Sendir aðstandendum hinna látnu samúðarkveðjur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 17:09 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendir aðstandendum þeirra sem látið hafa lífið af völdum covid-19 samúðarkveðjur. Tveir til viðbótar létust af völdum sjúkdómsins á Landspítalanum í nótt og hafa nú alls fimmtán látist hér á landi vegna covid-19. „Nú við upphaf nýrrar viku berast okkur þær sorgarfregnir að í nótt létust tveir hér á landi af völdum Covid-19. Þá hafi fimm dáið í þessari þriðju bylgju faraldursins og samtals 15 frá því að farsóttarinnar varð vart hér. Ég sendi ástvinum samúðarkveðjur,“ skrifar forsetinn í langri færslu sem hann birti á Facebook í dag. Hann hvetur jafnframt landsmenn til að kynna sér tilmæli og leiðbeiningar eftir að nýjar reglur tóku gildi fyrir helgi. „Ég finn einhug í samfélaginu um það að við viljum ekki lenda í þeirri skelfilegu raun að þurfa að velja hverjir komist á sjúkrahús og hverjir ekki. Því miður kom hópsmit upp í vikunni á Landakoti, deild Landspítala í Reykjavík. Vonir hljóta að standa til þess að allra leiða verði leitað til að koma í veg fyrir slíkt áfall á ný,“ skrifar Guðni ennfremur. Þá minnist hann þess einnig að síðastliðinn mánudag hafi þess verið minnst að aldarfjórðungur var frá snjóflóðinu á Flateyri sem tók 20 mannslíf og setur baráttuna við náttúruöflin í samhengi við baráttuna við heimsfaraldurinn. „Náttúruöflin eru máttug en mannkyn getur samt látið til sín taka. Snjóflóðavarnir hafa víða risið og baráttunni við farsóttina mun ljúka betur en raun var fyrr á öldum,“ segir í færslu Guðna sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Hópsýking á Landakoti Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendir aðstandendum þeirra sem látið hafa lífið af völdum covid-19 samúðarkveðjur. Tveir til viðbótar létust af völdum sjúkdómsins á Landspítalanum í nótt og hafa nú alls fimmtán látist hér á landi vegna covid-19. „Nú við upphaf nýrrar viku berast okkur þær sorgarfregnir að í nótt létust tveir hér á landi af völdum Covid-19. Þá hafi fimm dáið í þessari þriðju bylgju faraldursins og samtals 15 frá því að farsóttarinnar varð vart hér. Ég sendi ástvinum samúðarkveðjur,“ skrifar forsetinn í langri færslu sem hann birti á Facebook í dag. Hann hvetur jafnframt landsmenn til að kynna sér tilmæli og leiðbeiningar eftir að nýjar reglur tóku gildi fyrir helgi. „Ég finn einhug í samfélaginu um það að við viljum ekki lenda í þeirri skelfilegu raun að þurfa að velja hverjir komist á sjúkrahús og hverjir ekki. Því miður kom hópsmit upp í vikunni á Landakoti, deild Landspítala í Reykjavík. Vonir hljóta að standa til þess að allra leiða verði leitað til að koma í veg fyrir slíkt áfall á ný,“ skrifar Guðni ennfremur. Þá minnist hann þess einnig að síðastliðinn mánudag hafi þess verið minnst að aldarfjórðungur var frá snjóflóðinu á Flateyri sem tók 20 mannslíf og setur baráttuna við náttúruöflin í samhengi við baráttuna við heimsfaraldurinn. „Náttúruöflin eru máttug en mannkyn getur samt látið til sín taka. Snjóflóðavarnir hafa víða risið og baráttunni við farsóttina mun ljúka betur en raun var fyrr á öldum,“ segir í færslu Guðna sem sjá má í heild sinni hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Hópsýking á Landakoti Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira