Bjóða enska boltann á þúsund krónur í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2020 09:01 Sýn kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vegna verðlagningar símans vorið 2019. Vísir/Samsett Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. Samkeppniseftirlitið taldi að með því að bjóða Heimilispakkann (með margvíslegri fjarskiptaþjónustu) og Símann Sport/Enska boltann (línulegt áskriftarsjónvarp) með miklum verðmun og ólíkum viðskiptakjörum, eftir því hvort umrædd þjónusta og þá sérstaklega Enski boltinn var seld saman eða sitt í hvoru lagi, hafi Síminn brotið gegn áðurnefndri 3. gr. sáttar Samkeppniseftirlitsins frá 15. apríl 2015.“ Síminn bauð þannig Enska boltann á mun betri kjörum fyrir þá sem þegar voru í viðskiptum við fyrirtækið. Sýn kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vorið 2019. Í kvörtuninni var því haldið fram að verðlagning, kynning og skilmálar á fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu Símans, einkum enska boltanum, hafi falið í sér mjög alvarlegar samkeppnishömlur. Í tilkynningu frá Vodafone, sem send var út í morgun, kemur fram að nú verði Enski boltinn einnig á 1000 krónur fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Eins hefur verið óskað eftir því að Síminn breyti verðlagningu sinni þannig að hægt verði að bjóða neytendum Enska boltann á 1000 krónur á mánuði á næsta keppnistímabili. „Það skal tekið fram að verð Símans á þjónustunni sem hluti af eigin vöruframboði er mun lægra en núgildandi heildsöluverð til Vodafone. Hefur Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að þetta leggi stein í götu keppinauta Símans. Af þeim sökum hefur Vodafone óskað eftir því að Síminn breyti heildsöluverðlagningu sinni þannig að unnt verði að bjóða neytendum Enska boltann á kr. 1000 á mánuði einnig á næsta keppnistímabili án þess að umtalsvert tap hljótist af,“ segir í tilkynningunni. Vert er að taka fram að bæði Vodafone og Vísir eru í eigu sama fyrirtækis, Sýnar hf. Samkeppnismál Fjarskipti Fjölmiðlar Enski boltinn Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. Samkeppniseftirlitið taldi að með því að bjóða Heimilispakkann (með margvíslegri fjarskiptaþjónustu) og Símann Sport/Enska boltann (línulegt áskriftarsjónvarp) með miklum verðmun og ólíkum viðskiptakjörum, eftir því hvort umrædd þjónusta og þá sérstaklega Enski boltinn var seld saman eða sitt í hvoru lagi, hafi Síminn brotið gegn áðurnefndri 3. gr. sáttar Samkeppniseftirlitsins frá 15. apríl 2015.“ Síminn bauð þannig Enska boltann á mun betri kjörum fyrir þá sem þegar voru í viðskiptum við fyrirtækið. Sýn kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vorið 2019. Í kvörtuninni var því haldið fram að verðlagning, kynning og skilmálar á fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu Símans, einkum enska boltanum, hafi falið í sér mjög alvarlegar samkeppnishömlur. Í tilkynningu frá Vodafone, sem send var út í morgun, kemur fram að nú verði Enski boltinn einnig á 1000 krónur fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Eins hefur verið óskað eftir því að Síminn breyti verðlagningu sinni þannig að hægt verði að bjóða neytendum Enska boltann á 1000 krónur á mánuði á næsta keppnistímabili. „Það skal tekið fram að verð Símans á þjónustunni sem hluti af eigin vöruframboði er mun lægra en núgildandi heildsöluverð til Vodafone. Hefur Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að þetta leggi stein í götu keppinauta Símans. Af þeim sökum hefur Vodafone óskað eftir því að Síminn breyti heildsöluverðlagningu sinni þannig að unnt verði að bjóða neytendum Enska boltann á kr. 1000 á mánuði einnig á næsta keppnistímabili án þess að umtalsvert tap hljótist af,“ segir í tilkynningunni. Vert er að taka fram að bæði Vodafone og Vísir eru í eigu sama fyrirtækis, Sýnar hf.
Samkeppnismál Fjarskipti Fjölmiðlar Enski boltinn Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15