Bjarni hamraði á því að hann vildi konu í ritstjórastöðuna Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2020 13:22 Skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins, Tómas Brynjólfsson, var Bjarna til halds og trausts á fundinum. En ekki reyndi mikið á hann. Stjórnarliðar í nefndinni sem og Bjarni vildu meina að þetta væri stormur í vatnsglasi. visir/sigurjón Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun til þess að ræða það að fjármálaráðuneytið hafi sett sig á móti því að Þorvaldur Gylfason prófessor yrði fenginn til að ritstýra fagriti um efnahagsmál á vegum hinnar norrænu ráðherranefndar. Á fundinum fór Bjarni vítt og breytt yfir sviðið, hann sagði að þau gögn sem lögmaður Þorvaldar, Sigríður Rut Júlíusdóttir, kreisti út úr nefndinni eftir kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, væru aðeins brot af myndinni. Sem hefði haft í för með sér að menn hafi dregið rangar ályktanir og fréttaflutningur hafi verið rangur. Ekki aðeins hafi það legið til grundvallar að Þorvaldur hafi þótt óheppilegur digurbarkalegar yfirlýsingar hans um Sjálfstæðisflokkinn, en mjög hefur verið gagnrýnt að flokkspólitísk sjónarmið ráði við stöðuveitingar, heldur hafi fjármálaráðuneytið lagt upp með að kandídat í ritstjórastöðuna hefði komið að stefnumótun í efnahagsmálum nýlega, sem sagt að Ísland hafi lagt upp með að yngri ritstjóri kæmi að ritstjórn þessa tímarits. Frumhlaup af hálfu nefndarmanna Og þá sagði Bjarni að þeir hafi gjarna viljað fá konu til að ritstýra ritinu. Bjarni hefur áður nefnt það og á téðum fundi nefndi hann það atriði fjórum eða fimm sinnum. „Við töldum að það væri tímabært að það kæmi kona að ritstjórn blaðsins. Í svona óformlegu samstarfi eru mörg nöfn nefnd, ekki á vitorði allra kollega milli landanna. Okkar tillögur í þessu efni loðuðu ekki lengi við þó þeim hafi verið gefinn gaumur. Bjarni var pollrólegur á fundinum og velti því fyrir sér, þegar hann talaði um frumhlaup nefndarmanns sem bauð Þorvaldi starfið, hvort þarna væri gamla kunningjasamfélagið að sýna sinn úfna haus; kallar og vinir að skipta á milli sín bitum?visir/sigurjón Líður fram á haustið og þá heldur þessi vinna áfram. Það kom okkur í opna skjöldu þegar kemur tillaga að nafni Íslendings kom inná þennan vettvang, nafn sem aldrei hafði verið nefnt að okkar hálfu,“ sagði Bjarni. Hann talaði um það sem mikið frumhlaup af hálfu starfsmanns nefndarinnar að orða það við Þorvald að staðan kynni að vera hans. Bjarni, sem hafði með sér á fundinn sér til halds og trausts, Tómas Brynjólfsson skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins en hann staðfesti að ýmislegt hafi farið fram í samskiptum ráðuneytisins við stýrinefndina en margra mánaða ferli hafi legið að baki því að finna rétta ritstjórann. Óli Björn Kárason, einn nefndamanna, taldi þetta storm í vatnsglasi og vakti athygli á því að hann teldi þetta rit ekki mikilla sanda og sæva og spurði hvað það kostaði? Tómas sagðist þurfa að kanna það sérstaklega með skriflegri fyrirspurn. Eldrikallaklíka fræðasamfélagsins Bjarna varð tíðrætt um að ritstjóri Nordic Economic Policy Review væri einskonar samstarfsmaður fjármálaráðuneytisins og meðal annars spurður um það hvort fyrir lægju stjórnmálaskoðanir þeirra sem ráðuneytið hafi lagt fram sem kandídat, Friðrik Má Baldvinsson og hin ónefnda kona, hvort þau styddu þá ríkisstjórnina? „Allir sem lagðir voru til hafa hver með sínum hætti komið að stefnumótun ríkisstjórna. En um stjórnmálaskoðanir veit ég ekki neitt, sé ekki að það komi málinu við í sjálfu sér. Hver ætti að veljast í ritstjórastólinn,“ sagði Bjarni. Bjarni talar um frumhlaup nefndarmanns sem fólst í því að bjóða Þorvaldi Gylfasyni starfið. Fjármálaráðherra gat sér til um það, í framhjáhlaupi, hvernig það hefði komið til að Þorvaldi hafi verið boðin staðan og gaf til kynna að þar hafi einhvers konar eldrikallaklíkuviðhorf ráðið för. „Hvort þarna kunni gamla kunningjasamfélagið að hafa komið til skjalanna? Tveir kunningjar að ákveða þetta, karlarnir sem hafa verið að ritstýra þessu, þó komið hafi fram sjónarmið um að vert væri að fá konu og einhvern yngri, kannski er það skýringin? Ég veit það ekki.“ Kænskubragð Bjarna árangursríkt Bjarni náði þar með að snúa uppá umræðuna, koma með krók á móti bragði og lét að því liggja að þeir sem gagnrýndu framgöngu hans í þessu máli væru einskonar stuðningsmenn þess að gengið væri hjá konum í stöðuveitingum að þessu tagi og væru fylgjandi kallaklíkuveldi einhvers konar. Hver vill láta saka sig um slíkt? Nefndarmenn virtust ekki eiga mörg svör við því en Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, hafði í gærkvöldi auglýst eftir spurningum til Bjarna á Facebooksíðu sinni. Athyglisvert er að renna yfir þær spurningar og bera svo saman við fundinn sem var kannski ekki þannig að fundarmenn væru farnir að éta úr lófa ráðherra, en rólegur var hann miðað við þá umræðu sem geisað hefur undanfarna daga. Það var Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem óskaði eftir því að Bjarni myndi mæta fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra Nordic Economic Policy Review. Hann lýsti sig ósammála Bjarna sem gefið hafði í skyn að hér sé um storm í vatnsglasi að ræða. vissulega sé að rétt að Þorvaldur hafi stigið inn á svið stjórnmálanna með afgerandi hætti, en það eigi ekki að bitna á honum innan hins fræðilega ramma þar sem Þorvaldur, sem og aðrir akademikerar, eigi að vera í skjóli. Alþingi Stjórnsýsla Fjölmiðlar Tengdar fréttir Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26 Bjarni segir það í samræmi við sinn vilja að varað var við Þorvaldi 11. júní 2020 10:36 Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun til þess að ræða það að fjármálaráðuneytið hafi sett sig á móti því að Þorvaldur Gylfason prófessor yrði fenginn til að ritstýra fagriti um efnahagsmál á vegum hinnar norrænu ráðherranefndar. Á fundinum fór Bjarni vítt og breytt yfir sviðið, hann sagði að þau gögn sem lögmaður Þorvaldar, Sigríður Rut Júlíusdóttir, kreisti út úr nefndinni eftir kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, væru aðeins brot af myndinni. Sem hefði haft í för með sér að menn hafi dregið rangar ályktanir og fréttaflutningur hafi verið rangur. Ekki aðeins hafi það legið til grundvallar að Þorvaldur hafi þótt óheppilegur digurbarkalegar yfirlýsingar hans um Sjálfstæðisflokkinn, en mjög hefur verið gagnrýnt að flokkspólitísk sjónarmið ráði við stöðuveitingar, heldur hafi fjármálaráðuneytið lagt upp með að kandídat í ritstjórastöðuna hefði komið að stefnumótun í efnahagsmálum nýlega, sem sagt að Ísland hafi lagt upp með að yngri ritstjóri kæmi að ritstjórn þessa tímarits. Frumhlaup af hálfu nefndarmanna Og þá sagði Bjarni að þeir hafi gjarna viljað fá konu til að ritstýra ritinu. Bjarni hefur áður nefnt það og á téðum fundi nefndi hann það atriði fjórum eða fimm sinnum. „Við töldum að það væri tímabært að það kæmi kona að ritstjórn blaðsins. Í svona óformlegu samstarfi eru mörg nöfn nefnd, ekki á vitorði allra kollega milli landanna. Okkar tillögur í þessu efni loðuðu ekki lengi við þó þeim hafi verið gefinn gaumur. Bjarni var pollrólegur á fundinum og velti því fyrir sér, þegar hann talaði um frumhlaup nefndarmanns sem bauð Þorvaldi starfið, hvort þarna væri gamla kunningjasamfélagið að sýna sinn úfna haus; kallar og vinir að skipta á milli sín bitum?visir/sigurjón Líður fram á haustið og þá heldur þessi vinna áfram. Það kom okkur í opna skjöldu þegar kemur tillaga að nafni Íslendings kom inná þennan vettvang, nafn sem aldrei hafði verið nefnt að okkar hálfu,“ sagði Bjarni. Hann talaði um það sem mikið frumhlaup af hálfu starfsmanns nefndarinnar að orða það við Þorvald að staðan kynni að vera hans. Bjarni, sem hafði með sér á fundinn sér til halds og trausts, Tómas Brynjólfsson skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins en hann staðfesti að ýmislegt hafi farið fram í samskiptum ráðuneytisins við stýrinefndina en margra mánaða ferli hafi legið að baki því að finna rétta ritstjórann. Óli Björn Kárason, einn nefndamanna, taldi þetta storm í vatnsglasi og vakti athygli á því að hann teldi þetta rit ekki mikilla sanda og sæva og spurði hvað það kostaði? Tómas sagðist þurfa að kanna það sérstaklega með skriflegri fyrirspurn. Eldrikallaklíka fræðasamfélagsins Bjarna varð tíðrætt um að ritstjóri Nordic Economic Policy Review væri einskonar samstarfsmaður fjármálaráðuneytisins og meðal annars spurður um það hvort fyrir lægju stjórnmálaskoðanir þeirra sem ráðuneytið hafi lagt fram sem kandídat, Friðrik Má Baldvinsson og hin ónefnda kona, hvort þau styddu þá ríkisstjórnina? „Allir sem lagðir voru til hafa hver með sínum hætti komið að stefnumótun ríkisstjórna. En um stjórnmálaskoðanir veit ég ekki neitt, sé ekki að það komi málinu við í sjálfu sér. Hver ætti að veljast í ritstjórastólinn,“ sagði Bjarni. Bjarni talar um frumhlaup nefndarmanns sem fólst í því að bjóða Þorvaldi Gylfasyni starfið. Fjármálaráðherra gat sér til um það, í framhjáhlaupi, hvernig það hefði komið til að Þorvaldi hafi verið boðin staðan og gaf til kynna að þar hafi einhvers konar eldrikallaklíkuviðhorf ráðið för. „Hvort þarna kunni gamla kunningjasamfélagið að hafa komið til skjalanna? Tveir kunningjar að ákveða þetta, karlarnir sem hafa verið að ritstýra þessu, þó komið hafi fram sjónarmið um að vert væri að fá konu og einhvern yngri, kannski er það skýringin? Ég veit það ekki.“ Kænskubragð Bjarna árangursríkt Bjarni náði þar með að snúa uppá umræðuna, koma með krók á móti bragði og lét að því liggja að þeir sem gagnrýndu framgöngu hans í þessu máli væru einskonar stuðningsmenn þess að gengið væri hjá konum í stöðuveitingum að þessu tagi og væru fylgjandi kallaklíkuveldi einhvers konar. Hver vill láta saka sig um slíkt? Nefndarmenn virtust ekki eiga mörg svör við því en Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, hafði í gærkvöldi auglýst eftir spurningum til Bjarna á Facebooksíðu sinni. Athyglisvert er að renna yfir þær spurningar og bera svo saman við fundinn sem var kannski ekki þannig að fundarmenn væru farnir að éta úr lófa ráðherra, en rólegur var hann miðað við þá umræðu sem geisað hefur undanfarna daga. Það var Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem óskaði eftir því að Bjarni myndi mæta fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra Nordic Economic Policy Review. Hann lýsti sig ósammála Bjarna sem gefið hafði í skyn að hér sé um storm í vatnsglasi að ræða. vissulega sé að rétt að Þorvaldur hafi stigið inn á svið stjórnmálanna með afgerandi hætti, en það eigi ekki að bitna á honum innan hins fræðilega ramma þar sem Þorvaldur, sem og aðrir akademikerar, eigi að vera í skjóli.
Alþingi Stjórnsýsla Fjölmiðlar Tengdar fréttir Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26 Bjarni segir það í samræmi við sinn vilja að varað var við Þorvaldi 11. júní 2020 10:36 Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Sjá meira
Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26
Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42