Árni Þórður enn sofandi í öndunarvél Jakob Bjarnar skrifar 10. janúar 2022 11:05 Þeir feðgar við tímamót í lífi fjölskyldunnar, við undirritun þegar Árni Þórður keypti sína fyrstu íbúð. Sigurður segir að þó staðan sé að mestu óbreytt sé vonin enn til staðar. Líðan Árna Þórðar sonar Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, sem betur er þekktur sem veðurfréttamaðurinn Siggi stormur, er óbreytt. En faðir hans og fjölskylda heldur í vonina. „Það er ekkert að frétta. Allt við það sama,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Árna Þórði er haldið sofandi í öndunarvél. Vísir greindi frá því síðla í desember að hann væri á sjúkrahúsi vegna alvarlegrar líffærabilunar. Fjölskyldan er þó vongóð. Siggi segir að þegar svona er gerast allar breytingar í hænuskrefum og þá í rétt átt. „Hann er enn í sama ástandi, í lífshættu og allt það en þeir segja doktorarnir að góð von sé ennþá. Einn læknirinn orðaði það svo: við ætlum að ná honum í gegnum þetta. Það var hughreystandi setning þó maður sé meðvitaður um alvarleikann,“ segir Siggi nú. Hann veit ekki hvað veldur því að syni hans er haldið sofandi, það séu fræði sem eru honum framandi. En hann geri ráð fyrir að það hafi eitthvað með verki að gera. „Drengurinn var mjög hraustur, 29 ára gamall þegar þetta kom til en hann verður nokkra stund að ná sér. Þegar hann kemst í gegnum þetta tekur við uppbyggingarfasi sem talinn er í mánuðum.“ Breytt afstaða til lífsins Sigurður segir að ekki þurfi mikið til að gleðja. Hvert örstutt spor í rétta átt telji. En þetta hafi óneitanlega verið erfið jól og áramót. Þau hjónin héldu lágstemmd jól með hinum sonum sínum tveimur en voru ein um áramót. Þau þurfa að halda lítilli kúlu vegna sóttvarna, það er heimsóknarbann en þegar um svo mikil veikindi er um að ræða er leyfð undanþága en þá verði gestir að klæðast sérstökum sóttvarnarbúningi. Landspítalinn í Fossvogi. Árna Þórði er enn haldið sofandi í öndunarvél en þangað var hann fluttur í síðasta mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar.Vísir/Vilhelm „Þetta nagar mann inn að beini. Maður er orkulaus en maður er að reyna að halda fókusi að lágmarksafli, sinna því sem maður getur sinnt. Annað verður að bíða um sinn. Allt sem getur beðið bíður,“ segir Sigurður. Hann segir að þessi lífsreynsla hafi breytt sér. „Maður hugsar lífið uppá nýtt. Maður hefur verið á miklum hraða í gegnum þetta líf, svo er tekið svona harkalega í handbremsuna og þá áttar maður sig á því að krónur og aurar skipta ekki máli heldur fjölskyldan og þeir sem standa manni næst. Maður er breyttur maður. Það er fréttin í þessu. Stundum sagt að öll áföll styrki mann, ég veit ekki hvort það eigi við. Maður rígheldur í vonina. Hann nær sér strákurinn, ég trúi ekki öðru.“ Góðir straumar skipta miklu máli Sigurður kallaði eftir góðum straum frá vinum á Facebook og hann segir að ekki hafi staðið á þeim. Hann finnur vel fyrir góðum hug og þá skipti reynslusögur sem fjölskyldunni hefur borist miklu máli, af fólki sem hefur lent í svipaðri stöðu. „Þessi tími sem hann hefur verið í öndunarvél er ekkert svo langur miðað við marga aðra. Sem hefur svo endað vel. Þær sögur eru draumur. Á hverjum einasta degi eru manni sendar hvatningarkveðjur,“ segir Sigurður. Hann segist afar þakklátur fyrir góða strauma. „Fólk er að stoppa mann úti á götu og endar ætíð á því að segja að hann sé í öllum þeirra bænum. Þetta skiptir allt máli. Lífið er öðru vísi. En maður yrði brjálaður ef maður reyndi ekki að dreifa huganum. Ég er samt eirðarlaus.“ Landspítalinn Hafnarfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
„Það er ekkert að frétta. Allt við það sama,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Árna Þórði er haldið sofandi í öndunarvél. Vísir greindi frá því síðla í desember að hann væri á sjúkrahúsi vegna alvarlegrar líffærabilunar. Fjölskyldan er þó vongóð. Siggi segir að þegar svona er gerast allar breytingar í hænuskrefum og þá í rétt átt. „Hann er enn í sama ástandi, í lífshættu og allt það en þeir segja doktorarnir að góð von sé ennþá. Einn læknirinn orðaði það svo: við ætlum að ná honum í gegnum þetta. Það var hughreystandi setning þó maður sé meðvitaður um alvarleikann,“ segir Siggi nú. Hann veit ekki hvað veldur því að syni hans er haldið sofandi, það séu fræði sem eru honum framandi. En hann geri ráð fyrir að það hafi eitthvað með verki að gera. „Drengurinn var mjög hraustur, 29 ára gamall þegar þetta kom til en hann verður nokkra stund að ná sér. Þegar hann kemst í gegnum þetta tekur við uppbyggingarfasi sem talinn er í mánuðum.“ Breytt afstaða til lífsins Sigurður segir að ekki þurfi mikið til að gleðja. Hvert örstutt spor í rétta átt telji. En þetta hafi óneitanlega verið erfið jól og áramót. Þau hjónin héldu lágstemmd jól með hinum sonum sínum tveimur en voru ein um áramót. Þau þurfa að halda lítilli kúlu vegna sóttvarna, það er heimsóknarbann en þegar um svo mikil veikindi er um að ræða er leyfð undanþága en þá verði gestir að klæðast sérstökum sóttvarnarbúningi. Landspítalinn í Fossvogi. Árna Þórði er enn haldið sofandi í öndunarvél en þangað var hann fluttur í síðasta mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar.Vísir/Vilhelm „Þetta nagar mann inn að beini. Maður er orkulaus en maður er að reyna að halda fókusi að lágmarksafli, sinna því sem maður getur sinnt. Annað verður að bíða um sinn. Allt sem getur beðið bíður,“ segir Sigurður. Hann segir að þessi lífsreynsla hafi breytt sér. „Maður hugsar lífið uppá nýtt. Maður hefur verið á miklum hraða í gegnum þetta líf, svo er tekið svona harkalega í handbremsuna og þá áttar maður sig á því að krónur og aurar skipta ekki máli heldur fjölskyldan og þeir sem standa manni næst. Maður er breyttur maður. Það er fréttin í þessu. Stundum sagt að öll áföll styrki mann, ég veit ekki hvort það eigi við. Maður rígheldur í vonina. Hann nær sér strákurinn, ég trúi ekki öðru.“ Góðir straumar skipta miklu máli Sigurður kallaði eftir góðum straum frá vinum á Facebook og hann segir að ekki hafi staðið á þeim. Hann finnur vel fyrir góðum hug og þá skipti reynslusögur sem fjölskyldunni hefur borist miklu máli, af fólki sem hefur lent í svipaðri stöðu. „Þessi tími sem hann hefur verið í öndunarvél er ekkert svo langur miðað við marga aðra. Sem hefur svo endað vel. Þær sögur eru draumur. Á hverjum einasta degi eru manni sendar hvatningarkveðjur,“ segir Sigurður. Hann segist afar þakklátur fyrir góða strauma. „Fólk er að stoppa mann úti á götu og endar ætíð á því að segja að hann sé í öllum þeirra bænum. Þetta skiptir allt máli. Lífið er öðru vísi. En maður yrði brjálaður ef maður reyndi ekki að dreifa huganum. Ég er samt eirðarlaus.“
Landspítalinn Hafnarfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira