„Með Covid-19“ en ekki lengur „vegna Covid-19“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2022 15:15 25 liggja inni á Landspítala með Covid-19. Vísir/Vilhelm Landspítalinn uppfærði í dag orðalag sitt í daglegum tilkynningum um stöðuna á spítalanum. Áður kom þar fram hve margir sjúklingar lægju inni „vegna“ Covid-19 en í dag var orðalaginu breytt í „með“ Covid-19. Tvö börn liggja inni á barnadeild Landspítalans með Covid-19. „Ástæðan var athugasemd sem barst og það var ákveðið að innistæða væri fyrir því sem á var bent,“ segir Jón Baldvin Halldórsson vefritstjóri Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. Fréttastofa hefur sömuleiðis fengið ábendingar vegna orðalagsins sem flestir fjölmiðlar landsins hafa notað undanfarnar vikur. Ábendingarnar hafa snúið að því að þótt 25 sjúklingar liggi inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19 þá þarf ekki að vera að sjúkdómurinn sé ástæða veru þeirra þar. Þannig komu upp Covid-19 smit á hjartadeild á dögunum meðal fólks sem lá inni af öðrum ástæðum en Covid-19. Slíkt fólk þarf að meðhöndla með öðrum og erfiðari hætti en ósmitaða sjúklinga. Þá þarf að vista á öðrum deildum og starfsmenn að klæðast göllum til að smitast ekki af veirunni. „Það er ekki rétt að allir þessir sjúklingar eru inniliggjandi „vegna“ covid-19. Einhverjir eru inniliggjandi af öðrum ástæðum en greindust í skimun inni á spítalanum,“ segir Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítalans. „Við höfum reyndar notað margvíslegt orðalag en nú gerum við þetta svona vegna þess að ekki liggja allir inni vegna Covid þó þeir þurfi að vera í Covid einangrun. Einhverjir greinast inniliggjandi sem eru hér vegna annars en ekki er vitað hvort þeir verði Covid veikir í legunni eða hvort Covid spilar inn í núverandi veikindi. Aðrir leggjast klárlega inn út af öðru en ekki er alltaf skýrt hvort Covid spilar þar inn í.“ Tvö börn á barnadeild Nú liggja 25 einstaklingar með COVID á Landspítala - þeir eru á ýmsum deildum en á smitsjúkdómadeild eru 9 í einangrun, á gjörgæsludeildum liggja 7, þar af 5 í öndunarvél. Fram hefur komið að sex af sjö á gjörgæslu séu óbólusettir. Tvö börn liggja á barnadeild. Í fjarþjónustu COVID göngudeildar eru nú 7.198, þar af 1.657 börn. Gulir eru 299, einn rauður. Yfir áramótin komu milli 50 og 60 manns til skoðunar og meðferðar í COVID göngudeild. Komum þangað fjölgar nú ört að því er segir í tilkynningu á vef Landspítalans. 181 starfsmaður í einangrun Mikill fjöldi starfsmanna Landspítala er fjarverandi vegna einangrunar og sóttkvíar. 181 er í einangrun, 129 í sóttkví og af þeim eru 43 við störf í vinnusóttkví. Starfsfólk sem losnar úr einangrun og er einkennalaust má snúa til starfa eftir útskrift úr COVID göngudeild og fylgja reglum um svokallaða sóttkví C í 7 daga. Ef fólk er enn með einkenni eftir 7 daga þá skal það vera í einangrun þar til 10 dagar eru liðnir frá greiningu. Ekki er nauðsynlegt að sækja um sóttkví C vegna endurkomu til vinnu eftir COVID til farsóttanefndar en mikilvægt að tilkynna til starfsmannahjúkrunar. Eru starfsmenn beðnir um að leita ráða hjá farsóttanefnd í vafamálum. „Sjúklingar sem hafa fengið COVID-19 en leggjast inn vegna annars eftir að 7 daga einangrun er lokið skulu vera í einangrun á spítalanum þar til 10 dagar eru liðnir frá upphaflegri greiningu að því gefnu að þeir séu einkennalausir. Áfram gildir að yfirmenn geta kallað starfsfólk spítalans í sóttkví inn til starfa í vinnusóttkví B1 að því gefnu að það sé fullbólusett og einkennalaust. Fylgja skal leiðbeiningum um framkvæmd vinnusóttkvíar B1 í hvívetna,“ segir á vef Landspítalans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Ástæðan var athugasemd sem barst og það var ákveðið að innistæða væri fyrir því sem á var bent,“ segir Jón Baldvin Halldórsson vefritstjóri Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. Fréttastofa hefur sömuleiðis fengið ábendingar vegna orðalagsins sem flestir fjölmiðlar landsins hafa notað undanfarnar vikur. Ábendingarnar hafa snúið að því að þótt 25 sjúklingar liggi inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19 þá þarf ekki að vera að sjúkdómurinn sé ástæða veru þeirra þar. Þannig komu upp Covid-19 smit á hjartadeild á dögunum meðal fólks sem lá inni af öðrum ástæðum en Covid-19. Slíkt fólk þarf að meðhöndla með öðrum og erfiðari hætti en ósmitaða sjúklinga. Þá þarf að vista á öðrum deildum og starfsmenn að klæðast göllum til að smitast ekki af veirunni. „Það er ekki rétt að allir þessir sjúklingar eru inniliggjandi „vegna“ covid-19. Einhverjir eru inniliggjandi af öðrum ástæðum en greindust í skimun inni á spítalanum,“ segir Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítalans. „Við höfum reyndar notað margvíslegt orðalag en nú gerum við þetta svona vegna þess að ekki liggja allir inni vegna Covid þó þeir þurfi að vera í Covid einangrun. Einhverjir greinast inniliggjandi sem eru hér vegna annars en ekki er vitað hvort þeir verði Covid veikir í legunni eða hvort Covid spilar inn í núverandi veikindi. Aðrir leggjast klárlega inn út af öðru en ekki er alltaf skýrt hvort Covid spilar þar inn í.“ Tvö börn á barnadeild Nú liggja 25 einstaklingar með COVID á Landspítala - þeir eru á ýmsum deildum en á smitsjúkdómadeild eru 9 í einangrun, á gjörgæsludeildum liggja 7, þar af 5 í öndunarvél. Fram hefur komið að sex af sjö á gjörgæslu séu óbólusettir. Tvö börn liggja á barnadeild. Í fjarþjónustu COVID göngudeildar eru nú 7.198, þar af 1.657 börn. Gulir eru 299, einn rauður. Yfir áramótin komu milli 50 og 60 manns til skoðunar og meðferðar í COVID göngudeild. Komum þangað fjölgar nú ört að því er segir í tilkynningu á vef Landspítalans. 181 starfsmaður í einangrun Mikill fjöldi starfsmanna Landspítala er fjarverandi vegna einangrunar og sóttkvíar. 181 er í einangrun, 129 í sóttkví og af þeim eru 43 við störf í vinnusóttkví. Starfsfólk sem losnar úr einangrun og er einkennalaust má snúa til starfa eftir útskrift úr COVID göngudeild og fylgja reglum um svokallaða sóttkví C í 7 daga. Ef fólk er enn með einkenni eftir 7 daga þá skal það vera í einangrun þar til 10 dagar eru liðnir frá greiningu. Ekki er nauðsynlegt að sækja um sóttkví C vegna endurkomu til vinnu eftir COVID til farsóttanefndar en mikilvægt að tilkynna til starfsmannahjúkrunar. Eru starfsmenn beðnir um að leita ráða hjá farsóttanefnd í vafamálum. „Sjúklingar sem hafa fengið COVID-19 en leggjast inn vegna annars eftir að 7 daga einangrun er lokið skulu vera í einangrun á spítalanum þar til 10 dagar eru liðnir frá upphaflegri greiningu að því gefnu að þeir séu einkennalausir. Áfram gildir að yfirmenn geta kallað starfsfólk spítalans í sóttkví inn til starfa í vinnusóttkví B1 að því gefnu að það sé fullbólusett og einkennalaust. Fylgja skal leiðbeiningum um framkvæmd vinnusóttkvíar B1 í hvívetna,“ segir á vef Landspítalans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira