Fjölmiðlar

Fréttamynd

Áslaug Arna lækar færslu Loga sem lokar á athugasemdir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni.

Innlent
Fréttamynd

Logi Bergmann í leyfi frá K100

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Neituðu að birta fyrir­sögn um þyngdar­aukninguna

Diljá Ámundadóttir Zoëga birti skoðanagrein á Vísi í dag þar sem hún talar um fitufordóma og hvernig þeir viðgangast í samfélaginu og á hinum ýmsu miðlum. Þá nefnir hún sérstaklega einn fjölmiðil sem hún átti í samskiptum við fyrir nokkrum árum.

Lífið
Fréttamynd

Harmageddon snýr aftur sem hlaðvarp

„Hin kærleiksríki og óumdeildi útvarpsþáttur með Frosta og Mána snýr aftur sem hlaðvarpsþáttur í áskriftaformi,“ segir í nýrri tilkynningu frá Tal hér á Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Rakel meyr eftir síðasta vinnudaginn hjá Ríkisútvarpinu

Rakel Þorbergsdóttir lauk sinni síðustu vakt í dag á Ríkisútvarpinu í bili eftir 22 ára starf á fréttastofunni. Hún lætur þar af leiðandi af störfum sem fréttastjóri og hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða leyfi. Því næst á vit ævintýranna.

Lífið
Fréttamynd

Það gerist ýmislegt á bak við tjöldin

„Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta.“ Þessi tilvitnun hefur sjaldan átt jafn vel við og á þessum síðustu og verstu. Stundum er bara allt svolítið flókið og erfitt. En það gera allir mistök og það má bara ekki tapa gleðinni.

Lífið
Fréttamynd

Hlaðvörp eru ekki fjölmiðlar

Fjölmiðlar sinna gæsluhlutverki gagnvart ríkisvaldinu. Hlaðvörp gera það ekki. Hlaðvörp eru ekki fjölmiðlar. Að telja að svo sé lýsir því miður viðtekinni skoðun og viðhorfi ríkisins til fjölmiðla. Hlaðvörp eru líkari skoðanapistli heldur en fjölmiðli. Að kalla hlaðvörp fjölmiðil gerir því lítið úr fjölmiðlum og er atlaga að tjáningarfrelsi almennra borgara.

Umræðan
Fréttamynd

Söng eitt vinsælasta sumarlag Íslendinga

Söngvarinn sem gerði Þórsmerkurljóðið um hana Maríu að einhverjum vinsælasta sumarsöng Íslendinga er látinn. Hann hét Sigurdór Sigurdórsson og var jafnframt einn reynslumesti blaðamaður þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður en situr uppi með lög­fræði­kostnað

Helgi Seljan og RÚV voru sótt til saka af manni sem var ósáttur við ummæli fyrrverandi eiginkonu hans sem féllu í Kastljósþætti í ágúst 2015. Helgi segir dóminn að efni til fagnaðarefni en dómaframkvæmdin er áhyggjuefni.

Innlent
Fréttamynd

Bloggari eða ekki, Björn Ingi heldur ótrauður áfram

Björn Ingi Hrafnsson, sem heldur úti vefsíðunni Viljanum, er ósáttur við skoðun formanns Blaðamannafélags Íslands að Viljinn sé bloggsíða hans. Hann bendir á að formaður félagsins sé fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og spyr hvort draumurinn sé að allir blaðamenn vinni hjá ríkinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ásmundur Einar er ekki Guð“

Helmingur aðspurðra, í könnun sem Maskína vann fyrir Fjölmiðlanefnd, taldi sig hafa rekist á rangar upplýsingar eða falsfréttir í kosningabaráttunni í september.

Innlent
Fréttamynd

Rostunga­kenningin hreint ekki ný af nálinni

Með einföldunum og eðlilegum fyrirvörum (hvorugur heldur þessu fram í sjálfu sér) má segja að hvorki Bergsveinn Birgisson né Ásgeir Jónsson séu fyrstir til að koma fram með að Ingólfur Arnarson hafi líklega verið rostungsveiðimaður og sú sé kveikja byggðar í Reykjavík. Það var Illugi Jökulsson sem skúbbaði því á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Andrea Sigurðardóttir til Marels

Andrea Sigurðardóttir blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu hefur tekið við starfi hjá Marel en þar mun hún sinna verkefnastjórn á samskiptasviði.

Innherji
Fréttamynd

Handtóku rangan mann vegna Khashoggi-málsins

Yfirvöld í Frakklandi hafa sleppt sádí-arabískum manni sem handtekinn var í vikunni grunaður um aðild að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi úr haldi. Komið hefur í ljós að hann var handtekinn fyrir mistök.

Erlent
Fréttamynd

Sunna Valgerðardóttir í Kompás

Sunna Valgerðardóttir er nýr liðsmaður fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem hún mun sinna fréttamennsku á öllum miðlum. Sunna mun einnig hafa umsjón með fréttaskýringaþættinum Kompás ásamt Erlu Björgu Gunnarsdóttur, ritstjóra fréttastofu, og Kolbeini Tuma Daðasyni fréttastjóra. 

Innlent