Þorsteinn Már tekur blaðamenn í kennslustund Jakob Bjarnar skrifar 3. mars 2023 14:56 Þorsteinn Már telur afsökunarbeiðni Aftenposten í Noregi, er varðar úttekt blaðsins á spillingu á Íslandi, sæta miklum tíðindum. Hann telur einsýnt að blaðamenn á Íslandi hljóti að draga lærdóm af þessu, þó hann sé ef til vill ekki of vongóður um að á hann verði hlustað með það, ekki á öllum bæjum. vísir/vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, skrifar bréf til starfsmanna sem birt er á vefsíðu útgerðarfyrirtækisins, þar sem hann leggur út af afsökunarbeiðni Aftenposten í Noregi og hefur hana til marks um að blaðamennska á Íslandi sé ekki uppá marga fiska. Til glöggvunar fyrir lesendur Vísis þá birti Aftenposten í Noregi, Innsikt, afsökunarbeiðni til lesenda sinna vegna langrar greinar blaðsins þar sem fjallað er um spillingu á Íslandi. Þar voru málefni Samherja og umsvif fyrirtækisins í Namibíu meðal annars í brennidepli. Beðist er afsökunar á því að vinnureglur blaðsins hafi verið brotnar, ekki hafi verið leitað með fullnægjandi hætti sjónarmiða Samherja; frásögnin hafi verið einhliða og þar hafi mátt finna rangfærslur. Afsökunarbeiðnina má finna í heild sinni hér neðar, í þýðingu þýðanda Þorsteins Más sjálfs. Þorsteinn Már leggur spurningar um verklag og siðareglur sem hann telur að Blaðamannafélag Íslands hljóti að taka upp á sínum vettvangi.vísir/vilhelm Þorsteinn Már telur þetta sæta miklum tíðindum: „Þetta er í fyrsta skipti sem virtur fjölmiðill tekur undir þau sjónarmið okkar að einhliða og hlutdrægar frásagnir eigi ekki heima í vandaðri fréttaumfjöllun, eins og við höfum sannarlega fengið að kynnast bæði hér á Íslandi og erlendis,“ segir Þorsteinn Már í bréfi sínu. Þorsteinn Már hefur afsökunarbeiðnina til marks um að umfjöllun Aftenposten, og reyndar umfjöllun flestra miðla annarra en Morgunblaðsins um Samherjamálið, hafi verið röng svo gott sem frá a til ö. Hann túlkar það sem rangfærslur sem blaðið segir að ekki hafi fengist staðfest með fullnægjandi hætti og tíundar annað sem blaðið Aftenposten dregur til baka. Ærlegur Aftenposten sér í gegnum lygavefinn Þorsteinn segir ánægjulegt að „ærlegur, virtur fjölmiðill hafi loksins séð í gegnum þann vef sem búið er að spinna um Samherja og fjalla um af öflugri fjölmiðlasamsteypu hér á Íslandi. Nöfn fjölmiðlanna og þeirra sem þá leiða þarf ég ekki að tilgreina. Það er allt þjóðkunnugt fólk sem nú sætir sakamálarannsókn. Verndari þeirra er æðsti stjórnandi opinbera hlutafélagsins sem mesta aflið hefur. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð,“ segir Þorsteinn í bréfinu. Þá segir forstjórinn að Aftenposten, sem sé einn virtasti fjölmiðill Noregs, hafi látið villa um fyrir sér en hafði kjark og burði vandaðs fjölmiðils til þess að leiðrétta rangfærslurnar undanbragðalaust og með áberandi hætti. „Að mínu mati er þessi afsökunarbeiðni hjá Aftenposten mikilvægur áfangi fyrir okkur öll. Við höfum staðið þétt saman að vanda og nú bætist okkur óvæntur bandamaður frá Noregi sem tekur undir með okkur. Íslenskir fjölmiðlar notfærðu sér þessa röngu grein úr Aftenposten og byggðu fréttir á henni. Búast má við að þeir birti líka afsökunarbeiðnir fyrr en síðar þótt slík vinnubrögð séu þeim nokkuð framandi,“ segir Þorsteinn Már og ljóst að hann telur illa að sér vegið og standi jafnvel frammi fyrir víðtæku samsæri fjölmiðla og blaðamanna gegn sér. Morgunblaðið eitt brást ekki Ekki þó allra. Þorsteinn sér ljósglætu í myrkrinu, nánar tiltekið í Hádegismóum. „Morgunblaðið hefur einn fjölmiðla á Íslandi gert ítarlega grein fyrir þessari fréttnæmu og heiðarlegu afsökunarbeiðni hjá Aftenposten án þess að vera sjálft í þeim hópi sem áður hafði gert sér mat út fréttinni. Er það ánægjulegt og sýnir að vönduð fréttamennska er enn til á Íslandi.“ Rétt er að taka fram að svo virðist sem enginn víðlesnustu miðla landsins, þar á meðal Vísir, hafi gert sér mat úr umfjöllun Aftenposten í febrúar. Þorsteinn Már og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, i framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, bera saman bækur sínar.vísir/vilhelm Forstjóri Samherja telur að verulegan lærdóm megi draga af afsökunarbeiðni Aftenposten í Noregi og hann leggur sjálfur til nokkur atriði sem hljóta að hans mati að vera blaðamönnum almennt umhugsunarefni; hann telur að þau hljóti að verða tekin fyrir á vettvangi Blaðamannafélags Íslands. „Í dæmaskyni má velta því fyrir sér hvort virtur fjölmiðill geti notað frétt annars fjölmiðils sem hefur vafasamt orðspor sem heimild fyrir frétt sinni án frekari könnunar? Og hver er þá ábyrgðin þegar fréttin reynist röng? Telja má víst að um slík álitaefni muni stofnanir blaðamanna á Íslandi fjalla á næstunni og ef til vill líka um jafnræði, hlutleysi og tilgangsleysi siðanefnda.“ Afsökunarbeiðni Aftenposten í boði Þorsteins Más Í nafni sannleikans tiltekur Þorsteinn Már í bréfi sínu að hann hafi látið þýða sérstaklega afsökunarbeiðni Aftenposten Insikt og má sjá hana í hans boði í heild sinni hér neðar: Aftenposten Innsikt birti grein um spillingu á Íslandi í febrúarútgáfu sinni. Þar var meðal annars fjallað um Fishrot-málið svokallaða, sem snýr að íslenska útgerðarfélaginu Samherja. Í greininni var ekki jafnvægi í framsetningu og frásögn, þeim sem var til umfjöllunar var ekki gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri auk þess sem fjöldi rangfærslna var í greininni. Misbresturí innri verkferlum Aftenposten leiddi til þess að Samherja var ekki gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í greininni um þau atriði sem lutu beint að fyrirtækinu, þvert á þær starfsreglur sem gilda um fjölmiðla. Í greininni var ekki minnst á árangurslausar tilraunir ritstjóra til að ná í Samherja með tölvupósti. Tvær fyrirspurnir reyndust hafa verið sendar á tölvupóstfang sem er ekki til hjá Samherja-samstæðunni. Af óþekktum ástæðum bárust ekki upplýsingar um að tölvupósturinn hafi ekki borist móttakanda. Þótt að ígreininni hafi sums staðar verið vísað til fyrriyfirlýsingar Samherja um málið getur það ekki á neinn hátt talist fullnægjandi. Greinin hafði að geyma fjölda staðhæfinga og ekki kom nægilega vel fram að umræddar staðhæfingarnar væru einhliða frásögn uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar af málsatvikum. Það kom heldur ekki fram að málið sé til rannsóknar á Íslandi og að ekki fáist niðurstaða fyrr en því ljúki með endanlegum dómi eða niðurfellingu. Nokkrir einstaklingar hafa stöðu sakbornings en engin ákæra hefur verið gefin út á Íslandi. Hvorki einstaklingar né fyrirtæki samstæðu Samherja eiga aðild að sakamálinu í Namibíu. Aftenposten Innsikt hefur enga stoð fyrir þeirri fullyrðingu að Jóhannes Stefánsson hafi komið fram „fyrir hönd“ Samherja í mútumáli til manna í Namibíu né að samningur um eitthvað slíkt hafi verið gerður á milli Samherja og namibískra aðila. Um er að ræða ásakanir Jóhannesar Stefánssonarsem eru tilefni yfirstandandirannsóknarog Samherji vísar því á bug að Jóhannes hafi gert nokkuð slíktí umboði fyrirtækisins. Þetta hefði átt að koma skýrt fram í greininni. Í myndatexta í greininni kom fram að Jóhannes Stefánsson hafi lekið umræddum skjölum til Wikileaks á meðan hann starfaði hjá Samherja. Þetta er rangt. Hann lét af störfum hjá fyrirtækinu árið 2016 en lekinn varð árið 2019. Á nokkrum stöðum í greininni er vísað til „mútusamnings fyrirtækisins“ eða álíka. Norskir lögmenn Samherja hjá Wikborg Rein hafa bent Aftenposten Innsikt á að í rannsókn sinni á málinu hafi ekki fundist nein skjöl sem styðji þetta. Þá hefur sakamálarannsókn á Íslandi heldur ekki leitt í ljós neina „mútusamninga“. Í lýsingu á sáttagreiðslu (ranglega nefnt „sekt“) sem lögð var á DNB af norska fjármálaeftirlitinu vegna „verulegra annmarka á fylgni við lög gegn peningaþvætti“ hefði átt að taka fram að umrædd sáttagreiðsla tengdist ekki viðskiptasambandi DNB við Samherja, því málið var fyrnt. Í ákvörðun sinni um sáttagreiðsluna frá apríl 2021 nefndi norska fjármálaeftirlitið hins vegar sérstaklega samband [bankans] við Samherja, sem að mati norska eftirlitsins hefði verið haldið „sérstökum skipulagsannmörkum um langt skeið.“ Enn fremur var í greininni minnst á greiðslur af DNB reikningum og notað orðið „mútufé“ án þess að því hafi verið slegið föstu af dómstólum að slík háttsemi hafi átt sér stað en er viðfangsefni yfirstandandi rannsóknar. Samherji fullyrðir jafnframt að fjárhæð umdeildra greiðslna sem fóru í gegnum bankareikninga hjá DNB sé umtalsvert lægri en greint var frá í greininni og í öðrum fjölmiðlum. Greinin gefur til kynna að það liggi fyrir að rekstur útgerðarinnarí Namibíu hafi „skilað miklum hagnaði“ en það er ekkistutt neinum gögnum og er því ekki staðfest. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu á Samherji Ísland ehf. 8,78 prósent af útgefnum veiðiheimildum á Íslandi. Í greininni er fullyrt að Samherji fari einn með 24,3 prósent útgefnum veiðiheimildum og að efri mörkin séu 12 prósentsamkvæmt lögum. Talan 24,3 prósent var ranglega byggð á útreikningi þar sem einnig var tekið tillit til eignarhluta, stjórnarsetu og þess háttar í öðrum fyrirtækjum. Í greininni er sagt frá því að nokkrir íslenskir blaðamenn hafi verið yfirheyrðir af lögreglu vegna ætlaðra brota gegn friðhelgi einkalífs. Umrædd skýrslutaka yfir þeim tengist hins vegar ekki umfjöllun þessara blaðamanna um ofangreint mál og er því málinu óviðkomandi. Aftenposten Innsikt biðst afsökunar. Viðbrögð Samherja við greininni verða birt í síðara hefti Aftenposten Innsikt. