Landsmenn hvattir til að telja fugla í görðum sínum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. janúar 2024 13:03 Garðfuglahelgi Fuglaverndar fer fram um helgina þar sem landsmenn eru hvattir til að telja fugla og greina þá í görðum sínum. Tómas Grétar Gunnarsson Landsmenn eru hvattir til að telja fugla í görðum sínum um helgina en Garðfuglahelgi Fuglaverndar fer einmitt fram í dag og á morgun. Eingöngu á að telja þá fugla, sem eru í garðinum, ekki þá sem fljúga yfir. Það er komið að árlegri Garðfuglahelgi Fuglaverndar, sem er oftast haldin síðustu helgina í janúar. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem fólk þarf að gera er að fylgjast með garðinum sínum í einn klukkutíma um helgina og skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Bara þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Niðurstöðurnar eru svo sendar rafrænt til Fuglaverndar. Guðni Sighvatsson, fuglaáhugamaður á Laugarvatni veit allt um Garðfuglahelgina. „Tilgangurinn er að við sjáum og skráum það sem við finnum og hvaða fugla við sjáum. Margskonar nyt eru af þessum upplýsingum eins og til dæmis fjöldi fuglanna sem eru. Erum við að sjá eitthvað nýtt, erum við að sjá tegundir, sem við höfum ekki séð áður eða þær, sem hafa verið og eru að koma aftur, allt í þeim dúr,” segir Guðni. En hvenær dagsins er best að telja fuglana? „Best er að miða við ljósaskiptin á morgnanna eða kvöldin þegar fuglarnir eru oftast örvæntingarfyllri að ná sér í fóður eftir nóttina eða fyrir nóttina. Þá eru meiri líkur á að þú sjáir þá á ferðinni.” Silkitoppa, falleg mynd.Jóhann Óli Hilmarsson. En hverju á helst að huga að núna þessa dagana með fuglana. Það er hríðarbylur úti og skítakuldi, hvað er svona best að gera? „Þeir, sem eru sérstaklega hérna á veturna eru alveg sér gerðir fyrir þessar aðstæður og til að mynda þolir Snjótittlingurinn allt að 90 gráðu frost, sem er ansi mikill kuldi en það sem er kannski erfiðast fyrir þá alla er æti, að komast í einhvers konar fæðu og þegar það eru jarðbönn og lítið um þá byrja vandræðin aðeins að hrannast upp hjá þeim því þeir þurfa náttúrulega til að kynda líkann og kynda einangrunina þá þurfa þeir orku,” segir Guðni. Upplýsingar um helgina Bláskógabyggð Fuglar Dýr Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Það er komið að árlegri Garðfuglahelgi Fuglaverndar, sem er oftast haldin síðustu helgina í janúar. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem fólk þarf að gera er að fylgjast með garðinum sínum í einn klukkutíma um helgina og skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Bara þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Niðurstöðurnar eru svo sendar rafrænt til Fuglaverndar. Guðni Sighvatsson, fuglaáhugamaður á Laugarvatni veit allt um Garðfuglahelgina. „Tilgangurinn er að við sjáum og skráum það sem við finnum og hvaða fugla við sjáum. Margskonar nyt eru af þessum upplýsingum eins og til dæmis fjöldi fuglanna sem eru. Erum við að sjá eitthvað nýtt, erum við að sjá tegundir, sem við höfum ekki séð áður eða þær, sem hafa verið og eru að koma aftur, allt í þeim dúr,” segir Guðni. En hvenær dagsins er best að telja fuglana? „Best er að miða við ljósaskiptin á morgnanna eða kvöldin þegar fuglarnir eru oftast örvæntingarfyllri að ná sér í fóður eftir nóttina eða fyrir nóttina. Þá eru meiri líkur á að þú sjáir þá á ferðinni.” Silkitoppa, falleg mynd.Jóhann Óli Hilmarsson. En hverju á helst að huga að núna þessa dagana með fuglana. Það er hríðarbylur úti og skítakuldi, hvað er svona best að gera? „Þeir, sem eru sérstaklega hérna á veturna eru alveg sér gerðir fyrir þessar aðstæður og til að mynda þolir Snjótittlingurinn allt að 90 gráðu frost, sem er ansi mikill kuldi en það sem er kannski erfiðast fyrir þá alla er æti, að komast í einhvers konar fæðu og þegar það eru jarðbönn og lítið um þá byrja vandræðin aðeins að hrannast upp hjá þeim því þeir þurfa náttúrulega til að kynda líkann og kynda einangrunina þá þurfa þeir orku,” segir Guðni. Upplýsingar um helgina
Bláskógabyggð Fuglar Dýr Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira