Fótbolti

Staðfesta að þýski boltinn fari að rúlla 15. maí

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Bayern München á síðustu leiktíð.
Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Bayern München á síðustu leiktíð. Getty/TF-Images

Þýska úrvalsdeildin hefur staðfest við þýska dagblaðið Bild að þýska úrvalsdeildin muni byrja aftur að rúlla 15. maí eftir að hafa verið á ís í tæpa tvo mánuði vegna kórónuveirufaraldursins.

Angela Merkel gaf í gær grænt ljós á að Bundesligan og 2. Bundesligaen færi af stað en hún fól forráðamönnum þýsku úrvalsdeildarinnar að finna dag til þess að byrja mótið og var búist við því að þetta yrði ákveðið á fundi í dag.

En samkvæmt Bild hefur DFL, samband þýsku úrvalsdeildarinnar, nú þegar staðfest að deildin fari af stað 15. maí. Þeir hafa skrifað út til þeirra 36 félaga sem leika í tveimur efstu deildunum.

Samúel Kári Friðjónsson og félagar í Paderborn spila fyrsta leikinn eftir veiruna en Paderborn spilar gegn Fortuna Dusseldorf föstudaginn 15. maí. Paderborn er á botni deildarinnar.

Flest lið deildarinnar eiga níu leiki eftir. Bayern Munchen er á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot á Borussia Dortmund og fimm stiga forskot á Leipzig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×