Að verja sig á samfélagsmiðlum „eins og að kasta sprengju inn í hænsnabú“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2023 19:18 G. Andri Bergmann er framkvæmdastjóri Procura Home. Aðsend Framkvæmdastjóri hefur áhyggjur af umræðum um fyrirtæki á samfélagsmiðlum, sem hann segir afar skautaðar. Erfitt geti reynst fyrir þá sem að baki fyrirtækjunum standa að bera hönd yfir höfuð sér þegar umræðan er komin á skrið. G. Andri Bergmann er framkvæmdastjóri Procura Home. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem hann ræddi umræður á samfélagsmiðlum, og rakti það sem nýlega hafði drifið á daga hans fyrirtækis. „Það var viðskiptavinur okkar fyrirtækis sem var ekki sátt við eitthvað í okkar þjónustu. Hún fer inn á kvennaspjall sem ég man ekki alveg hvað heitir, og setur fram í hástöfum: „Ég vil vara ykkur við að eiga viðskipti við Procura.“ Þetta var gert af því að þarna er mikið spurt um hvað fólk hafi heyrt um Procura, og það hefur yfirleitt verið nokkuð jákvætt.“ Því næst hafi fulltrúar fyrirtækisins farið inn á spjallvetvanginn og ætlað sér að verja sig og segja söguna eins og hún var. Það hafi verið mistök. „Það er svona eins og að kasta sprengju inn í hænsnabú,“ segir Andri. Bendir á Lúkasarmálið sem dæmi Andri segir umræðum á netinu hætta til að vera í ökkla eða eyra. „Annað hvort ertu algjörlega vonlaus eða þá að þú ert algjörlega frábær. Það er ekkert þar á milli,“ segir Andri. Í aðsendri grein eftir Andra, sem birtist á Vísi í gær, tekur hann Lúkasarmálið sem dæmi. „Það er kannski þetta þekktasta, og eitthvað sem allir vita. Þetta Lúkasarmál þar sem búið var að taka ákveðinn einstakling af lífi fyrir að myrða hund. Síðan kemur bara í ljós að hundurinn er sprelllifandi. Það var nákvæmlega það sama þar, fólk fór inn á netið, og ég veit nú ekki hvar þetta hefði endað ef Facebook og Twitter hefði verið jafn víðtækt og það er núna, og sagði kinnroðalaust: „Já ég sá þetta, já ég veit þetta, já ég er alveg viss um að ég sá hundinn þarna,“ og svo framvegis,“ segir Andri. Geti auðveldlega haft mikil áhrif Andri segist hafa áhyggjur af því að færslur sem þessar hafi áhrif á rekstur hans. „Auðvitað getur þetta haft áhrif á lítið fyrirtæki. Það þarf ekki nema kannski fimm einstaklinga til að hætta við að eiga viðskipti við okkur og þá er það bara stórtjón.“ Aðspurður hvort einhver ráð séu fyrir hann til að verja sig, segist hann hafa verið hvattur til að spá ekki í málinu og aðhafast ekkert. „En fólk hefði þá líka bara haldið áfram að níða niður einhver önnur fyrirtæki, aðra einstaklinga, og svo framvegis. Eina ráðið sem ég hafði til að verja mig, því ég gat ekki gert það þarna inni, þar sem ég var togaður niður í einhvern drulupytt og tjargaður, eina ráðið til að berjast gegn háværri lygi er að segja sannleikann enn hærra. Það var ætlunin með þessari grein, að reyna að tengja hana við vandamálið, frekar en að tengja hana algjörlega við Procura og hvað hefði verið sagt um okkur,“ segir Andri. Andri segir viðbrögðin við pistli hans hafa verið umtalsverð. „Fólk hefur haft samband við mig og sagt að þetta sé nákvæmlega það sem er að gerast. Fólk hefur áhyggjur af þessu,“ segir hann. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Lúkasarmálið Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
G. Andri Bergmann er framkvæmdastjóri Procura Home. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem hann ræddi umræður á samfélagsmiðlum, og rakti það sem nýlega hafði drifið á daga hans fyrirtækis. „Það var viðskiptavinur okkar fyrirtækis sem var ekki sátt við eitthvað í okkar þjónustu. Hún fer inn á kvennaspjall sem ég man ekki alveg hvað heitir, og setur fram í hástöfum: „Ég vil vara ykkur við að eiga viðskipti við Procura.“ Þetta var gert af því að þarna er mikið spurt um hvað fólk hafi heyrt um Procura, og það hefur yfirleitt verið nokkuð jákvætt.“ Því næst hafi fulltrúar fyrirtækisins farið inn á spjallvetvanginn og ætlað sér að verja sig og segja söguna eins og hún var. Það hafi verið mistök. „Það er svona eins og að kasta sprengju inn í hænsnabú,“ segir Andri. Bendir á Lúkasarmálið sem dæmi Andri segir umræðum á netinu hætta til að vera í ökkla eða eyra. „Annað hvort ertu algjörlega vonlaus eða þá að þú ert algjörlega frábær. Það er ekkert þar á milli,“ segir Andri. Í aðsendri grein eftir Andra, sem birtist á Vísi í gær, tekur hann Lúkasarmálið sem dæmi. „Það er kannski þetta þekktasta, og eitthvað sem allir vita. Þetta Lúkasarmál þar sem búið var að taka ákveðinn einstakling af lífi fyrir að myrða hund. Síðan kemur bara í ljós að hundurinn er sprelllifandi. Það var nákvæmlega það sama þar, fólk fór inn á netið, og ég veit nú ekki hvar þetta hefði endað ef Facebook og Twitter hefði verið jafn víðtækt og það er núna, og sagði kinnroðalaust: „Já ég sá þetta, já ég veit þetta, já ég er alveg viss um að ég sá hundinn þarna,“ og svo framvegis,“ segir Andri. Geti auðveldlega haft mikil áhrif Andri segist hafa áhyggjur af því að færslur sem þessar hafi áhrif á rekstur hans. „Auðvitað getur þetta haft áhrif á lítið fyrirtæki. Það þarf ekki nema kannski fimm einstaklinga til að hætta við að eiga viðskipti við okkur og þá er það bara stórtjón.“ Aðspurður hvort einhver ráð séu fyrir hann til að verja sig, segist hann hafa verið hvattur til að spá ekki í málinu og aðhafast ekkert. „En fólk hefði þá líka bara haldið áfram að níða niður einhver önnur fyrirtæki, aðra einstaklinga, og svo framvegis. Eina ráðið sem ég hafði til að verja mig, því ég gat ekki gert það þarna inni, þar sem ég var togaður niður í einhvern drulupytt og tjargaður, eina ráðið til að berjast gegn háværri lygi er að segja sannleikann enn hærra. Það var ætlunin með þessari grein, að reyna að tengja hana við vandamálið, frekar en að tengja hana algjörlega við Procura og hvað hefði verið sagt um okkur,“ segir Andri. Andri segir viðbrögðin við pistli hans hafa verið umtalsverð. „Fólk hefur haft samband við mig og sagt að þetta sé nákvæmlega það sem er að gerast. Fólk hefur áhyggjur af þessu,“ segir hann.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Lúkasarmálið Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira