Facebook

Fréttamynd

Facebook þarf að loka á stuðningsmenn forseta Brasilíu

Hæstiréttur Brasilíu skipaði Facebook að loka aðgangi nokkurra helstu stuðningsmanna Jairs Bolsonaro forseta sem hafa dreift því sem rétturinn telur ósannindi um dómara. Samfélagsmiðlarisinn segir skipunina ógna tjáningarfrelsi og ætlar að áfrýja.

Erlent
Fréttamynd

Sóttu hart að forstjórum stórra tæknifyrirtækja

Þeir Jeff Bezos, forstjóri Amazon, Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, Tim Cook, forstjóri Apple, og Sundar Pichai, forstjóri Google, voru boðaðir á fundi samkeppniseftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær og beindust spjótin sérstaklega að forstjórum Facebook og Google þar sem þeir voru sakaðir um að grafa undan samkeppnisaðilum sínum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Facebook sagt íhuga að banna stjórnmálaauglýsingar

Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook eru nú sagðir íhuga möguleikann að bann stjórnmálaauglýsingar á miðlinum síðustu dagana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Facebook hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir stefnu sína gagnvart upplýsingafalsi.

Erlent
Fréttamynd

Samfélagsmiðlarisar ósammála um ábyrgð sína

Forstjórar Facebook og Twitter eru ekki á einu máli um hvaða ábyrgð samfélagsmiðlarnir bera á upplýsingafalsi sem þeir eru notaðir til þess að dreifa. Hvíta húsið heldur því fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætli að gefa út tilskipun um samfélagsmiðla eftir að Twitter setti fyrirvara við fullyrðingar sem hann setti fram í tísti í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Trump hótar að loka samfélagsmiðlum

Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum.

Erlent
Fréttamynd

Segir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla aldrei hafa verið fjandsamlegra

Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Sér fyrir endann á tærri snilld Google og Facebook?

Gangi þróunin eftir, sem þegar er hafin í Evrópu og víðar, má vona að misgengið, sem varð á markaði með fréttir á síðustu tveimur áratugum, gangi til baka. Eðlilegt ástand verður þegar útgefendur fá sanngjarnan hlut af þeim tekjum sem Google og Facebook fá núna fyrir lestur, áhorf og hlustun á fréttir.

Skoðun
Fréttamynd

Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á Facebook

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila persónuleikaprófi fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því.

Innlent