Sóttu hart að forstjórum stórra tæknifyrirtækja Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2020 11:35 Jeff Bezos var einn fjögurra forstjóra tæknifyrirtækja sem svöruðu spurningum þingmanna. AP/Graeme Jennings Fjórir af valdamestu forstjórum Bandaríkjanna stóðu frammi fyrir erfiðum spurningum þingmanna í gær. Þeir Jeff Bezos, forstjóri Amazon, Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, Tim Cook, forstjóri Apple, og Sundar Pichai, forstjóri Google, voru boðaðir á fundi samkeppniseftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær og beindust spjótin sérstaklega að forstjórum Facebook og Google þar sem þeir voru sakaðir um að grafa undan samkeppnisaðilum sínum. Vitnaleiðslurnar fóru fram í gegnum myndsímtöl vegna smitvarna þingsins og tók fundurinn nærri því sex klukkustundir. Þetta var í fyrsta sinn sem forstjórarnir fjórir svara spurningum þingmanna á sama tíma en samanlagt verðmæti fyrirtækja þeirra er um það bil fimm billjónir króna, samkvæmt frétt Reuters. Demókratar spurðu forstjórana að mestu út í markaðsstöðu fyrirtækja þeirra og umdeilda viðskiptahætti á meðan Repúblikanar vörðu miklum tíma í að kvarta yfir því að fá ekki fleiri like á færslur sínar og myndbönd. David Cicilline, formaður nefndarinnar, sagði eftir fundinn að forstjórarnir hefðu að einhverju leiti staðfest umdeilda viðskiptahætti sem rannsóknir þingmanna höfðu uppgötvað. Samkvæmt Washington Post stefnir hún á að gefa út skýrslu í næsta mánuði þar sem breytingar á samkeppnislögum verði lagðar til. Þeim breytingum á að vera ætlað að gera eftirlitsaðilum auðveldara að rannsaka og refsa tæknifyrirtækjum. Zuckerberg í vörn Þingmenn gengu hart fram gegn Zuckerberg og notuðu hans eigin tölvupósta gegn honum. Jerrold Nadler vísaði til pósta Zuckerberg frá 2012 þar sem hann vísaði til þess að Facebook þyrfti að kaupa Instagram, því sá samfélagsmiðill gæti komið niður á Facebook seinna meir. Nadler sagði það vera brot á samkeppnislögum Bandaríkjanna. „Samkvæmt þínum eigin orðum, keyptir þú Instagram til að útrýma mögulegri ógn,“ sagði Nadler. Zuckerberg sagði Facebook stunda harða samkeppni en starfsmenn fyrirtækisins reyndu þó að vera sanngjarnir. Einnig var sótt hart að Jeff Bezos og var fyrirtæki hans, Amazon, sakað um að hafa afvegaleitt þingmenn varðandi ásakanir um að gögn af söluvef fyrirtækisins hafi verið notuð til að hylla eigin fyrirtækjum gegn utanaðkomandi aðilum. Bezos sagði stefnu Amazon vera á þá leið að gera það ekki. „Ég get þó ekki fullyrt að aldrei hafi verið brotið gegn þeirri stefnu,“ sagði Bezos. Krafðist hlutleysis af Google Hægri menn í Bandaríkjunum og víðar hafa lengi sakað samfélagsmiðlafyrirtæki um ritskoðun á málefnum þeirra og að grafa jafnvel undan þeim. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja hafa jafn lengi neitað þessum ásökunum og greiningar sérfræðinga hafa margsinnis sýnt fram á að lítið er til í þeim. „Okkur öllum finnst frjálsi markaðurinn frábær. okkur finnst samkeppni frábær. Við elskum þá staðreynd að þetta séu bandarísk fyrirtæki,“ sagði Repúblikaninn Jim Jordan. „En það sem er ekki frábært er að ritskoða fólk, ritskoða íhaldsmenn og reyna að hafa áhrif á kosningar. Ef það hættir ekki, verða að vera afleiðingar.“ Þingmaðurinn Jim Sensenbrenner notaði upphafsræðu sína til að skamma Zuckerberg fyrir það að tíst Donald Trump yngri, sonar forseta Bandaríkjanna, með myndbandi þar sem því var ranglega haldið fram að lyfið hydroxychloroquine væri lækning við Covid-19, hefði verið fjarlægt og hann ávíttur. Sensenbrennar vildi fá að vita af hverju það hefði verið gert. Zuckerberg byrjaði mál sitt á að benda þingmanninum á að hann væri að tala um Twitter en ekki Facebook. Hann ræddi þó stefnu Facebook varðandi sambærileg mál og sagði að Facebook bannaði efni sem gæti skaðað annað fólk. Það að halda því fram að til væri lækning við Covid-19, sem er ekki rétt, gæti skaðað fólk. Umrætt myndband hefur einnig verið fjarlægt af Facebook. Það höfðu þó minnst 17 milljónir manna séð myndbandið áður og enn má finna útgáfur á því á samfélagsmiðlum. Þegar Jordan ræddi við Sindar Pichai krafði hann forstjórann um loforð varðandi það að Google myndi ekki beita umsvifum sínum í forsetakosningunum í nóvember. Hann sakaði Google einnig um að beita sér fyrir yfirvöld í Kína og hjálpa Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni að ljúga að Bandaríkjamönnum. Næsti þingmaður sem tók til máls, Mary Scanlon, byrjaði mál sitt á því að segja: „Takk herramenn. Mig langar að snúa aftur að samkeppnislögum, í stað samsæriskenninga.“ Það tók Jordan ekki vel í og leiddi það til deilna á fundinum. Bandaríkin Facebook Apple Google Amazon Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjórir af valdamestu forstjórum Bandaríkjanna stóðu frammi fyrir erfiðum spurningum þingmanna í gær. Þeir Jeff Bezos, forstjóri Amazon, Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, Tim Cook, forstjóri Apple, og Sundar Pichai, forstjóri Google, voru boðaðir á fundi samkeppniseftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær og beindust spjótin sérstaklega að forstjórum Facebook og Google þar sem þeir voru sakaðir um að grafa undan samkeppnisaðilum sínum. Vitnaleiðslurnar fóru fram í gegnum myndsímtöl vegna smitvarna þingsins og tók fundurinn nærri því sex klukkustundir. Þetta var í fyrsta sinn sem forstjórarnir fjórir svara spurningum þingmanna á sama tíma en samanlagt verðmæti fyrirtækja þeirra er um það bil fimm billjónir króna, samkvæmt frétt Reuters. Demókratar spurðu forstjórana að mestu út í markaðsstöðu fyrirtækja þeirra og umdeilda viðskiptahætti á meðan Repúblikanar vörðu miklum tíma í að kvarta yfir því að fá ekki fleiri like á færslur sínar og myndbönd. David Cicilline, formaður nefndarinnar, sagði eftir fundinn að forstjórarnir hefðu að einhverju leiti staðfest umdeilda viðskiptahætti sem rannsóknir þingmanna höfðu uppgötvað. Samkvæmt Washington Post stefnir hún á að gefa út skýrslu í næsta mánuði þar sem breytingar á samkeppnislögum verði lagðar til. Þeim breytingum á að vera ætlað að gera eftirlitsaðilum auðveldara að rannsaka og refsa tæknifyrirtækjum. Zuckerberg í vörn Þingmenn gengu hart fram gegn Zuckerberg og notuðu hans eigin tölvupósta gegn honum. Jerrold Nadler vísaði til pósta Zuckerberg frá 2012 þar sem hann vísaði til þess að Facebook þyrfti að kaupa Instagram, því sá samfélagsmiðill gæti komið niður á Facebook seinna meir. Nadler sagði það vera brot á samkeppnislögum Bandaríkjanna. „Samkvæmt þínum eigin orðum, keyptir þú Instagram til að útrýma mögulegri ógn,“ sagði Nadler. Zuckerberg sagði Facebook stunda harða samkeppni en starfsmenn fyrirtækisins reyndu þó að vera sanngjarnir. Einnig var sótt hart að Jeff Bezos og var fyrirtæki hans, Amazon, sakað um að hafa afvegaleitt þingmenn varðandi ásakanir um að gögn af söluvef fyrirtækisins hafi verið notuð til að hylla eigin fyrirtækjum gegn utanaðkomandi aðilum. Bezos sagði stefnu Amazon vera á þá leið að gera það ekki. „Ég get þó ekki fullyrt að aldrei hafi verið brotið gegn þeirri stefnu,“ sagði Bezos. Krafðist hlutleysis af Google Hægri menn í Bandaríkjunum og víðar hafa lengi sakað samfélagsmiðlafyrirtæki um ritskoðun á málefnum þeirra og að grafa jafnvel undan þeim. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja hafa jafn lengi neitað þessum ásökunum og greiningar sérfræðinga hafa margsinnis sýnt fram á að lítið er til í þeim. „Okkur öllum finnst frjálsi markaðurinn frábær. okkur finnst samkeppni frábær. Við elskum þá staðreynd að þetta séu bandarísk fyrirtæki,“ sagði Repúblikaninn Jim Jordan. „En það sem er ekki frábært er að ritskoða fólk, ritskoða íhaldsmenn og reyna að hafa áhrif á kosningar. Ef það hættir ekki, verða að vera afleiðingar.“ Þingmaðurinn Jim Sensenbrenner notaði upphafsræðu sína til að skamma Zuckerberg fyrir það að tíst Donald Trump yngri, sonar forseta Bandaríkjanna, með myndbandi þar sem því var ranglega haldið fram að lyfið hydroxychloroquine væri lækning við Covid-19, hefði verið fjarlægt og hann ávíttur. Sensenbrennar vildi fá að vita af hverju það hefði verið gert. Zuckerberg byrjaði mál sitt á að benda þingmanninum á að hann væri að tala um Twitter en ekki Facebook. Hann ræddi þó stefnu Facebook varðandi sambærileg mál og sagði að Facebook bannaði efni sem gæti skaðað annað fólk. Það að halda því fram að til væri lækning við Covid-19, sem er ekki rétt, gæti skaðað fólk. Umrætt myndband hefur einnig verið fjarlægt af Facebook. Það höfðu þó minnst 17 milljónir manna séð myndbandið áður og enn má finna útgáfur á því á samfélagsmiðlum. Þegar Jordan ræddi við Sindar Pichai krafði hann forstjórann um loforð varðandi það að Google myndi ekki beita umsvifum sínum í forsetakosningunum í nóvember. Hann sakaði Google einnig um að beita sér fyrir yfirvöld í Kína og hjálpa Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni að ljúga að Bandaríkjamönnum. Næsti þingmaður sem tók til máls, Mary Scanlon, byrjaði mál sitt á því að segja: „Takk herramenn. Mig langar að snúa aftur að samkeppnislögum, í stað samsæriskenninga.“ Það tók Jordan ekki vel í og leiddi það til deilna á fundinum.
Bandaríkin Facebook Apple Google Amazon Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira