Þýskaland

Fréttamynd

Grunaður morðingi Lübcke tengdur inn í öfga-hægri hópa

Maðurinn sem handtekinn var síðasta laugardag, grunaður um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke, var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993 vegna tilraunar hans til að sprengja rörasprengju fyrir utan athvarf hælisleitenda. Þá var hann handtekinn fyrir rúmum tíu árum í göngu öfga-hægri hópa í Þýskalandi.

Erlent
Fréttamynd

Bergur með sýningu í Harbinger

Bergur stendur fyrir listsýningunni Hinn eini sanni líkami The Hum og Lego Flamb í Harbinger. Nafnið kemur frá persónum sem hann hefur þróað í gegnum eldri gjörninga.

Menning
Fréttamynd

Vinaþjóðir um ókomin ár

Söguleg tengsl Íslands og Þýskalands liggja langt aftur. Sennilega var fyrsti Þjóðverjinn á Íslandi saxneski trúboðsbiskupinn Friðrik (Friedrich), sem reyndi án árangurs að snúa Íslendingum til kristni árið 981, að beiðni Þorvalds víðförla.

Skoðun
Fréttamynd

Segir Þjóðverja geta lært af Íslendingum

Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands og eiginkona hans Elke Büdenbender komu í dag, ásamt fylgdarliði, í opinbera heimsókn hingað til lands. Forsetinn segir Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orku­skipt­in eru að verða á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarskrárafmæli, þýsk og íslensk

"Mannleg reisn er friðhelg.“ Þannig hefst fyrsta grein stjórnarskrár eða grundvallarlaga Sambandslýðveldisins Þýskalands; "Die Würde des Menschen ist unantastbar.“ Þetta var skráð fjórum árum eftir að lokið hafði hörmungartímabili í þýskri sögu þar sem mannhelgin var fótum troðin af valdhöfum.

Skoðun