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Til glöggvunar fyrir lesendur Vísis þá birti Aftenposten í Noregi, Innsikt, afsökunarbeiðni til lesenda sinna vegna langrar greinar blaðsins þar sem fjallað er um spillingu á Íslandi. Þar voru málefni Samherja og umsvif fyrirtækisins í Namibíu meðal annars í brennidepli. Beðist er afsökunar á því að vinnureglur blaðsins hafi verið brotnar, ekki hafi verið leitað með fullnægjandi hætti sjónarmiða Samherja; frásögnin hafi verið einhliða og þar hafi mátt finna rangfærslur. Afsökunarbeiðnina má finna í heild sinni hér neðar, í þýðingu þýðanda Þorsteins Más sjálfs. Þorsteinn Már leggur spurningar um verklag og siðareglur sem hann telur að Blaðamannafélag Íslands hljóti að taka upp á sínum vettvangi.vísir/vilhelm Þorsteinn Már telur þetta sæta miklum tíðindum: „Þetta er í fyrsta skipti sem virtur fjölmiðill tekur undir þau sjónarmið okkar að einhliða og hlutdrægar frásagnir eigi ekki heima í vandaðri fréttaumfjöllun, eins og við höfum sannarlega fengið að kynnast bæði hér á Íslandi og erlendis,“ segir Þorsteinn Már í bréfi sínu. Þorsteinn Már hefur afsökunarbeiðnina til marks um að umfjöllun Aftenposten, og reyndar umfjöllun flestra miðla annarra en Morgunblaðsins um Samherjamálið, hafi verið röng svo gott sem frá a til ö. Hann túlkar það sem rangfærslur sem blaðið segir að ekki hafi fengist staðfest með fullnægjandi hætti og tíundar annað sem blaðið Aftenposten dregur til baka. Ærlegur Aftenposten sér í gegnum lygavefinn Þorsteinn segir ánægjulegt að „ærlegur, virtur fjölmiðill hafi loksins séð í gegnum þann vef sem búið er að spinna um Samherja og fjalla um af öflugri fjölmiðlasamsteypu hér á Íslandi. Nöfn fjölmiðlanna og þeirra sem þá leiða þarf ég ekki að tilgreina. Það er allt þjóðkunnugt fólk sem nú sætir sakamálarannsókn. Verndari þeirra er æðsti stjórnandi opinbera hlutafélagsins sem mesta aflið hefur. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð,“ segir Þorsteinn í bréfinu. Þá segir forstjórinn að Aftenposten, sem sé einn virtasti fjölmiðill Noregs, hafi látið villa um fyrir sér en hafði kjark og burði vandaðs fjölmiðils til þess að leiðrétta rangfærslurnar undanbragðalaust og með áberandi hætti. „Að mínu mati er þessi afsökunarbeiðni hjá Aftenposten mikilvægur áfangi fyrir okkur öll. Við höfum staðið þétt saman að vanda og nú bætist okkur óvæntur bandamaður frá Noregi sem tekur undir með okkur. Íslenskir fjölmiðlar notfærðu sér þessa röngu grein úr Aftenposten og byggðu fréttir á henni. Búast má við að þeir birti líka afsökunarbeiðnir fyrr en síðar þótt slík vinnubrögð séu þeim nokkuð framandi,“ segir Þorsteinn Már og ljóst að hann telur illa að sér vegið og standi jafnvel frammi fyrir víðtæku samsæri fjölmiðla og blaðamanna gegn sér. Morgunblaðið eitt brást ekki Ekki þó allra. Þorsteinn sér ljósglætu í myrkrinu, nánar tiltekið í Hádegismóum. „Morgunblaðið hefur einn fjölmiðla á Íslandi gert ítarlega grein fyrir þessari fréttnæmu og heiðarlegu afsökunarbeiðni hjá Aftenposten án þess að vera sjálft í þeim hópi sem áður hafði gert sér mat út fréttinni. Er það ánægjulegt og sýnir að vönduð fréttamennska er enn til á Íslandi.“ Rétt er að taka fram að svo virðist sem enginn víðlesnustu miðla landsins, þar á meðal Vísir, hafi gert sér mat úr umfjöllun Aftenposten í febrúar. Þorsteinn Már og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, i framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, bera saman bækur sínar.vísir/vilhelm Forstjóri Samherja telur að verulegan lærdóm megi draga af afsökunarbeiðni Aftenposten í Noregi og hann leggur sjálfur til nokkur atriði sem hljóta að hans mati að vera blaðamönnum almennt umhugsunarefni; hann telur að þau hljóti að verða tekin fyrir á vettvangi Blaðamannafélags Íslands. „Í dæmaskyni má velta því fyrir sér hvort virtur fjölmiðill geti notað frétt annars fjölmiðils sem hefur vafasamt orðspor sem heimild fyrir frétt sinni án frekari könnunar? Og hver er þá ábyrgðin þegar fréttin reynist röng? Telja má víst að um slík álitaefni muni stofnanir blaðamanna á Íslandi fjalla á næstunni og ef til vill líka um jafnræði, hlutleysi og tilgangsleysi siðanefnda.“ Afsökunarbeiðni Aftenposten í boði Þorsteins Más Í nafni sannleikans tiltekur Þorsteinn Már í bréfi sínu að hann hafi látið þýða sérstaklega afsökunarbeiðni Aftenposten Insikt og má sjá hana í hans boði í heild sinni hér neðar: Aftenposten Innsikt birti grein um spillingu á Íslandi í febrúarútgáfu sinni. Þar var meðal annars fjallað um Fishrot-málið svokallaða, sem snýr að íslenska útgerðarfélaginu Samherja. Í greininni var ekki jafnvægi í framsetningu og frásögn, þeim sem var til umfjöllunar var ekki gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri auk þess sem fjöldi rangfærslna var í greininni. Misbresturí innri verkferlum Aftenposten leiddi til þess að Samherja var ekki gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í greininni um þau atriði sem lutu beint að fyrirtækinu, þvert á þær starfsreglur sem gilda um fjölmiðla. Í greininni var ekki minnst á árangurslausar tilraunir ritstjóra til að ná í Samherja með tölvupósti. Tvær fyrirspurnir reyndust hafa verið sendar á tölvupóstfang sem er ekki til hjá Samherja-samstæðunni. Af óþekktum ástæðum bárust ekki upplýsingar um að tölvupósturinn hafi ekki borist móttakanda. Þótt að ígreininni hafi sums staðar verið vísað til fyrriyfirlýsingar Samherja um málið getur það ekki á neinn hátt talist fullnægjandi. Greinin hafði að geyma fjölda staðhæfinga og ekki kom nægilega vel fram að umræddar staðhæfingarnar væru einhliða frásögn uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar af málsatvikum. Það kom heldur ekki fram að málið sé til rannsóknar á Íslandi og að ekki fáist niðurstaða fyrr en því ljúki með endanlegum dómi eða niðurfellingu. Nokkrir einstaklingar hafa stöðu sakbornings en engin ákæra hefur verið gefin út á Íslandi. Hvorki einstaklingar né fyrirtæki samstæðu Samherja eiga aðild að sakamálinu í Namibíu. Aftenposten Innsikt hefur enga stoð fyrir þeirri fullyrðingu að Jóhannes Stefánsson hafi komið fram „fyrir hönd“ Samherja í mútumáli til manna í Namibíu né að samningur um eitthvað slíkt hafi verið gerður á milli Samherja og namibískra aðila. Um er að ræða ásakanir Jóhannesar Stefánssonarsem eru tilefni yfirstandandirannsóknarog Samherji vísar því á bug að Jóhannes hafi gert nokkuð slíktí umboði fyrirtækisins. Þetta hefði átt að koma skýrt fram í greininni. Í myndatexta í greininni kom fram að Jóhannes Stefánsson hafi lekið umræddum skjölum til Wikileaks á meðan hann starfaði hjá Samherja. Þetta er rangt. Hann lét af störfum hjá fyrirtækinu árið 2016 en lekinn varð árið 2019. Á nokkrum stöðum í greininni er vísað til „mútusamnings fyrirtækisins“ eða álíka. Norskir lögmenn Samherja hjá Wikborg Rein hafa bent Aftenposten Innsikt á að í rannsókn sinni á málinu hafi ekki