Elsti hundur sögunnar sviptur titlinum Bjarki Sigurðsson skrifar 16. janúar 2024 14:34 Þrátt fyrir að vera kannski ekki jafn gamall og talið var er ljóst að Bobi var afar ljúfur og góður hundur. Getty/Luis Boza Þegar portúgalski fjárhundurinn Bobi drapst í október á síðasta ári var hann talinn vera elsti hundur sögunnar, 31 árs gamall. Nú vilja dýralæknar meina að hann hafi alls ekki verið svo gamall. Hann hefur því verið sviptur titlinum tímabundið. Bobi tók metið af ástralska nautgripahundinum Bluey sem var 29 ára þegar hann drapst árið 1939. Eftir að hafa hrifsað metið til sín átti Bobi svo eftir að lifa í tvö ár til viðbótar. Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því Bobi fagnaði meintu 31 árs afmæli sínu. Klippa: Elsti hundur heims sprækur á afmælinu 31 ár kann að hljóma ekki svo mikið, en þegar miðað er við hina klassísku formúlu að eitt ár fyrir hunda sé líkt og sjö ár hjá mönnum, má ætla að Bobi hafi verið 217 ára gamall í mannaárum þegar hann drapst. Eða hvað? Mynd af Bobi tekin þremur mánuðum áður en hann drapst. Getty/Luis Boza Eftir að Bobi fékk heimsmetið fóru fleiri og fleiri að efast um aldur hans. Til að mynda voru loppur hans öðruvísi á litinn en á mynd sem eigandi hans sagði vera af Bobi frá árinu 1999. Vildu þeir meina að mögulega væri um annan hund að ræða á myndinni. Ekki hjálpaði það Bobi að aldur hans var einungis staðfestur af eigendum hans. Hann var settur í aldursgreiningu sem sýndi fram á að hann væri vissulega eldri en flestir hundar, en gat greiningin ekki staðfest hversu gamall hann væri. Nú hafa samtökin Royal College of Veterinary Surgeons gefið út að þau trúi því ekki að Bobi hafi náð 31 árs aldri. Heimsmetabók Guinness ákvað því að rannsaka þyrfti mál Bobis. Á meðan er Bluey aftur orðinn elsti hundur sögunnar og elsti núlifandi hundur heims er chihuahua hundurinn Spike. Dýr Hundar Tengdar fréttir Elsti hundur heims við hestaheilsu Portúgalski hundurinn Bobi hefur komist á spjöld sögunnar sem elsti hundur allra tíma, en metið hefur verið staðfest af Heimsmetabók Guinness. 3. febrúar 2023 07:52 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Bobi tók metið af ástralska nautgripahundinum Bluey sem var 29 ára þegar hann drapst árið 1939. Eftir að hafa hrifsað metið til sín átti Bobi svo eftir að lifa í tvö ár til viðbótar. Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því Bobi fagnaði meintu 31 árs afmæli sínu. Klippa: Elsti hundur heims sprækur á afmælinu 31 ár kann að hljóma ekki svo mikið, en þegar miðað er við hina klassísku formúlu að eitt ár fyrir hunda sé líkt og sjö ár hjá mönnum, má ætla að Bobi hafi verið 217 ára gamall í mannaárum þegar hann drapst. Eða hvað? Mynd af Bobi tekin þremur mánuðum áður en hann drapst. Getty/Luis Boza Eftir að Bobi fékk heimsmetið fóru fleiri og fleiri að efast um aldur hans. Til að mynda voru loppur hans öðruvísi á litinn en á mynd sem eigandi hans sagði vera af Bobi frá árinu 1999. Vildu þeir meina að mögulega væri um annan hund að ræða á myndinni. Ekki hjálpaði það Bobi að aldur hans var einungis staðfestur af eigendum hans. Hann var settur í aldursgreiningu sem sýndi fram á að hann væri vissulega eldri en flestir hundar, en gat greiningin ekki staðfest hversu gamall hann væri. Nú hafa samtökin Royal College of Veterinary Surgeons gefið út að þau trúi því ekki að Bobi hafi náð 31 árs aldri. Heimsmetabók Guinness ákvað því að rannsaka þyrfti mál Bobis. Á meðan er Bluey aftur orðinn elsti hundur sögunnar og elsti núlifandi hundur heims er chihuahua hundurinn Spike.
Dýr Hundar Tengdar fréttir Elsti hundur heims við hestaheilsu Portúgalski hundurinn Bobi hefur komist á spjöld sögunnar sem elsti hundur allra tíma, en metið hefur verið staðfest af Heimsmetabók Guinness. 3. febrúar 2023 07:52 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Elsti hundur heims við hestaheilsu Portúgalski hundurinn Bobi hefur komist á spjöld sögunnar sem elsti hundur allra tíma, en metið hefur verið staðfest af Heimsmetabók Guinness. 3. febrúar 2023 07:52