Dýr

Fréttamynd

Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna að­gerða­leysis

Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta hlýtur að teljast ó­á­sættan­legt“

Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út.

Innlent
Fréttamynd

Umbæru aldrei slíka meðferð á öðrum dýrategundum

Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að Íslendingar myndu aldrei sætta sig við að aðrar dýrategundir væru látnar sæta sömu meðferð og hvalir eins og lýst er í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar. Ráðherra sé skylt að afturkalla veiðileyfi á grundvelli hennar.

Innlent
Fréttamynd

Álka sem fannst á Spáni talin vera frá Ís­landi

Lögreglan í Mazagon á Spáni fangaði á dögunum álkufugl sem fundist hafði við stendur bæjarins. Talið er líklegt að fuglinn hafi flogið suður um höf frá Íslandi, enda finnst meirihluti allra álka í heiminum hérlendis.

Erlent
Fréttamynd

„Hann getur ekki gert neinum mein og er besti vinur allra“

„Ég gæti ekki ímyndað mér að lifa án hans,“ segir dóttir konu sem tók að sér hund systur sinnar sem lést úr krabbameini. Nágrannar eru ósáttir við veru hundsins í húsinu þrátt fyrir að þeir búi ekki á sama stigagangi. Enginn hefur borið fyrir sig ofnæmi né ónæði. 

Innlent
Fréttamynd

Líkams­leifar týnds manns fundust í krókódíl

Líkamsleifar ástralsks manns sem týndist fundust í krókódíl. Maðurinn hvarf er hann var að veiða með vinum sínum í þjóðgarði í norðanverðri Ástralíu. Leit að manninum hafði staðið yfir í tvo daga þegar líkamsleifarnar fundust í krókódílnum.

Erlent
Fréttamynd

Freyja gerð ó­dauð­leg með styttu í Osló

Reist hefur verið stytta af vandræðarostungnum Freyju í Osló, höfuðborg Noregs. Freyja var aflífuð í ágúst á síðasta ári vegna ágengni almennings og ferðamanna þar sem hún dvaldi á smábátabryggju nærri Osló.

Erlent
Fréttamynd

Urðunar­staður fundinn en verður haldið leyndum í bili

Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för.

Innlent
Fréttamynd

Vonsvikin með viðbrögð sveitunga eftir að hafa boðið fram jörð sína

Sonja Líndal Þórisdóttir, bóndi á Lækjamóti í Húnaþingi vestra, segir sárt að sveitungar hennar hafi talið hana og eiginmann hennar vilja stofna lífsviðurværi þeirra í hættu með því að bjóðast til þess að skaffa urðunarstað fyrir riðuhræ frá bænum Syðri-Urriðaá. Hún segist hafa verið sökuð um að sáldra riðu um allan Víðidal. 

Innlent
Fréttamynd

Ljós við enda ganganna en niður­skurður eina leiðin eins og er

Sauðfjárbændur í Miðfirði skora á stjórnvöld að leita annarra lausna en að aflífa allt fé á bæ þar sem riða kom upp. Ráðherra segir niðurskurð einu lausnina í þessu tilviki en að áhersla sé lögð á að rækta upp stofn án riðu í framtíðinni. Ljóst er að kostnaðurinn við riðutilvikin verði umtalsverður en fyrst og fremst sé um samfélagslegt áfall að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Skera niður á morgun

Fé frá Syðri-Urriðaá verður fellt á morgun, þar sem búið er að leysa förgunarvanda sem varð til þess að ekki var hægt að hefja niðurskurð í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Ná ekki að aflífa féð í dag og tíminn á þrotum

Fé frá Syðri-Urriðaá, þar sem riða greindist fyrir helgi, verður ekki aflífað í dag þar sem förgunarstaður hefur ekki enn fundist. Takist það ekki á morgun þarf að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir það einnig á dagskrá að aflífa og taka sýni úr um tuttugu gripum sem komið hafa frá bænum á aðra bæi.

Innlent
Fréttamynd

Sjö egg í laup krummapars á Selfossi

Enn og aftur hafa hrafnarnir Hrefna og Hrafn gert sér laup við verslun Byko á Selfossi og þar er Hrefna búin að verpa sjö eggjum. En þetta er ekki eini laupurinn á Selfossi.

Lífið
Fréttamynd

Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu

Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust.

Innlent
Fréttamynd

Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arf­gerð gegn riðu

Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 

Innlent
Fréttamynd

Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi

Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Skera niður allt fé á öðrum bæ í Mið­firði

Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður.

Innlent
Fréttamynd

Líkleg riða á öðru stóru býli

Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar

Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum.

Innlent
Fréttamynd

Kom í leitirnar eftir sex ár á ver­gangi

Köttur sem hvarf fyrir sex árum í Reykjavík birtist í innkeyrslu hjóna í Borgarnesi fyrir tveimur vikum. Þökk sé kattasamfélaginu og störfum Villikatta á Vesturlandi er búið að hafa uppi á eigandanum.

Innlent
Fréttamynd

Telja kýrnar fjórar hafa fallið í gegnum ís

Dauð kýr fannst í Víkurfjöru í gær. Þetta er fjórða kýrin sem finnst dauð á Suðurlandi síðustu daga. Fyrir höfðu tvær fundist á Ásólfsskálafjöru undir Eyjaföllum og ein við Markarfljót. 

Innlent
Fréttamynd

Farand­rostungurinn Þór farinn frá Þórs­höfn

Rostungurinn Þór, sem gerði sig heimakominn á Þórshöfn í gær, er farinn. Skólastjórinn í bænum segir gaman að hafa fengið hann í heimsókn og hann sé alltaf velkominn aftur, enda hafi hann reynst mikið aðdráttarafl þegar kemur að ferðamönnum.

Innlent