fundist nein skjöl sem styðji þetta. Þá hefur sakamálarannsókn á Íslandi heldur ekki leitt í ljós neina „mútusamninga“. Í lýsingu á sáttagreiðslu (ranglega nefnt „sekt“) sem lögð var á DNB af norska fjármálaeftirlitinu vegna „verulegra annmarka á fylgni við lög gegn peningaþvætti“ hefði átt að taka fram að umrædd sáttagreiðsla tengdist ekki viðskiptasambandi DNB við Samherja, því málið var fyrnt. Í ákvörðun sinni um sáttagreiðsluna frá apríl 2021 nefndi norska fjármálaeftirlitið hins vegar sérstaklega samband [bankans] við Samherja, sem að mati norska eftirlitsins hefði verið haldið „sérstökum skipulagsannmörkum um langt skeið.“ Enn fremur var í greininni minnst á greiðslur af DNB reikningum og notað orðið „mútufé“ án þess að því hafi verið slegið föstu af dómstólum að slík háttsemi hafi átt sér stað en er viðfangsefni yfirstandandi rannsóknar. Samherji fullyrðir jafnframt að fjárhæð umdeildra greiðslna sem fóru í gegnum bankareikninga hjá DNB sé umtalsvert lægri en greint var frá í greininni og í öðrum fjölmiðlum. Greinin gefur til kynna að það liggi fyrir að rekstur útgerðarinnarí Namibíu hafi „skilað miklum hagnaði“ en það er ekkistutt neinum gögnum og er því ekki staðfest. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu á Samherji Ísland ehf. 8,78 prósent af útgefnum veiðiheimildum á Íslandi. Í greininni er fullyrt að Samherji fari einn með 24,3 prósent útgefnum veiðiheimildum og að efri mörkin séu 12 prósentsamkvæmt lögum. Talan 24,3 prósent var ranglega byggð á útreikningi þar sem einnig var tekið tillit til eignarhluta, stjórnarsetu og þess háttar í öðrum fyrirtækjum. Í greininni er sagt frá því að nokkrir íslenskir blaðamenn hafi verið yfirheyrðir af lögreglu vegna ætlaðra brota gegn friðhelgi einkalífs. Umrædd skýrslutaka yfir þeim tengist hins vegar ekki umfjöllun þessara blaðamanna um ofangreint mál og er því málinu óviðkomandi. Aftenposten Innsikt biðst afsökunar. Viðbrögð Samherja við greininni verða birt í síðara hefti Aftenposten Innsikt.
Aftenposten Innsikt birti grein um spillingu á Íslandi í febrúarútgáfu sinni. Þar var meðal annars fjallað um Fishrot-málið svokallaða, sem snýr að íslenska útgerðarfélaginu Samherja. Í greininni var ekki jafnvægi í framsetningu og frásögn, þeim sem var til umfjöllunar var ekki gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri auk þess sem fjöldi rangfærslna var í greininni. Misbresturí innri verkferlum Aftenposten leiddi til þess að Samherja var ekki gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í greininni um þau atriði sem lutu beint að fyrirtækinu, þvert á þær starfsreglur sem gilda um fjölmiðla. Í greininni var ekki minnst á árangurslausar tilraunir ritstjóra til að ná í Samherja með tölvupósti. Tvær fyrirspurnir reyndust hafa verið sendar á tölvupóstfang sem er ekki til hjá Samherja-samstæðunni. Af óþekktum ástæðum bárust ekki upplýsingar um að tölvupósturinn hafi ekki borist móttakanda. Þótt að ígreininni hafi sums staðar verið vísað til fyrriyfirlýsingar Samherja um málið getur það ekki á neinn hátt talist fullnægjandi. Greinin hafði að geyma fjölda staðhæfinga og ekki kom nægilega vel fram að umræddar staðhæfingarnar væru einhliða frásögn uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar af málsatvikum. Það kom heldur ekki fram að málið sé til rannsóknar á Íslandi og að ekki fáist niðurstaða fyrr en því ljúki með endanlegum dómi eða niðurfellingu. Nokkrir einstaklingar hafa stöðu sakbornings en engin ákæra hefur verið gefin út á Íslandi. Hvorki einstaklingar né fyrirtæki samstæðu Samherja eiga aðild að sakamálinu í Namibíu. Aftenposten Innsikt hefur enga stoð fyrir þeirri fullyrðingu að Jóhannes Stefánsson hafi komið fram „fyrir hönd“ Samherja í mútumáli til manna í Namibíu né að samningur um eitthvað slíkt hafi verið gerður á milli Samherja og namibískra aðila. Um er að ræða ásakanir Jóhannesar Stefánssonarsem eru tilefni yfirstandandirannsóknarog Samherji vísar því á bug að Jóhannes hafi gert nokkuð slíktí umboði fyrirtækisins. Þetta hefði átt að koma skýrt fram í greininni. Í myndatexta í greininni kom fram að Jóhannes Stefánsson hafi lekið umræddum skjölum til Wikileaks á meðan hann starfaði hjá Samherja. Þetta er rangt. Hann lét af störfum hjá fyrirtækinu árið 2016 en lekinn varð árið 2019. Á nokkrum stöðum í greininni er vísað til „mútusamnings fyrirtækisins“ eða álíka. Norskir lögmenn Samherja hjá Wikborg Rein hafa bent Aftenposten Innsikt á að í rannsókn sinni á málinu hafi ekki fundist nein skjöl sem styðji þetta. Þá hefur sakamálarannsókn á Íslandi heldur ekki leitt í ljós neina „mútusamninga“. Í lýsingu á sáttagreiðslu (ranglega nefnt „sekt“) sem lögð var á DNB af norska fjármálaeftirlitinu vegna „verulegra annmarka á fylgni við lög gegn peningaþvætti“ hefði átt að taka fram að umrædd sáttagreiðsla tengdist ekki viðskiptasambandi DNB við Samherja, því málið var fyrnt. Í ákvörðun sinni um sáttagreiðsluna frá apríl 2021 nefndi norska fjármálaeftirlitið hins vegar sérstaklega samband [bankans] við Samherja, sem að mati norska eftirlitsins hefði verið haldið „sérstökum skipulagsannmörkum um langt skeið.“ Enn fremur var í greininni minnst á greiðslur af DNB reikningum og notað orðið „mútufé“ án þess að því hafi verið slegið föstu af dómstólum að slík háttsemi hafi átt sér stað en er viðfangsefni yfirstandandi rannsóknar. Samherji fullyrðir jafnframt að fjárhæð umdeildra greiðslna sem fóru í gegnum bankareikninga hjá DNB sé umtalsvert lægri en greint var frá í greininni og í öðrum fjölmiðlum. Greinin gefur til kynna að það liggi fyrir að rekstur útgerðarinnarí Namibíu hafi „skilað miklum hagnaði“ en það er ekkistutt neinum gögnum og er því ekki staðfest. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu á Samherji Ísland ehf. 8,78 prósent af útgefnum veiðiheimildum á Íslandi. Í greininni er fullyrt að Samherji fari einn með 24,3 prósent útgefnum veiðiheimildum og að efri mörkin séu 12 prósentsamkvæmt lögum. Talan 24,3 prósent var ranglega byggð á útreikningi þar sem einnig var tekið tillit til eignarhluta, stjórnarsetu og þess háttar í öðrum fyrirtækjum. Í greininni er sagt frá því að nokkrir íslenskir blaðamenn hafi verið yfirheyrðir af lögreglu vegna ætlaðra brota gegn friðhelgi einkalífs. Umrædd skýrslutaka yfir þeim tengist hins vegar ekki umfjöllun þessara blaðamanna um ofangreint mál og er því málinu óviðkomandi. Aftenposten Innsikt biðst afsökunar. Viðbrögð Samherja við greininni verða birt í síðara hefti Aftenposten Innsikt.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira