„Ef ég hefði verið bólusettur hefði ég örugglega ekki orðið svona veikur“ Snorri Másson skrifar 7. janúar 2022 23:33 Atli Jónasson var óbólusettur þegar hann veiktist af Covid-19 í desember. Hann er hluti af tæpum 10% þjóðarinnar, sem hafa ekki fengið bólusetningu við veirunni af ýmsum ástæðum. Í framhaldinu kveðst Atli munu íhuga alvarlegar að fá sér örvunarbólusetningu. Vísir/Einar Óbólusettur maður sem veiktist illa af Covid-19 telur ljóst að hann hefði sloppið betur ef hann hefði bólusett sig. Hann er þó ekki fullur eftirsjár, er feginn að vera kominn með ónæmi í bili og vonar að hann þurfi ekki endurhæfingu. Við erum þeir fyrstu sem Atli hittir eftir að hann losnaði formlega úr 17 daga einangrun vegna Covid-19 í dag. Hann er óbólusettur og hefur ekki fengið upplýsingar um hvaða afbrigði veirunnar hann fékk. Rætt var við Atla og sérfræðing á Landspítalanum í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Algjört helvíti“ Hvernig eru veikindin? „Þau eru alls konar og mjög slæm. Ég byrjaði bara að fá hita og hausverk í tvo daga og svo var bara eins og fjögurra ára krakki væri búinn að taka yfir skrokkinn á manni, fer í lungun og missir bragð og lykt og mikill hiti og bara allt. Síðustu dagana hefur þetta endað bara í lungunum. Súrefnismettunin erfið og mikill hósti, uppköst með því og allur pakkinn. Algjört helvíti sko,“ segir Atli Jónasson knattspyrnuþjálfari. Þar kom að Atli leitaðist eftir því að vera lagður inn á Landspítala en það var mat læknanna að hann þyrfti ekki að leggjast inn. Hann hitti konu á áttræðisaldri á göngudeildinni og sá þar að kannski væri ekki tilefni til þess að hann færi að taka pláss. Hann mætti tvisvar á göngudeildina, fékk vökva í æð og fór í myndatökur, en var svo bara sendur heim að jafna sig. „Ég bjóst ekki við að verða svona veikur af þessu en maður gat alveg gert ráð fyrir þessu óbólusettur,“ segir Atli. Af hverju varstu ekki bólusettur? „Þetta var þannig að ég var staddur fyrir norðan þegar ég var boðaður í bólusetningu í Laugardalshöll fyrst og komst ekki. En í millitíðinni sá maður menn til dæmis hrynja niður á fótboltavelli og heyrði af alls kyns aukaverkunum. Þannig að ég ákvað svona aðeins að bíða með þetta bara.“ Það var nú umræða, Joshua Kimmich í Þýskalandi, frægur knattspyrnumaður, sem vildi ekki láta bólusetja sig, sem var umdeilt. Svo fékk hann veiruna og var illa haldinn, og sagði eftir þau veikindi að hann hefði mátt drullast í bólusetningu. Er það það sem þú hugsar núna? „Bæði og. Ef ég hefði verið bólusettur hefði ég örugglega ekki orðið svona veikur. En fyrst ég setti ekki heilbrigðiskerfið á hausinn og mikið álag á spítalann er þetta allt í lagi sko. Þannig að ég er ekkert fullur eftirsjár og það er bara fínt að taka sér tíma á meðan það er verið að skoða þessi bóluefni,“ segir Atli. Óbólusettir í miklu meiri áhættu að veikjast illa Að sögn Hildar Helgadóttur, verkefnisstjóra hjá farsóttanefnd Landspítala, er hópur óbólusettra mjög fjölbreyttur þverskurður úr samfélaginu og margar ástæður fyrir ákvörðuninni. Innan við 10% Íslendinga á bólusetningaraldri eru óbólusett en þrátt fyrir það eru fulltrúar þessa hóps um 45% þeirra sem þurfa að leggjast