Tæknirisarnir stækka þrátt fyrir samdrátt annarra Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2020 14:41 Alphabet, Amazon, Apple og Facebook skiluðu samtals um 28,6 milljarða dala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins. Vísir/AP Þó hagkerfi Bandaríkjanna hafi gengið í gegnum sögulegan samdrátt á undanförnum mánuðum er ekki sömu sögu að segja af fjórum af stærstu tæknifyrirtækjum landsins. Alphabet, Amazon, Apple og Facebook skiluðu samtals um 28,6 milljarða dala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins. Gróflega reiknað er það um 3,9 billjónir króna (3.855.280.000.000). Sala Amazon jókst um 40 prósent á milli ára og hagnaðurinn tvöfaldaðist. Hagnaður Facebook jókst um 98 prósent og þó Apple hafi þurft að loka mörgum verslana fyrirtækisins jókst sala fyrirtækisins í öllum hlutum heimsins. Fyrirtækið hagnaðist um 11,25 milljarða á ársfjórðungnum, samkvæmt frétt New York times. Alphabet, móðurfyrirtæki Google stóð sig ekki jafn vel, þar sem auglýsingatekjur fyrirtækisins drógust töluvert saman, eða um tíu prósent. Það stóð sig þó betur en sérfræðingar og greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þetta var opinberað degi eftir að þingmenn gegnu hart fram gegn forstjórum þessara fyrirtækja varðandi ráðandi stöðu þeirra á mörkuðum Bandaríkjanna. Einn viðmælandi NYT vísar til þess að þó fjöldi fyrirtækja hafi orðið gjaldþrota á undanförnum mánuðum standi þessir fjórir risar enn öllum hærri og hafi eingöngu hækkað enn frekar. Með útgöngubönnum og ferðatakmörkunum hafa sífellt fleiri neytendur snúið sér að Amazon. Svipaða sögu er að segja af Apple en fyrirtækið segir fleiri kaupa tæki frá Apple samhliða aukinni heimavinnu og fleiri nýti einnig þjónustur fyrirtækisins. Þó auglýsingar hafi dregist verulega saman hafa Facebook og Google veðrað það óveður betur en aðrir samkeppnisaðilar þeirra eins og fjölmiðlar og önnur tæknifyrirtæki. Microsoft tilkynnti til að mynda í uppgjöri sem opinberað var í síðustu viku að auglýsingatekjur hefðu dregist saman um 18 prósent á milli ára. Bandaríkin Google Amazon Apple Facebook Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þó hagkerfi Bandaríkjanna hafi gengið í gegnum sögulegan samdrátt á undanförnum mánuðum er ekki sömu sögu að segja af fjórum af stærstu tæknifyrirtækjum landsins. Alphabet, Amazon, Apple og Facebook skiluðu samtals um 28,6 milljarða dala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins. Gróflega reiknað er það um 3,9 billjónir króna (3.855.280.000.000). Sala Amazon jókst um 40 prósent á milli ára og hagnaðurinn tvöfaldaðist. Hagnaður Facebook jókst um 98 prósent og þó Apple hafi þurft að loka mörgum verslana fyrirtækisins jókst sala fyrirtækisins í öllum hlutum heimsins. Fyrirtækið hagnaðist um 11,25 milljarða á ársfjórðungnum, samkvæmt frétt New York times. Alphabet, móðurfyrirtæki Google stóð sig ekki jafn vel, þar sem auglýsingatekjur fyrirtækisins drógust töluvert saman, eða um tíu prósent. Það stóð sig þó betur en sérfræðingar og greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þetta var opinberað degi eftir að þingmenn gegnu hart fram gegn forstjórum þessara fyrirtækja varðandi ráðandi stöðu þeirra á mörkuðum Bandaríkjanna. Einn viðmælandi NYT vísar til þess að þó fjöldi fyrirtækja hafi orðið gjaldþrota á undanförnum mánuðum standi þessir fjórir risar enn öllum hærri og hafi eingöngu hækkað enn frekar. Með útgöngubönnum og ferðatakmörkunum hafa sífellt fleiri neytendur snúið sér að Amazon. Svipaða sögu er að segja af Apple en fyrirtækið segir fleiri kaupa tæki frá Apple samhliða aukinni heimavinnu og fleiri nýti einnig þjónustur fyrirtækisins. Þó auglýsingar hafi dregist verulega saman hafa Facebook og Google veðrað það óveður betur en aðrir samkeppnisaðilar þeirra eins og fjölmiðlar og önnur tæknifyrirtæki. Microsoft tilkynnti til að mynda í uppgjöri sem opinberað var í síðustu viku að auglýsingatekjur hefðu dregist saman um 18 prósent á milli ára.
Bandaríkin Google Amazon Apple Facebook Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira