Hækka þurfi viðbúnaðarstig á landsvísu og herða samkomutakmarkanir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2022 19:11 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítalans telur rétt að hækka á viðbúnaðarstig almannavarna á landsvísu vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Kórónuveirusmituðum hafi fjölgað ískyggilega og að herða þurfi samkomutakmarkanir enn frekar til að sporna við frekari innlögnum. Tuttugu þúsund manns, eða um 5,5 prósent þjóðarinnar, eru nú í einangrun eða sóttkví, eftir að eitt þúsund fjörutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu og átta eru inniliggjandi á Landspítala, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna aldrei hafa verið þyngri en nú. „Þeim hefur fjölgað ískyggilega covidsjúklingunum hjá okkur og miðað við nýjustu spá hvað varðar framhald þessa faraldurs að þá er ekkert sem bendir til þess að það muni draga úr,” segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Samkvæmt svartsýnustu spám Landspítala gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýnustu spár gera ráð fyrir 57 sjúklingum. Guðlaug Rakel segir að sjúkrahúsið geti ekki ráðið við svartsýnustu spár. „Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda og vonandi verðum við í líklegri spá eða bjartsýnni spá. Við erum að gera ráð fyrir 0,6 til 0,7 prósent innlagnahlutfalli og á meðan við erum með yfir þúsund smit á dag þá segir það sig sjálft hvernig þróunin verður.” Landspítalinn er nú á neyðarstigi, sem er hæsta viðbúnaðarstig, er ákveðið af viðbragðsstjórn spítalans hverju sinni. Guðlaug Rakel telur hins vegar að ganga þurfi lengra, jafnvel þurfi að hækka á viðbúnaðarstig almannavarna á landsvísu vegna stöðunnar, en það er núna á hættustigi. „Ég held að það þurfi að skoða almannavarnastigið yfir höfuð, hvort það sé komið að þeim tímapunkti að við þurfum að færa almannavarnir um stig.” Þá þurfi að herða samkomutakmarkanir enn frekar til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið allt. „Það þarf að hægja á samfélaginu til að draga úr smitum og við vitum hvernig það gengur fyrir sig. Ég held að það sé okkar eina leið.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Tuttugu þúsund manns, eða um 5,5 prósent þjóðarinnar, eru nú í einangrun eða sóttkví, eftir að eitt þúsund fjörutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu og átta eru inniliggjandi á Landspítala, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna aldrei hafa verið þyngri en nú. „Þeim hefur fjölgað ískyggilega covidsjúklingunum hjá okkur og miðað við nýjustu spá hvað varðar framhald þessa faraldurs að þá er ekkert sem bendir til þess að það muni draga úr,” segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Samkvæmt svartsýnustu spám Landspítala gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýnustu spár gera ráð fyrir 57 sjúklingum. Guðlaug Rakel segir að sjúkrahúsið geti ekki ráðið við svartsýnustu spár. „Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda og vonandi verðum við í líklegri spá eða bjartsýnni spá. Við erum að gera ráð fyrir 0,6 til 0,7 prósent innlagnahlutfalli og á meðan við erum með yfir þúsund smit á dag þá segir það sig sjálft hvernig þróunin verður.” Landspítalinn er nú á neyðarstigi, sem er hæsta viðbúnaðarstig, er ákveðið af viðbragðsstjórn spítalans hverju sinni. Guðlaug Rakel telur hins vegar að ganga þurfi lengra, jafnvel þurfi að hækka á viðbúnaðarstig almannavarna á landsvísu vegna stöðunnar, en það er núna á hættustigi. „Ég held að það þurfi að skoða almannavarnastigið yfir höfuð, hvort það sé komið að þeim tímapunkti að við þurfum að færa almannavarnir um stig.” Þá þurfi að herða samkomutakmarkanir enn frekar til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið allt. „Það þarf að hægja á samfélaginu til að draga úr smitum og við vitum hvernig það gengur fyrir sig. Ég held að það sé okkar eina leið.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira