Guðni og Eliza ávörpuðu heilbrigðisstarfsfólk Sylvía Hall skrifar 30. október 2020 21:09 Hjónin báru grímur þegar þau gengu inn í stofuna. Skjáskot Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid senda hugheilar kveðjur til heilbrigðisstarfsfólks í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Þau segja ábyrgð landsmanna mikla, enda þurfi heilbrigðisstarfsfólk að standa vaktina bæði dag og nótt. „Margir fleiri eiga þakkir skildar en um þessar mundir er heilbrigðiskerfi okkar undir einstöku álagi. Ábyrgð okkar hinna er mikil. Við þurfum hvert og eitt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta ykkur störfin. Við þurfum að stuðla að því að ykkur gangi sem allra best að verja þá sem eru veikastir fyrir,“ segir Guðni í ávarpi þeirra hjóna. Hann minnir þjóðina á mikilvægi samstöðu og samúðar, enda muni baráttan taka enda að lokum. „Hermt er að frægur mannfræðingur hafi eitt sinn verið spurður hver hún teldi fyrstu merki um menningu meðal mannkyns. Voru það tilhöggnir steinar eða leirker? Nei, var svarið, það myndi frekar vera ævafornt mannabein, brotinn lærleggur sem hafði verið búið um svo að greri um heilt. Einhver hafði lagt það á sig að hjálpa þeim sem var hjálpar þurfi. Það var menning, það var mennska.“ Þolinmæði og skilningur Eliza hélt ávarp sitt á ensku og beindi orðum sínum einnig til heilbrigðisstarfsfólks. Hún þakkaði því fyrir framlag sitt í erfiðum aðstæðum, vinna þeirra væri ómetanleg. „Svo mörg ykkar hafa svarað kallinu og boðið fram krafta ykkar og reynslu á stöðum þar sem við þurfum mest á því að halda. Takk fyrir að stíga fram,“ sagði Eliza. Þá sagði hún samstöðuna enn mikilvægari fyrir þá sem væru af erlendum uppruna og mögulega án fjölskyldumeðlima hér á landi. Það gæti reynst erfitt að vinna við krefjandi aðstæður án baklands. „Í baráttunni við ósýnilega veiru verðum við öll að standa saman. Við verðum að sýna samstöðu og samúð, þolinmæði og skilning. Og við verðum að styðja hvort annað.“ Hér að neðan má sjá ávarpið. ÁVÖRP // Kveðja forsetahjóna til starfsliðs Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana from Landspítali on Vimeo. Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid senda hugheilar kveðjur til heilbrigðisstarfsfólks í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Þau segja ábyrgð landsmanna mikla, enda þurfi heilbrigðisstarfsfólk að standa vaktina bæði dag og nótt. „Margir fleiri eiga þakkir skildar en um þessar mundir er heilbrigðiskerfi okkar undir einstöku álagi. Ábyrgð okkar hinna er mikil. Við þurfum hvert og eitt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta ykkur störfin. Við þurfum að stuðla að því að ykkur gangi sem allra best að verja þá sem eru veikastir fyrir,“ segir Guðni í ávarpi þeirra hjóna. Hann minnir þjóðina á mikilvægi samstöðu og samúðar, enda muni baráttan taka enda að lokum. „Hermt er að frægur mannfræðingur hafi eitt sinn verið spurður hver hún teldi fyrstu merki um menningu meðal mannkyns. Voru það tilhöggnir steinar eða leirker? Nei, var svarið, það myndi frekar vera ævafornt mannabein, brotinn lærleggur sem hafði verið búið um svo að greri um heilt. Einhver hafði lagt það á sig að hjálpa þeim sem var hjálpar þurfi. Það var menning, það var mennska.“ Þolinmæði og skilningur Eliza hélt ávarp sitt á ensku og beindi orðum sínum einnig til heilbrigðisstarfsfólks. Hún þakkaði því fyrir framlag sitt í erfiðum aðstæðum, vinna þeirra væri ómetanleg. „Svo mörg ykkar hafa svarað kallinu og boðið fram krafta ykkar og reynslu á stöðum þar sem við þurfum mest á því að halda. Takk fyrir að stíga fram,“ sagði Eliza. Þá sagði hún samstöðuna enn mikilvægari fyrir þá sem væru af erlendum uppruna og mögulega án fjölskyldumeðlima hér á landi. Það gæti reynst erfitt að vinna við krefjandi aðstæður án baklands. „Í baráttunni við ósýnilega veiru verðum við öll að standa saman. Við verðum að sýna samstöðu og samúð, þolinmæði og skilning. Og við verðum að styðja hvort annað.“ Hér að neðan má sjá ávarpið. ÁVÖRP // Kveðja forsetahjóna til starfsliðs Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana from Landspítali on Vimeo.
Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira