Landsmenn hvattir til að telja fugla í görðum sínum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. janúar 2024 13:03 Garðfuglahelgi Fuglaverndar fer fram um helgina þar sem landsmenn eru hvattir til að telja fugla og greina þá í görðum sínum. Tómas Grétar Gunnarsson Landsmenn eru hvattir til að telja fugla í görðum sínum um helgina en Garðfuglahelgi Fuglaverndar fer einmitt fram í dag og á morgun. Eingöngu á að telja þá fugla, sem eru í garðinum, ekki þá sem fljúga yfir. Það er komið að árlegri Garðfuglahelgi Fuglaverndar, sem er oftast haldin síðustu helgina í janúar. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem fólk þarf að gera er að fylgjast með garðinum sínum í einn klukkutíma um helgina og skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Bara þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Niðurstöðurnar eru svo sendar rafrænt til Fuglaverndar. Guðni Sighvatsson, fuglaáhugamaður á Laugarvatni veit allt um Garðfuglahelgina. „Tilgangurinn er að við sjáum og skráum það sem við finnum og hvaða fugla við sjáum. Margskonar nyt eru af þessum upplýsingum eins og til dæmis fjöldi fuglanna sem eru. Erum við að sjá eitthvað nýtt, erum við að sjá tegundir, sem við höfum ekki séð áður eða þær, sem hafa verið og eru að koma aftur, allt í þeim dúr,” segir Guðni. En hvenær dagsins er best að telja fuglana? „Best er að miða við ljósaskiptin á morgnanna eða kvöldin þegar fuglarnir eru oftast örvæntingarfyllri að ná sér í fóður eftir nóttina eða fyrir nóttina. Þá eru meiri líkur á að þú sjáir þá á ferðinni.” Silkitoppa, falleg mynd.Jóhann Óli Hilmarsson. En hverju á helst að huga að núna þessa dagana með fuglana. Það er hríðarbylur úti og skítakuldi, hvað er svona best að gera? „Þeir, sem eru sérstaklega hérna á veturna eru alveg sér gerðir fyrir þessar aðstæður og til að mynda þolir Snjótittlingurinn allt að 90 gráðu frost, sem er ansi mikill kuldi en það sem er kannski erfiðast fyrir þá alla er æti, að komast í einhvers konar fæðu og þegar það eru jarðbönn og lítið um þá byrja vandræðin aðeins að hrannast upp hjá þeim því þeir þurfa náttúrulega til að kynda líkann og kynda einangrunina þá þurfa þeir orku,” segir Guðni. Upplýsingar um helgina Bláskógabyggð Fuglar Dýr Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Það er komið að árlegri Garðfuglahelgi Fuglaverndar, sem er oftast haldin síðustu helgina í janúar. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem fólk þarf að gera er að fylgjast með garðinum sínum í einn klukkutíma um helgina og skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Bara þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Niðurstöðurnar eru svo sendar rafrænt til Fuglaverndar. Guðni Sighvatsson, fuglaáhugamaður á Laugarvatni veit allt um Garðfuglahelgina. „Tilgangurinn er að við sjáum og skráum það sem við finnum og hvaða fugla við sjáum. Margskonar nyt eru af þessum upplýsingum eins og til dæmis fjöldi fuglanna sem eru. Erum við að sjá eitthvað nýtt, erum við að sjá tegundir, sem við höfum ekki séð áður eða þær, sem hafa verið og eru að koma aftur, allt í þeim dúr,” segir Guðni. En hvenær dagsins er best að telja fuglana? „Best er að miða við ljósaskiptin á morgnanna eða kvöldin þegar fuglarnir eru oftast örvæntingarfyllri að ná sér í fóður eftir nóttina eða fyrir nóttina. Þá eru meiri líkur á að þú sjáir þá á ferðinni.” Silkitoppa, falleg mynd.Jóhann Óli Hilmarsson. En hverju á helst að huga að núna þessa dagana með fuglana. Það er hríðarbylur úti og skítakuldi, hvað er svona best að gera? „Þeir, sem eru sérstaklega hérna á veturna eru alveg sér gerðir fyrir þessar aðstæður og til að mynda þolir Snjótittlingurinn allt að 90 gráðu frost, sem er ansi mikill kuldi en það sem er kannski erfiðast fyrir þá alla er æti, að komast í einhvers konar fæðu og þegar það eru jarðbönn og lítið um þá byrja vandræðin aðeins að hrannast upp hjá þeim því þeir þurfa náttúrulega til að kynda líkann og kynda einangrunina þá þurfa þeir orku,” segir Guðni. Upplýsingar um helgina
Bláskógabyggð Fuglar Dýr Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira