Kerfisvandamál en ekki tölvuárás Sylvía Hall skrifar 10. desember 2020 20:24 Bilunin náði til fleiri kerfa hjá forritum Facebook. Getty/Hakan Nural Bilun í skilaboðaforritum Facebook í morgun er ekki vegna tölvuárásar. Þetta segir Atli Stefán Yngvason hjá tæknivarpinu, sem ræddi þessa umtöluðu bilun í Reykjavík síðdegis í dag. Það fór ekki fram hjá mörgum þegar Facebook Messenger lá niðri í morgun. Notendur gátu ekki sent skilaboð sín á milli og virtist sem internetið lægi niðri. Bilunin náði þó ekki einungis til Facebook Messenger, heldur var hún einnig í skilaboðum Instagram og Whatsapp. „Það hefur ekki komið neitt opinbert frá Facebook, en það er vitað að Facebook er að vinna að því innanhúss að sameina undirliggjandi kerfi fyrir skilaboðakerfin sín, sem eru ekki bara Facebook Messenger. Það var ekki bara Facebook Messenger sem datt niður í morgun upp úr 9:30, heldur voru það líka Instagram og Whatsapp skilaboðin sem lentu öll í vandræðum,“ segir Atli Stefán. „Tilgátan í mínum geira er að það sé vegna þessarar sameiningar, að það sé verið að sameina þjónustuna í eitt kerfi í staðinn fyrir að vera með mörg kerfi.“ Hann segir ljóst að ekki sé um árás að ræða, enda væri slíkt atvik tilkynningarskylt. Engin tilkynning hefur komið frá Facebook og þó fátt sé um skýringar sé greinilegt að mikil vinna sé í gangi í kerfum fyrirtækisins. „Það er búið að vera slatti af útföllum núna í tvær vikur þannig það er greinilega einhver þung vinna í gangi sem hefur áhrif á öll kerfin,“ segir Atli Stefán. „Þetta er einungis kerfisvandamál.“ Hlusta má á viðtalið við Atla Stefán hér að neðan. Samfélagsmiðlar Facebook Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Messenger virðist kominn í samt lag eftir „sambandsleysi“ Samskiptaforritið Facebook Messenger á nú að vera komið í samt lag eftir að hafa legið niðri framan af degi. 10. desember 2020 16:18 Mest lesið Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Það fór ekki fram hjá mörgum þegar Facebook Messenger lá niðri í morgun. Notendur gátu ekki sent skilaboð sín á milli og virtist sem internetið lægi niðri. Bilunin náði þó ekki einungis til Facebook Messenger, heldur var hún einnig í skilaboðum Instagram og Whatsapp. „Það hefur ekki komið neitt opinbert frá Facebook, en það er vitað að Facebook er að vinna að því innanhúss að sameina undirliggjandi kerfi fyrir skilaboðakerfin sín, sem eru ekki bara Facebook Messenger. Það var ekki bara Facebook Messenger sem datt niður í morgun upp úr 9:30, heldur voru það líka Instagram og Whatsapp skilaboðin sem lentu öll í vandræðum,“ segir Atli Stefán. „Tilgátan í mínum geira er að það sé vegna þessarar sameiningar, að það sé verið að sameina þjónustuna í eitt kerfi í staðinn fyrir að vera með mörg kerfi.“ Hann segir ljóst að ekki sé um árás að ræða, enda væri slíkt atvik tilkynningarskylt. Engin tilkynning hefur komið frá Facebook og þó fátt sé um skýringar sé greinilegt að mikil vinna sé í gangi í kerfum fyrirtækisins. „Það er búið að vera slatti af útföllum núna í tvær vikur þannig það er greinilega einhver þung vinna í gangi sem hefur áhrif á öll kerfin,“ segir Atli Stefán. „Þetta er einungis kerfisvandamál.“ Hlusta má á viðtalið við Atla Stefán hér að neðan.
Samfélagsmiðlar Facebook Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Messenger virðist kominn í samt lag eftir „sambandsleysi“ Samskiptaforritið Facebook Messenger á nú að vera komið í samt lag eftir að hafa legið niðri framan af degi. 10. desember 2020 16:18 Mest lesið Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Messenger virðist kominn í samt lag eftir „sambandsleysi“ Samskiptaforritið Facebook Messenger á nú að vera komið í samt lag eftir að hafa legið niðri framan af degi. 10. desember 2020 16:18