Forsetinn hvatti þjóðina til að forðast að „festast í þröngri rétthugsun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. ágúst 2020 20:30 Það voru færri viðstaddir embættistöku forseta Íslands í dag en venja er. Vísir/Einar Óvenju fámennt var við lágstemmda og hátíðlega athöfn á Alþingi í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands öðru sinni. Forsetinn bað þjóðina að halda áfram að meta víðsýni og frelsi og forðast að festast í þröngri rétthugsun í innsetningarræðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson og Elisa Reid komu til athafnarinnar á elsta bíl í eigu embættisins, sem var forsetabíll Sveins Björnssonar í hans tíð í embætti. Athöfnin hófst með einsöng Estherar Taliu Casey á lagi og ljóði Bubba Morthens "Fallegur dagur," að ósk Guðna. Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar lýsti kjöri Guðna Th. Jóhannessonar, sem síðan skrifaði undir drengskaparheit að stjórnarskránni. Hertar sóttvarnarráðstafanir settu óhjákvæmilega svip sinn á athöfnina. Aðeins 29 boðsgestir voru viðstaddir og vel var gætt að því að tveggja metra reglan væri virt. Guðni undirstrikaði í ræðu sinni að það væri á Alþingi sem þungi hins pólitíska valds lægi en forseta væri þó ætlað hlutverk á sviði stjórnmálanna. Forsetinn ítrekaði að samstaða væri um að forseti hverju sinni væri sameiningartákn þjóðarinnar. Bölmóður ætti ekki heima á Bessastöðum en rangur póll væri tekinn í hæðina ef forseti teldi vænlegast stöðu sinnar vegna að segja ekkert sem gæti valdið deilum í samfélaginu. „Blessunarlega erum við ólík um margt. En saman metum við þó mikils víðsýni og mildi, fjölbreytni og frelsi. Höldum því áfram en forðumst um leið að festast í þröngri rétthugsun, verða ofur viðkvæm fyrir öndverðum skoðunum og hneykslast á hinu og þessu í kringum okkur,“ sagði Guðni meðal annars. Engin athöfn fór fram í dómkirkjunni líkt og venja er en þess í stað, bað Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands, forseta og þjóð blessunar við athöfnina í þinghúsinu. Það var svo engin önnur en Diddú sem söng þjóðsönginn við lok athafnarinnar. Þótt forsetahjónin hafi ekki stígið út á svalir þinghússins að athöfn lokinni líkt og venjan er hafði nokkur hópur fólks safnast saman á Austurvelli til að fylgjast með. „Mér er efst í huga þakklæti og auðmýkt. Ég tek nú við embætti forseta í annað sinn og einset mér að gegna þessi embætti eftir bestu getu og er þakklátur þjóð minni fyrir það traust sem mér hefur verið falið,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu að athöfninni lokinni. Viðtal við Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan. Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Óvenju fámennt var við lágstemmda og hátíðlega athöfn á Alþingi í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands öðru sinni. Forsetinn bað þjóðina að halda áfram að meta víðsýni og frelsi og forðast að festast í þröngri rétthugsun í innsetningarræðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson og Elisa Reid komu til athafnarinnar á elsta bíl í eigu embættisins, sem var forsetabíll Sveins Björnssonar í hans tíð í embætti. Athöfnin hófst með einsöng Estherar Taliu Casey á lagi og ljóði Bubba Morthens "Fallegur dagur," að ósk Guðna. Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar lýsti kjöri Guðna Th. Jóhannessonar, sem síðan skrifaði undir drengskaparheit að stjórnarskránni. Hertar sóttvarnarráðstafanir settu óhjákvæmilega svip sinn á athöfnina. Aðeins 29 boðsgestir voru viðstaddir og vel var gætt að því að tveggja metra reglan væri virt. Guðni undirstrikaði í ræðu sinni að það væri á Alþingi sem þungi hins pólitíska valds lægi en forseta væri þó ætlað hlutverk á sviði stjórnmálanna. Forsetinn ítrekaði að samstaða væri um að forseti hverju sinni væri sameiningartákn þjóðarinnar. Bölmóður ætti ekki heima á Bessastöðum en rangur póll væri tekinn í hæðina ef forseti teldi vænlegast stöðu sinnar vegna að segja ekkert sem gæti valdið deilum í samfélaginu. „Blessunarlega erum við ólík um margt. En saman metum við þó mikils víðsýni og mildi, fjölbreytni og frelsi. Höldum því áfram en forðumst um leið að festast í þröngri rétthugsun, verða ofur viðkvæm fyrir öndverðum skoðunum og hneykslast á hinu og þessu í kringum okkur,“ sagði Guðni meðal annars. Engin athöfn fór fram í dómkirkjunni líkt og venja er en þess í stað, bað Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands, forseta og þjóð blessunar við athöfnina í þinghúsinu. Það var svo engin önnur en Diddú sem söng þjóðsönginn við lok athafnarinnar. Þótt forsetahjónin hafi ekki stígið út á svalir þinghússins að athöfn lokinni líkt og venjan er hafði nokkur hópur fólks safnast saman á Austurvelli til að fylgjast með. „Mér er efst í huga þakklæti og auðmýkt. Ég tek nú við embætti forseta í annað sinn og einset mér að gegna þessi embætti eftir bestu getu og er þakklátur þjóð minni fyrir það traust sem mér hefur verið falið,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu að athöfninni lokinni. Viðtal við Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira