Óvenju margir dauðir auðnutittlingar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2024 15:57 Auðnutittlingar virðast vera að drepast í hrönnum. Getty Óvenju margar ábendingar hafa borist Matvælastofnun að undanförnu vegna dauðra auðnutittlinga. Ábendingarnar hafa borist af öllu landinu frá fólki sem reglulega gefur smáfuglum að éta. Fram kemur í tilkynningu frá MAST að stofnunin muni reyna að komast til botns í málinu á næstunni. Ábendingar sem borist hafi stofnuninni hafi iðulega snúist að einstaka eða fáeinum fuglum sem sýni veikindaeinkenni og drepist á að því er virðist tveimur til þremur dögum. „Ekki hefur verið sýnt fram á fjöldadauða auðnutittlinga en sumir sem fóðra smáfulga upplýsa að auðnutittlingar séu hættir að koma á fóðurstöðvar. Skýringin á því getur auðvitað einnig verið að fuglarnir hafi flutt sig á milli svæða en tilkynningar um veika og dauða fugla eru þó óvanalega margar,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni. Matvælastofnun muni á næstunni fá hræ af fuglum frá mismunandi landsvæðum og senda í sýnatökur og krufningu hjá Tilraunastöðinni að Keldum til að komast til botns í málinu. „Samkvæmt upplýsingum dýrafræðinga við Háskóla Íslands hafa álíka tilvik komið upp hér á landi áður á síðustu árum, en þó ekki í þessu umfangi. Ekki hefur áður verið kannað sérstaklega hvað veldur þessum afföllum.“ Fram kemur í tilkynningunni að auðnutittlingar haldi helst til í birkiskógum og kjarrlendi enda er fuglinn frææta og er uppistaða fæðu hans birkifræ. Auðnutittlingar halda jafnframt til í ræktuðu skóglendi og görðum, ekki síst þar sem fræ eru gefin og eru sólblómafræ sérstaklega vinsæl hjá fuglinum. Matvælastofnun hvetur þá sem fóðra fuglana að gæta fyllsta hreinlætis og dreifa fóðri sem mest á marga staði. Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá MAST að stofnunin muni reyna að komast til botns í málinu á næstunni. Ábendingar sem borist hafi stofnuninni hafi iðulega snúist að einstaka eða fáeinum fuglum sem sýni veikindaeinkenni og drepist á að því er virðist tveimur til þremur dögum. „Ekki hefur verið sýnt fram á fjöldadauða auðnutittlinga en sumir sem fóðra smáfulga upplýsa að auðnutittlingar séu hættir að koma á fóðurstöðvar. Skýringin á því getur auðvitað einnig verið að fuglarnir hafi flutt sig á milli svæða en tilkynningar um veika og dauða fugla eru þó óvanalega margar,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni. Matvælastofnun muni á næstunni fá hræ af fuglum frá mismunandi landsvæðum og senda í sýnatökur og krufningu hjá Tilraunastöðinni að Keldum til að komast til botns í málinu. „Samkvæmt upplýsingum dýrafræðinga við Háskóla Íslands hafa álíka tilvik komið upp hér á landi áður á síðustu árum, en þó ekki í þessu umfangi. Ekki hefur áður verið kannað sérstaklega hvað veldur þessum afföllum.“ Fram kemur í tilkynningunni að auðnutittlingar haldi helst til í birkiskógum og kjarrlendi enda er fuglinn frææta og er uppistaða fæðu hans birkifræ. Auðnutittlingar halda jafnframt til í ræktuðu skóglendi og görðum, ekki síst þar sem fræ eru gefin og eru sólblómafræ sérstaklega vinsæl hjá fuglinum. Matvælastofnun hvetur þá sem fóðra fuglana að gæta fyllsta hreinlætis og dreifa fóðri sem mest á marga staði.
Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar Sjá meira