Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2020 21:00 Stjórnvöld í Kreml hafa hafnað öllum ásökunum um að þau heyi upplýsingahernað í öðrum ríkjum. Vísir/Getty Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. Rússarnir fengu meðal annars sjálfstætt starfandi blaðamenn til að skrifa um stjórnmál á fölskum forsendum. Blekkingar rússnesku útsendaranna snerust um Peace Data, gervifréttaveitu sem gaf sig út fyrir að vera óháður fjölmiðill. Í tilkynningu frá Facebook í dag kom fram að rannsókn hefði leitt í ljós að Peace Data tengdist einstaklingum sem voru bendlaðir við Netrannsóknastofnunina (e. Internet Research Agency), rússneskt fyrirtæki sem bandaríska leyniþjónustan segir að hafi verið notuð til þess að há upplýsingahernað í aðdraganda forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Nokkrir einstaklingar sem tengdust Netrannsóknastofnuninni voru ákærðir í rannsókn Roberts Mueller, þáverandi sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum rússneskra stjórnvalda af kosningunum og mögulegum tengslum þeirra við forsetaframboð Donalds Trump. Þrettán Facebook-reikningum og tveimur síðum sem tengdust Peace Data var lokað í gær fyrir að sigla undir fölsku flaggi og aðrar blekkingar. Facebook segist hafa stöðvað framgang síðunnar áður en hún náði að viða að sér mörgum fylgjendum og að það sé til marks um að fyrirtækið standi sig nú betur í að uppræta upplýsingafals af þessu tagi en áður. Um fjórtán þúsund Facebook-notendur fylgdu fölsku reikningunum, að sögn Washington Post. Twitter bannaði einnig fimm reikninga sem tengdust Peace Data og fyrirtækið telur tengda útsendurum rússneska ríkisins, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Samfélagsmiðlarnir gripu til aðgerða eftir ábendingu frá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Reyndu að grafa undan Biden hjá vinstrisinnuðum kjósendum Peace Data reyndi að höfða til framsækinna og vinstrisinnaðra hópa í Bandaríkjunum og Bretlandi en deildi einnig efni um atburði í öðrum löndum, þar á meðal Alsír og Egyptalandi, samkvæmt greiningu Graphika, fyrirtækis sem sérhæfir sig í greiningu á samfélagsmiðlum. Í Bandaríkjunum beindi falsmiðillinn spjótum sínum sérstaklega að kynþáttaspennu og pólitískri ólgu, þar á meðal mótmælum gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju og gagnrýni á Donald Trump forseta og Joe Biden, mótframbjóðanda hans. Graphika telur að markmið Peace Data hafi verið að ná til vinstrisinnaðra kjósenda í Bandaríkjunum og gera þá afhuga Biden. Þannig voru bæði Biden og Kamala Harris, varaforsetaefni hans, útmáluð sem handbendi íhaldsmanna. Trump forseti var gagnrýndur í sumum færslum en markhópurinn fyrir síðuna er talinn hafa verið vinstrisinnaðir demókratar, umhverfisverndarsinnar og óánægðir demókratar. Niðurstöður Graphika eru í samræmi við mat bandarísku leyniþjónustunnar sem telur að rússnesk stjórnvöld reyni enn að beita sér á bak við tjöldin til þess að hjálpa Trump forseta að ná kjöri sem forseti, líkt og þau gerðu árið 2016. Fela slóð sína með að fá raunverulegt fólk til liðs við sig Þrír fastir starfsmenn sem voru skráðir á vef Peace Data reyndust ekki til. Falskir reikningar í nafni þeirra á Facebook, Twitter og LinkedIn voru notaðir til þess að fá sjálfstætt starfandi blaðamenn til að skrifa fyrir vefinn. Á vefsíðunni voru 22 blaðamenn nefndir, aðallega sjálfstætt starfandi blaðamenn í Bretlandi og Bandaríkjunum. Ekki er talið að þeir hafi vitað hvernig var raunverulega í pottinn búið. Ben Nimmo, yfirmaður rannsókna hjá Graphika, segir að það að fá fólk af holdi og blóði til að leggja vefsíðunni lið líkt og rússnesku útsendararnir gerðu með Peace Data auðveldi þeim sem há áróðursstríð auðveldara með að fela slóð sína. „Það sem við höfum séð undanfarið hefur verið miklu smærra í sniðum og minna borið á því. Svo virðist sem að þeir reyni æ meira að halda sig í felum,“ segir Nimmo við Reuters. Rússland Bandaríkin Bretland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Facebook Twitter Tengdar fréttir Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53 Kínverjar sagðir vilja losna við Trump en Rússar beita sér gegn Biden Yfirmaður einnar leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur að kínversk stjórnvöld vonist til þess að Donald Trump nái ekki endurkjöri sem forseti í haust og reynir að beita áhrifum sínum í aðdraganda kosninga í haust. 7. ágúst 2020 21:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. Rússarnir fengu meðal annars sjálfstætt starfandi blaðamenn til að skrifa um stjórnmál á fölskum forsendum. Blekkingar rússnesku útsendaranna snerust um Peace Data, gervifréttaveitu sem gaf sig út fyrir að vera óháður fjölmiðill. Í tilkynningu frá Facebook í dag kom fram að rannsókn hefði leitt í ljós að Peace Data tengdist einstaklingum sem voru bendlaðir við Netrannsóknastofnunina (e. Internet Research Agency), rússneskt fyrirtæki sem bandaríska leyniþjónustan segir að hafi verið notuð til þess að há upplýsingahernað í aðdraganda forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Nokkrir einstaklingar sem tengdust Netrannsóknastofnuninni voru ákærðir í rannsókn Roberts Mueller, þáverandi sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum rússneskra stjórnvalda af kosningunum og mögulegum tengslum þeirra við forsetaframboð Donalds Trump. Þrettán Facebook-reikningum og tveimur síðum sem tengdust Peace Data var lokað í gær fyrir að sigla undir fölsku flaggi og aðrar blekkingar. Facebook segist hafa stöðvað framgang síðunnar áður en hún náði að viða að sér mörgum fylgjendum og að það sé til marks um að fyrirtækið standi sig nú betur í að uppræta upplýsingafals af þessu tagi en áður. Um fjórtán þúsund Facebook-notendur fylgdu fölsku reikningunum, að sögn Washington Post. Twitter bannaði einnig fimm reikninga sem tengdust Peace Data og fyrirtækið telur tengda útsendurum rússneska ríkisins, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Samfélagsmiðlarnir gripu til aðgerða eftir ábendingu frá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Reyndu að grafa undan Biden hjá vinstrisinnuðum kjósendum Peace Data reyndi að höfða til framsækinna og vinstrisinnaðra hópa í Bandaríkjunum og Bretlandi en deildi einnig efni um atburði í öðrum löndum, þar á meðal Alsír og Egyptalandi, samkvæmt greiningu Graphika, fyrirtækis sem sérhæfir sig í greiningu á samfélagsmiðlum. Í Bandaríkjunum beindi falsmiðillinn spjótum sínum sérstaklega að kynþáttaspennu og pólitískri ólgu, þar á meðal mótmælum gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju og gagnrýni á Donald Trump forseta og Joe Biden, mótframbjóðanda hans. Graphika telur að markmið Peace Data hafi verið að ná til vinstrisinnaðra kjósenda í Bandaríkjunum og gera þá afhuga Biden. Þannig voru bæði Biden og Kamala Harris, varaforsetaefni hans, útmáluð sem handbendi íhaldsmanna. Trump forseti var gagnrýndur í sumum færslum en markhópurinn fyrir síðuna er talinn hafa verið vinstrisinnaðir demókratar, umhverfisverndarsinnar og óánægðir demókratar. Niðurstöður Graphika eru í samræmi við mat bandarísku leyniþjónustunnar sem telur að rússnesk stjórnvöld reyni enn að beita sér á bak við tjöldin til þess að hjálpa Trump forseta að ná kjöri sem forseti, líkt og þau gerðu árið 2016. Fela slóð sína með að fá raunverulegt fólk til liðs við sig Þrír fastir starfsmenn sem voru skráðir á vef Peace Data reyndust ekki til. Falskir reikningar í nafni þeirra á Facebook, Twitter og LinkedIn voru notaðir til þess að fá sjálfstætt starfandi blaðamenn til að skrifa fyrir vefinn. Á vefsíðunni voru 22 blaðamenn nefndir, aðallega sjálfstætt starfandi blaðamenn í Bretlandi og Bandaríkjunum. Ekki er talið að þeir hafi vitað hvernig var raunverulega í pottinn búið. Ben Nimmo, yfirmaður rannsókna hjá Graphika, segir að það að fá fólk af holdi og blóði til að leggja vefsíðunni lið líkt og rússnesku útsendararnir gerðu með Peace Data auðveldi þeim sem há áróðursstríð auðveldara með að fela slóð sína. „Það sem við höfum séð undanfarið hefur verið miklu smærra í sniðum og minna borið á því. Svo virðist sem að þeir reyni æ meira að halda sig í felum,“ segir Nimmo við Reuters.
Rússland Bandaríkin Bretland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Facebook Twitter Tengdar fréttir Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53 Kínverjar sagðir vilja losna við Trump en Rússar beita sér gegn Biden Yfirmaður einnar leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur að kínversk stjórnvöld vonist til þess að Donald Trump nái ekki endurkjöri sem forseti í haust og reynir að beita áhrifum sínum í aðdraganda kosninga í haust. 7. ágúst 2020 21:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53
Kínverjar sagðir vilja losna við Trump en Rússar beita sér gegn Biden Yfirmaður einnar leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur að kínversk stjórnvöld vonist til þess að Donald Trump nái ekki endurkjöri sem forseti í haust og reynir að beita áhrifum sínum í aðdraganda kosninga í haust. 7. ágúst 2020 21:30