig hægt væri að takast á við faraldurinn. „Ég er að velta fyrir okkur hvernig við ættum að tækla þennan faraldur til lengri tíma.“ Hlusta má á viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bítið Tengdar fréttir „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18 Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Stutt færsla Ragnars á Facebook sem hann setti inn í gær hefur vakið mikla athygli. Þar velti hann því upp hvort að vit væri í því að framkvæma mörg þúsund PCR-próf á degi hverjum á „að mestu leyti frísku fólki sem hefur litla áhættu“. Spurði hann hvort ekki væri meira vit í því að beina fjármununum sem í þetta er varið til þess að efla Landspítalann og getu hans til þess að sinna þeim sem verða raunverulega veikir vegna Covid-19. Bæði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, hafa svarað þessum vangaveltum Ragnars. Sagði Þórólfur að án PCR-prófa væri ekki hægt að tempra útbreiðslu faraldursins og var Már á sama máli. Ragnar mætti í Bítið á Bylgjunni á morgun þar sem hann skýrði þessar vangaveltur sínar frekar. „Ég sagði aldrei að við ættum að hætta að skima með öllu, það er mjög mikilvægt að það komi fram. Ég sagði að við ættum kannski frekar að gera þetta meira „strategískt“ og skima þá sem eru í mestri áhættu á að veikjast alvarlega af sjúkdóminum,“ sagði Ragnar. Mikilvægt að reyna eitthvað nýtt ef meðferðin virkar ekki Bætti Ragnar við að hann hafi aldrei sagt að sleppa ætti faraldrinum lausum, slíkt myndi drekkja okkur með húð og hári, líkt og Ragnar orðaði það. „Ég nefndi að það væri kannski ekki alveg það skynsamlegasta í stöðunni að skima svona óheyrilega mikið af fólki með litla áhættu verandi þannig að það virðist vera svo að við séum ekki að ná árangri með þeirri aðferð. Þar tala tölurnar sínu máli. Vegna þess að mjög stór hópur á degi hverjum er utan sóttkvíar. Við erum ekki að ná utan um faraldurinn,“ sagði Ragnar. Ragnar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hrósuðu hvor öðrum í hástert í umræðum um málið, en eru þó á öndverðum meiði.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sagði hann að það hversu há prósenta greinist með Covid-19 utan sóttkvíar á degi hverjum benti til þess að faraldurinn væri útbreiddur hér á landi. „Það þýðir það að þarna eru einkennalitlir eða einkennalausir einstaklingar sem ekki fara í sýnatöku og þeir koma aldrei til okkar kasta. Þannig smita þeir áfram. Það að fanga svona lítinn hluta hóps með svona ofboðslega miklum tilkostnaði er ekki líklegt til árangurs til að hemja faraldurinn,“ sagði Ragnar. Sagði hann að í læknisfræði væri mikilvægt að staldra við og reyna eitthvað nýtt ef tiltekin meðferð væri hætt að virka. „Það er tilfinning okkar margra hér að þessi faraldur er úti um allt. Þess vegna sjáum við svona mikið af smitum á degi hverjum og bylgjan eigi eftir að skella á spítalanum, óháð því hvað gerist úti í samfélaginu. Ég vil fyrst og fremst geta hjálpað þeim sem verða veikir. Þegar við sjáum fyrir okkur að margir ætla að verða veikir í einu þá þurfum við bara mannskap. Við þurfum fólk til að sinna þessu veiku fólki því að viljum að allir komist í gegnum Covid-19, sagði Ragnar. Vita hverjir eru líklegri til að veikjast illa og hverjir síður Benti hann einnig á að gögn sem hafi orðið til á síðustu tuttugu mánuðum í faraldrinum gæfu sterkar vísbendingar um það hverjir séu líklegri til að fara verr út úr Covid-19 og hverjir séu líklegri til að fara betur út úr honum. Gríðarlegur fjöldi fer í PCR-próf á degi hverjum.Vísir/Vilhelm „Við vitum hverjir eru í mikilli og sérstaklega mikilli áhættu á að leggjast inn á sjúkrahús, fara á gjörgæsludeild og jafn vel deyja. Það sem við höfum líka lært er hverjir eru með ákaflega góðar horfur.Það er yngra fólkið, þá segi ég 40 ára og yngri, það er fólk sem er bólusett, fólk sem hefur staðið af sér covid, þríbólusettir án áhættu. Þetta fólk vitum við að muni að öllum líkindum fara á farsælan hátt í gegnum smitið. Þess vegna segi ég að við eigum ekki að beina sjónum okkur að því eins og sakir standa heldur að eyða púðrinu í þá sem standa hallari fæti,“ sagði Ragnar. Tilgangur Facebook-færslunnar hafi verið að setja fram vangaveltu um hvernig hægt væri að takast á við faraldurinn. „Ég er að velta fyrir okkur hvernig við ættum að tækla þennan faraldur til lengri tíma.“ Hlusta má á viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bítið Tengdar fréttir „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18 Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18
Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08