inn. Hildur Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá farsóttarnefnd Landspítala.Stjórnarráðið Þau sjónarmið heyrast að af háu hlutfalli óbólusettra á meðal veikra megi ráða að óbólusettir séu í raun vandamálið á þessari stundu, enda fylli þeir sjúkrahúsin. Hildur lítur ekki svo á. „Mér finnst þetta bara óheppilegt, að umræðan skuli vera að taka þessa stefnu. Það er rétt ár síðan var byrjað að bólusetja og við erum enn þá að reyna að sýna fólki fram á að það borgar sig að láta bólusetja sig og það borgar sig að fara í örvunarbólusetningu og við verðum að gera þetta svolítið fallega og hjálplega. Við þurfum að útskýra með tölum, rökum og gögnum okkar mál. Við bara sjáum það sem erum að sýsla með þessa sjúklinga daglega að þeir sem eru óbólusettir eru í svo miklu, miklu, miklu, miklu meiri áhættu að veikjast illa. En að kenna þeim um eitthvað, það finnst mér ekki eiga nokkurn rétt á sér,“ segir Hildur. Hildur hvetur ófrískar konur til að koma í bólusetningu, sem fengu framan af þau skilaboð að bíða með það. Nú styðji gögnin það að þær þiggi bólusetningu. Að öðru leyti eru sannarlega hópar sem er af læknisfræðilegum og erfðafræðilegum ástæðum ráðið frá því að þiggja bóluefni á þessari stundu. Það sé þó lítill hópur. Aðrir hópar sem eru stundum ekki að skila sér í bólusetningu eru að sögn Hildar ungt fólk sem „heldur að það sé ódauðlegt“, síðan fólk á öllum aldri sem hefur ákveðnar efasemdir og svo fólk sem er virkilega andvígt bólusetningum, oft undir miklum áhrifum falsfrétta hvers konar. Landlæknir Loks áréttar Hildur að umræðan um að erlendir óbólusettir verkamenn séu helsti vandi Landspítalans sé á villigötum. Einstaklingarnir sem liggi á Landspítala hafi íslenskar kennitölur og þar gildi einu hvort þeir hafi fæðst á Landspítala eða í öðrum löndum. Hugleiðir nú alvarlegar að fá sér örvunarbólusetningu Þeim sem hafa sýkst býðst líka örvunarbólusetning fimm mánuðum eftir sýkinguna enda er það talið verja fólk fyrir öðru smiti. Þótt Atla þyki umræðan um bólusetningar of einhliða, heldur hann því opnu að þiggja örvunarbólusetningu í framhaldinu. „Ég ætla alla vega að skoða það, já. En ég ætla ekki að lofa neinu,“ segir Atli. Þú munt kannski hugleiða það alvarlegar að drífa þig í bólusetningu núna? „Já, já. Kannski." Hvað finnst þér fólk ekki átta sig á í umræðunni núna þegar þú hefur upplifað þetta? „Mér finnst varðandi bólusetningarnar að það mættu báðar hliðar koma aðeins meira fram. En varðandi Covid sjálft held ég reyndar að flestir geri sér grein fyrir að þetta gæti verið alvarlegt, sko. Þannig að maður þarf bara að fara varlega og passa þessar reglur sem Þórólfur er að setja. En halda samt áfram að reyna að njóta lífsins.“ Finnst þér umræðan einhliða? „Mér finnst það svolítið. Sérstaklega ef það er verið að fara að bólusetja börnin okkar, þá skora ég á foreldra að taka samtalið og reyna að taka góða upplýsta ákvörðun um það.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þúsundir hringja í bólusetningar-þjónustusíma fyrir óvissa Símaþjónusta sem læknar í Hollandi opnuðu fyrir þá sem hafa efasemdir um bólusetninguna gegn Covid-19 fær um þúsund símtöl á dag. Þeir sem hringja eru einstaklingar sem hafa ekki getað gert upp við sig hvort þeir eigi að þiggja bólusetningu. 6. janúar 2022 09:30 Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Við erum þeir fyrstu sem Atli hittir eftir að hann losnaði formlega úr 17 daga einangrun vegna Covid-19 í dag. Hann er óbólusettur og hefur ekki fengið upplýsingar um hvaða afbrigði veirunnar hann fékk. Rætt var við Atla og sérfræðing á Landspítalanum í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Algjört helvíti“ Hvernig eru veikindin? „Þau eru alls konar og mjög slæm. Ég byrjaði bara að fá hita og hausverk í tvo daga og svo var bara eins og fjögurra ára krakki væri búinn að taka yfir skrokkinn á manni, fer í lungun og missir bragð og lykt og mikill hiti og bara allt. Síðustu dagana hefur þetta endað bara í lungunum. Súrefnismettunin erfið og mikill hósti, uppköst með því og allur pakkinn. Algjört helvíti sko,“ segir Atli Jónasson knattspyrnuþjálfari. Þar kom að Atli leitaðist eftir því að vera lagður inn á Landspítala en það var mat læknanna að hann þyrfti ekki að leggjast inn. Hann hitti konu á áttræðisaldri á göngudeildinni og sá þar að kannski væri ekki tilefni til þess að hann færi að taka pláss. Hann mætti tvisvar á göngudeildina, fékk vökva í æð og fór í myndatökur, en var svo bara sendur heim að jafna sig. „Ég bjóst ekki við að verða svona veikur af þessu en maður gat alveg gert ráð fyrir þessu óbólusettur,“ segir Atli. Af hverju varstu ekki bólusettur? „Þetta var þannig að ég var staddur fyrir norðan þegar ég var boðaður í bólusetningu í Laugardalshöll fyrst og komst ekki. En í millitíðinni sá maður menn til dæmis hrynja niður á fótboltavelli og heyrði af alls kyns aukaverkunum. Þannig að ég ákvað svona aðeins að bíða með þetta bara.“ Það var nú umræða, Joshua Kimmich í Þýskalandi, frægur knattspyrnumaður, sem vildi ekki láta bólusetja sig, sem var umdeilt. Svo fékk hann veiruna og var illa haldinn, og sagði eftir þau veikindi að hann hefði mátt drullast í bólusetningu. Er það það sem þú hugsar núna? „Bæði og. Ef ég hefði verið bólusettur hefði ég örugglega ekki orðið svona veikur. En fyrst ég setti ekki heilbrigðiskerfið á hausinn og mikið álag á spítalann er þetta allt í lagi sko. Þannig að ég er ekkert fullur eftirsjár og það er bara fínt að taka sér tíma á meðan það er verið að skoða þessi bóluefni,“ segir Atli. Óbólusettir í miklu meiri áhættu að veikjast illa Að sögn Hildar Helgadóttur, verkefnisstjóra hjá farsóttanefnd Landspítala, er hópur óbólusettra mjög fjölbreyttur þverskurður úr samfélaginu og margar ástæður fyrir ákvörðuninni. Innan við 10% Íslendinga á bólusetningaraldri eru óbólusett en þrátt fyrir það eru fulltrúar þessa hóps um 45% þeirra sem þurfa að leggjast inn. Hildur Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá farsóttarnefnd Landspítala.Stjórnarráðið Þau sjónarmið heyrast að af háu hlutfalli óbólusettra á meðal veikra megi ráða að óbólusettir séu í raun vandamálið á þessari stundu, enda fylli þeir sjúkrahúsin. Hildur lítur ekki svo á. „Mér finnst þetta bara óheppilegt, að umræðan skuli vera að taka þessa stefnu. Það er rétt ár síðan var byrjað að bólusetja og við erum enn þá að reyna að sýna fólki fram á að það borgar sig að láta bólusetja sig og það borgar sig að fara í örvunarbólusetningu og við verðum að gera þetta svolítið fallega og hjálplega. Við þurfum að útskýra með tölum, rökum og gögnum okkar mál. Við bara sjáum það sem erum að sýsla með þessa sjúklinga daglega að þeir sem eru óbólusettir eru í svo miklu, miklu, miklu, miklu meiri áhættu að veikjast illa. En að kenna þeim um eitthvað, það finnst mér ekki eiga nokkurn rétt á sér,“ segir Hildur. Hildur hvetur ófrískar konur til að koma í bólusetningu, sem fengu framan af þau skilaboð að bíða með það. Nú styðji gögnin það að þær þiggi bólusetningu. Að öðru leyti eru sannarlega hópar sem er af læknisfræðilegum og erfðafræðilegum ástæðum ráðið frá því að þiggja bóluefni á þessari stundu. Það sé þó lítill hópur. Aðrir hópar sem eru stundum ekki að skila sér í bólusetningu eru að sögn Hildar ungt fólk sem „heldur að það sé ódauðlegt“, síðan fólk á öllum aldri sem hefur ákveðnar efasemdir og svo fólk sem er virkilega andvígt bólusetningum, oft undir miklum áhrifum falsfrétta hvers konar. Landlæknir Loks áréttar Hildur að umræðan um að erlendir óbólusettir verkamenn séu helsti vandi Landspítalans sé á villigötum. Einstaklingarnir sem liggi á Landspítala hafi íslenskar kennitölur og þar gildi einu hvort þeir hafi fæðst á Landspítala eða í öðrum löndum. Hugleiðir nú alvarlegar að fá sér örvunarbólusetningu Þeim sem hafa sýkst býðst líka örvunarbólusetning fimm mánuðum eftir sýkinguna enda er það talið verja fólk fyrir öðru smiti. Þótt Atla þyki umræðan um bólusetningar of einhliða, heldur hann því opnu að þiggja örvunarbólusetningu í framhaldinu. „Ég ætla alla vega að skoða það, já. En ég ætla ekki að lofa neinu,“ segir Atli. Þú munt kannski hugleiða það alvarlegar að drífa þig í bólusetningu núna? „Já, já. Kannski." Hvað finnst þér fólk ekki átta sig á í umræðunni núna þegar þú hefur upplifað þetta? „Mér finnst varðandi bólusetningarnar að það mættu báðar hliðar koma aðeins meira fram. En varðandi Covid sjálft held ég reyndar að flestir geri sér grein fyrir að þetta gæti verið alvarlegt, sko. Þannig að maður þarf bara að fara varlega og passa þessar reglur sem Þórólfur er að setja. En halda samt áfram að reyna að njóta lífsins.“ Finnst þér umræðan einhliða? „Mér finnst það svolítið. Sérstaklega ef það er verið að fara að bólusetja börnin okkar, þá skora ég á foreldra að taka samtalið og reyna að taka góða upplýsta ákvörðun um það.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þúsundir hringja í bólusetningar-þjónustusíma fyrir óvissa Símaþjónusta sem læknar í Hollandi opnuðu fyrir þá sem hafa efasemdir um bólusetninguna gegn Covid-19 fær um þúsund símtöl á dag. Þeir sem hringja eru einstaklingar sem hafa ekki getað gert upp við sig hvort þeir eigi að þiggja bólusetningu. 6. janúar 2022 09:30 Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Þúsundir hringja í bólusetningar-þjónustusíma fyrir óvissa Símaþjónusta sem læknar í Hollandi opnuðu fyrir þá sem hafa efasemdir um bólusetninguna gegn Covid-19 fær um þúsund símtöl á dag. Þeir sem hringja eru einstaklingar sem hafa ekki getað gert upp við sig hvort þeir eigi að þiggja bólusetningu. 6. janúar 2022 09:30
Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30