Bráðalæknir spyr hvort starfsfólk sé að brjóta hegningarlög á bráðamóttökunni Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2022 13:43 Bergur Stefánsson, bráðalæknir á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi og formaður Félags bráðalækna. Vísir/Baldur Alls sóttu 2.697 einstaklingar bráðamóttökuna á Landspítala í nóvember og jókst fjöldinn um 6,3% frá sama tíma árið 2020. Ráðamönnum og stjórnendum spítalans hefur verið tíðrætt um alvarlegan vanda deildarinnar en yfirlæknir segist hafa minni trú á því nú en fyrir rúmu hálfu ári að vandinn verði leystur. Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir bráðalækninga.Landspítali Mikael Smári Mikaelsson tók við sem yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala í apríl. Hann segir í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fólk vera vonlaust um að staðan lagist nokkurn tímann. „Einkaaðilar og ríkið voru í samningaviðræðum um að opna ný pláss, loforð voru gefin í góðri trú en því miður gekk það ekki eftir. Plássin skiluðu sér ekki,“ segir Mikael um stöðu mála síðasta vor. Flest úrræði sem þurfi að grípa til séu utan hans valdsviðs og starfsfólk þurfi að bíða og vona eftir að þeir sem hafi valdið breyti stöðunni. Íslendingar lifi við tálsýn „Erum við að brjóta hegningarlög á bráðamóttökunni?“ spyr Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, í samtali við Læknablaðið. Þar vísar hann til 220. og 221. greina almennra hegningarlaga um að koma fólki í neyð til bjargar og segir að bráðamóttakan sé svo yfirfull að það takist ekki. Við broti á 220. grein liggur allt að átta ára fangelsisdómur. „Hver, sem kemur manni í það ástand, að hann er án bjargar, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, í slíku ástandi, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.“ – 1. málsgrein 220. greinar almennra hegningarlaga. „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.“ – 1. málsgrein 221. greinar almennra hegningarlaga. Bergur segir að landlæknir eigi að fylgja því betur eftir þegar stofnanir hunsi fyrirmæli ítrekað. „Embætti landlæknis er máttlaust þegar mannslífum er vísvitandi stefnt í hættu,“ bætir Bergur við og segir að á hverjum einasta degi sé öryggi sjúklinga stefnt í hættu á bráðamóttökunni. „Við lifum við þá tálsýn að halda að við eigum gott heilbrigðiskerfi. Við teljum okkur vera á skandinavískum stalli, eða norður-evrópskum. Við erum það alls ekki,“ segir hann í samtali við Læknablaðið. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18 Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00 Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ráðamönnum og stjórnendum spítalans hefur verið tíðrætt um alvarlegan vanda deildarinnar en yfirlæknir segist hafa minni trú á því nú en fyrir rúmu hálfu ári að vandinn verði leystur. Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir bráðalækninga.Landspítali Mikael Smári Mikaelsson tók við sem yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala í apríl. Hann segir í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fólk vera vonlaust um að staðan lagist nokkurn tímann. „Einkaaðilar og ríkið voru í samningaviðræðum um að opna ný pláss, loforð voru gefin í góðri trú en því miður gekk það ekki eftir. Plássin skiluðu sér ekki,“ segir Mikael um stöðu mála síðasta vor. Flest úrræði sem þurfi að grípa til séu utan hans valdsviðs og starfsfólk þurfi að bíða og vona eftir að þeir sem hafi valdið breyti stöðunni. Íslendingar lifi við tálsýn „Erum við að brjóta hegningarlög á bráðamóttökunni?“ spyr Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, í samtali við Læknablaðið. Þar vísar hann til 220. og 221. greina almennra hegningarlaga um að koma fólki í neyð til bjargar og segir að bráðamóttakan sé svo yfirfull að það takist ekki. Við broti á 220. grein liggur allt að átta ára fangelsisdómur. „Hver, sem kemur manni í það ástand, að hann er án bjargar, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, í slíku ástandi, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.“ – 1. málsgrein 220. greinar almennra hegningarlaga. „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.“ – 1. málsgrein 221. greinar almennra hegningarlaga. Bergur segir að landlæknir eigi að fylgja því betur eftir þegar stofnanir hunsi fyrirmæli ítrekað. „Embætti landlæknis er máttlaust þegar mannslífum er vísvitandi stefnt í hættu,“ bætir Bergur við og segir að á hverjum einasta degi sé öryggi sjúklinga stefnt í hættu á bráðamóttökunni. „Við lifum við þá tálsýn að halda að við eigum gott heilbrigðiskerfi. Við teljum okkur vera á skandinavískum stalli, eða norður-evrópskum. Við erum það alls ekki,“ segir hann í samtali við Læknablaðið.
„Hver, sem kemur manni í það ástand, að hann er án bjargar, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, í slíku ástandi, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.“ – 1. málsgrein 220. greinar almennra hegningarlaga. „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.“ – 1. málsgrein 221. greinar almennra hegningarlaga.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18 Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00 Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18
Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00
Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31