Formaður Fjölmiðlanefndar hefur fengið rúmar 15 milljónir frá ráðuneyti Lilju Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2020 23:20 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var talin hafa brotið jafnréttislög þegar hún skipaði flokksbróður sinn ráðuneytisstjóra. Ráðuneyti hennar hefur greitt Einari Huga sem hefur setið í fjölda nefnda fyrir Framsóknarflokkinn á sextándu milljón króna frá því að Lilja varð ráðherra, að sögn RÚV. Vísir/Vilhelm Einar Hugi Bjarnason sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði formann Fjölmiðlanefndar þvert á tillögu sérfræðinga ráðuneytisins er sagður hafa fengið fimmtán og hálfa milljón króna fyrir nefndarsetu og lögfræðiráðgjöf fyrir ráðuneytið. Hann hefur seti í að minnsta kosti átta nefndum á vegum Framsóknarflokksins. Ríkisútvarpið greindi frá því í kvöld að menntamálaráðuneytið hefði svarað fyrirspurn þess um greiðslur til Einars Huga. Milljónirnar fékk hann fyrir formennsku í nefndum og lögfræðiráðgjöf vegna ýmissa mála undanfarin tvö og hálft ár. Átta milljónir króna eru vegna lögfræðiráðgjafar og segir RÚV það um þriðjung alls aðkeypts lögfræðikostnaðar ráðuneytisins frá því að Lilja tók við lyklavöldum þar. Fimm og hálf milljón króna var vegna vinnu við frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Lilja skipaði Einar Huga sem formann Fjölmiðlanefndar þvert á tillögu sérfræðinga og þrátt fyrir að hann hefði litla sem enga reynslu á sviði fjölmiðla. Sérfræðingarnir mæltu með því að Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor í lögfræði við Háskólanna í Reykjavík og einn helsti sérfræðingur landsins í fjölmiðlarétti yrði skipaður formaður nefndarinnar. Skammt er síðan kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Lilja hefði brotið lög þegar hún skipaði Pál Magnússon, flokksbróður sinn, sem ráðuneytisstjóra. Lilja hefur hafnað því að tengsl Páls við Framsóknarflokkinn hafi haft nokkuð að gera með ákvörðun hennar að skipa hann ráðuneytisstjóra. Umboðsmaður Alþingis hefur málið til skoðunar. Umboðsmaður Alþingis Alþingi Stjórnsýsla Jafnréttismál Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07 Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Einar Hugi Bjarnason sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði formann Fjölmiðlanefndar þvert á tillögu sérfræðinga ráðuneytisins er sagður hafa fengið fimmtán og hálfa milljón króna fyrir nefndarsetu og lögfræðiráðgjöf fyrir ráðuneytið. Hann hefur seti í að minnsta kosti átta nefndum á vegum Framsóknarflokksins. Ríkisútvarpið greindi frá því í kvöld að menntamálaráðuneytið hefði svarað fyrirspurn þess um greiðslur til Einars Huga. Milljónirnar fékk hann fyrir formennsku í nefndum og lögfræðiráðgjöf vegna ýmissa mála undanfarin tvö og hálft ár. Átta milljónir króna eru vegna lögfræðiráðgjafar og segir RÚV það um þriðjung alls aðkeypts lögfræðikostnaðar ráðuneytisins frá því að Lilja tók við lyklavöldum þar. Fimm og hálf milljón króna var vegna vinnu við frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Lilja skipaði Einar Huga sem formann Fjölmiðlanefndar þvert á tillögu sérfræðinga og þrátt fyrir að hann hefði litla sem enga reynslu á sviði fjölmiðla. Sérfræðingarnir mæltu með því að Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor í lögfræði við Háskólanna í Reykjavík og einn helsti sérfræðingur landsins í fjölmiðlarétti yrði skipaður formaður nefndarinnar. Skammt er síðan kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Lilja hefði brotið lög þegar hún skipaði Pál Magnússon, flokksbróður sinn, sem ráðuneytisstjóra. Lilja hefur hafnað því að tengsl Páls við Framsóknarflokkinn hafi haft nokkuð að gera með ákvörðun hennar að skipa hann ráðuneytisstjóra. Umboðsmaður Alþingis hefur málið til skoðunar.
Umboðsmaður Alþingis Alþingi Stjórnsýsla Jafnréttismál Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07 Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07
Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28
Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42