Mörg ríki ekki undirbúin fyrir tilslakanir á félagsforðun Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2020 09:05 Farandverkamenn um borð í rútu á Indlandi. Margir hafa setið fastir vegna útgöngubanns og eru nú á leið til síns heima. AP/Rajesh Kumar Singh Víða um heim er verið að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun. Það er þó óljóst hve mörg ríki eru í raun undirbúin og sérfræðingar vara við því að mörg ríki séu það ekki. Ríki hafi ekki byggt upp nægilega getu til að skima fyrir nýju kórónuveirunni né elta uppi þá sem hafi verið í samskiptum við smitaða og skipa þeim í sóttkví. Á Indlandi hefur umfangsmikið útgöngubann hjálpað verulega við að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu meðal 1,3 milljarða íbúa Indlands. Þar á hins vegar að setja lestar landsins á stað aftur, þar sem sagan segir okkur að margir verði í miklu návígi. Tugir þúsunda hafa pantað sér miða með lestunum sem fóru af stað í morgun. Í samtali við Reuters sagði starfsmaður ríkisfyrirtækisins sem heldur utan um rekstur lestakerfisins að allar lestir yrðu fullar í dag. Farþegar munu þó þurfa að láta hitamæla sig og samþykkja að sækja rakningarapp í síma sína, áður en þeir fá að fara um borð í lestarnar. Á undanförnum dögum hafa fyrirtæki verið opnuð á nýjan leik og þegar eru ummerki um fjölgun smitaðra, samkvæmt AP fréttaveitunni. Dr. Michael Ryan, frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sagði í gær að aðgerðir sem gripið hafi verið til í Þýskalandi og Suður-Kóreu sýni fram á að mögulegt sé að greina nýja smitklasa og einangra fólk áður en það verður of seint. Hann sagði ljóst að mörg ríki byggju ekki yfir þessari getu. „Að loka augunum og keyra í gegnum þetta blindur er eins kjánaleg jafna og ég hef séð,“ sagði Ryan. „Ég hef verulega áhyggjur af því að tiltekin ríki stefni á alvarlega blinda keyrslu á næstu mánuðum.“ .@WHO recommends countries answer these 3 questions to determine how to release a lockdown:-is the epidemic under control?-is the health system able to cope with a resurgence of cases?-is the surveillance system able to detect & manage the cases & their contacts?— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) May 11, 2020 Tæknifyrirtæki eins og Apple og Google vinna að þróun rakningarappa en sérfræðingar segja hefðbundna rannsóknarvinnu vera besta. Í Þýskalandi koma til dæmis rúmlega tíu þúsund manns að því að greina ferðir smitaðra. Yfirvöld Bretlands ætla að fá 18 þúsund manns til að vinna þessa vinnu þar í landi. Upprunalega stóð til að gera það í mars en hröð útbreiðsla veirunnar gerði það ómögulegt. Bandaríkin eru einnig meðal þeirra ríkja sem gætu verið óundirbúin fyrir aukna útbreiðslu veirunnar en eru samt að létta á félagsforðun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í gær að hver sem vildi gangast próf vegna veirunnar gæti gert það. Sérfræðingar segja það samt fjarri lagi. Yfirvöld Frakklands hafa heitið því að framkvæma 700 þúsund próf á degi hverjum en óljóst er hvort ríkið geti náð því markmiði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Bandaríkin Bretland Þýskaland Suður-Kórea Frakkland Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Víða um heim er verið að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun. Það er þó óljóst hve mörg ríki eru í raun undirbúin og sérfræðingar vara við því að mörg ríki séu það ekki. Ríki hafi ekki byggt upp nægilega getu til að skima fyrir nýju kórónuveirunni né elta uppi þá sem hafi verið í samskiptum við smitaða og skipa þeim í sóttkví. Á Indlandi hefur umfangsmikið útgöngubann hjálpað verulega við að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu meðal 1,3 milljarða íbúa Indlands. Þar á hins vegar að setja lestar landsins á stað aftur, þar sem sagan segir okkur að margir verði í miklu návígi. Tugir þúsunda hafa pantað sér miða með lestunum sem fóru af stað í morgun. Í samtali við Reuters sagði starfsmaður ríkisfyrirtækisins sem heldur utan um rekstur lestakerfisins að allar lestir yrðu fullar í dag. Farþegar munu þó þurfa að láta hitamæla sig og samþykkja að sækja rakningarapp í síma sína, áður en þeir fá að fara um borð í lestarnar. Á undanförnum dögum hafa fyrirtæki verið opnuð á nýjan leik og þegar eru ummerki um fjölgun smitaðra, samkvæmt AP fréttaveitunni. Dr. Michael Ryan, frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sagði í gær að aðgerðir sem gripið hafi verið til í Þýskalandi og Suður-Kóreu sýni fram á að mögulegt sé að greina nýja smitklasa og einangra fólk áður en það verður of seint. Hann sagði ljóst að mörg ríki byggju ekki yfir þessari getu. „Að loka augunum og keyra í gegnum þetta blindur er eins kjánaleg jafna og ég hef séð,“ sagði Ryan. „Ég hef verulega áhyggjur af því að tiltekin ríki stefni á alvarlega blinda keyrslu á næstu mánuðum.“ .@WHO recommends countries answer these 3 questions to determine how to release a lockdown:-is the epidemic under control?-is the health system able to cope with a resurgence of cases?-is the surveillance system able to detect & manage the cases & their contacts?— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) May 11, 2020 Tæknifyrirtæki eins og Apple og Google vinna að þróun rakningarappa en sérfræðingar segja hefðbundna rannsóknarvinnu vera besta. Í Þýskalandi koma til dæmis rúmlega tíu þúsund manns að því að greina ferðir smitaðra. Yfirvöld Bretlands ætla að fá 18 þúsund manns til að vinna þessa vinnu þar í landi. Upprunalega stóð til að gera það í mars en hröð útbreiðsla veirunnar gerði það ómögulegt. Bandaríkin eru einnig meðal þeirra ríkja sem gætu verið óundirbúin fyrir aukna útbreiðslu veirunnar en eru samt að létta á félagsforðun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í gær að hver sem vildi gangast próf vegna veirunnar gæti gert það. Sérfræðingar segja það samt fjarri lagi. Yfirvöld Frakklands hafa heitið því að framkvæma 700 þúsund próf á degi hverjum en óljóst er hvort ríkið geti náð því markmiði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Bandaríkin Bretland Þýskaland Suður-Kórea Frakkland Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira