Fjölmiðlar

Fréttamynd

Bretaprins höfðar mál gegn the Sun

Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins.

Erlent
Fréttamynd

Mál Ara flutt í héraði í dag

Í dag fer fram munnlegur málflutningur í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, í Héraðsdómi Reykjaness.

Innlent
Fréttamynd

Horfa í ríkara mæli fram hjá gögnum

Það hefur færst í aukana að fyrirtæki slíti samstarfi við auglýsingastofur og birtingahús og sinni markaðsmálum sjálf. Stjórnendur MediaCom segja að það geti leitt til þess að hætt verði að horfa til gagna um fjölmiðla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

RÚV fær 5000 evra sekt vegna Palestínu­fána Hatara

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur ákveðið að sekta Ríkisútvarpið fyrir það uppátæki hljómsveitarinnar Hatara að veifa borða í fánalitum Palestínu í græna herberginu á úrslitakvöldi Eurovision í Ísrael í maí.

Innlent