Forseti Íslands

Fréttamynd

Guðni hefur kosningabaráttu sína

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur hafið kosningabaráttu sína. Guðni tilkynnir í dag framboð sitt til endurkjörs en fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur í ár.

Innlent
Fréttamynd

Eliza og Vigdís skrifuðu leyniskilaboð

Garður frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta var vettvangurinn þegar Mæðrablóminu, árlegu söfnunarátaki Mæðrastyrksnefndar fyrir tekjulágar konur sem vilja mennta sig, var hleypt af stokkunum.

Innlent
Fréttamynd

„Betri lífsförunaut er ekki hægt að hugsa sér“

„Í dag á Eliza afmæli. Við hófum daginn á að ganga með börnunum í skólann. Betra gat það ekki verið og betri lífsförunaut er ekki hægt að hugsa sér. Eliza er sjálfstæð og kappsöm, staðráðin í að standa á eigin fótum og láta gott af sér leiða í samfélaginu.“

Lífið
Fréttamynd

Guðmundur Franklín Jónsson býður sig fram til forseta

Guðmundur Franklín Jónsson, viðskipta- og hagfræðingur, hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis Forseta Íslands. Nafn Guðmundar verður því að finna á kjörseðlum þegar kosningar fara fram 27. júní, nái hann tilskyldum fjölda meðmælenda. Guðmundur tilkynnti ákvörðun sína í beinni á Facebook síðu sinni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að Íslendingar standi saman

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði reyna á Íslendinga og nú þurfi þeir að sýna hvað í þeim búi. Hann sagði skipta miklu máli að sýna styrk og samstöðu og lagast að aðstæðum.

Innlent
Fréttamynd

Guðni og Eliza mættu í skimun

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Halldór Bjarki hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Halldór Bjarki Ólafsson, nemi í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Tengsl óeðlilegs blóðhags við bráða fylgikvilla og langtíma útkomu eftir skurðaðgerðir.

Innlent