Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Bjarki Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2023 09:30 Reynir Traustason er ritstjóri Mannlífs og einn eigenda Sólartúns. Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins og mbl.is, stefndi ritstjóra Mannlífs, Reyni Traustasyni, og útgáfufélagi miðilsins, Sólartúni ehf., fyrir fréttaskrif upp úr minningargreinum sem birtust í blaðinu. Krafðist Árvakur þess að fá greiddar 1,5 milljónir fyrir útgáfu- og birtingarrétt greinanna. Atli Viðar Þorsteinsson, plötusnúður, fór einnig í mál við Reyni og Sólartún en minningargrein sem hann ritaði um bróður sinn birtist á vef Mannlífs. Í samtali við RÚV á síðasta ári sagðist Atli hafa verið að leita að nafni bróður síns á internetinu þegar hann rakst á greinina. „Sé þá mynd af honum við frétt á Mannlífi. Vefurinn hafði endurbirt minningargreinina í kringum heilan haug af auglýsingum,“ sagði Atli. Eitt dæmi er um að endurbirting á minningargrein hafi komið til meðferðar siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Í því tilfelli var komist að þeirri niðurstöðu að birting minningargreina væri opinber birting. Endurbirting eða birting á úrdrætti úr henni væri ekki brot á siðareglum. Úrskurðurinn tók þó ekki til höfundaréttarsjónamiða. Morgunblaðið hefur sett fyrirvara á þær minningargreinar sem birtast í blaðinu að þær megi ekki birta í öðrum miðlum án samþykki höfunda og Morgunblaðsins. Dómsuppsaga í báðum þessum málum fór fram í héraðsdómi Reykjaness í morgun. Reyni og Sólartúni er gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir að endurbirta minningargreinar úr blaðinu. Reynir og Sólartún þurfa að greiða Atla Viðari 300 þúsund krónur fyrir endurbirtinguna á grein um bróður hans. Hvorki Reynir né Atli Viðar mættu við dómsuppsögu málsins, einungis lögmenn fyrir þeirra hönd. Fréttin hefur verið uppfærð með vísun í úrskurð siðanefndar BÍ. Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Sjá meira
Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins og mbl.is, stefndi ritstjóra Mannlífs, Reyni Traustasyni, og útgáfufélagi miðilsins, Sólartúni ehf., fyrir fréttaskrif upp úr minningargreinum sem birtust í blaðinu. Krafðist Árvakur þess að fá greiddar 1,5 milljónir fyrir útgáfu- og birtingarrétt greinanna. Atli Viðar Þorsteinsson, plötusnúður, fór einnig í mál við Reyni og Sólartún en minningargrein sem hann ritaði um bróður sinn birtist á vef Mannlífs. Í samtali við RÚV á síðasta ári sagðist Atli hafa verið að leita að nafni bróður síns á internetinu þegar hann rakst á greinina. „Sé þá mynd af honum við frétt á Mannlífi. Vefurinn hafði endurbirt minningargreinina í kringum heilan haug af auglýsingum,“ sagði Atli. Eitt dæmi er um að endurbirting á minningargrein hafi komið til meðferðar siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Í því tilfelli var komist að þeirri niðurstöðu að birting minningargreina væri opinber birting. Endurbirting eða birting á úrdrætti úr henni væri ekki brot á siðareglum. Úrskurðurinn tók þó ekki til höfundaréttarsjónamiða. Morgunblaðið hefur sett fyrirvara á þær minningargreinar sem birtast í blaðinu að þær megi ekki birta í öðrum miðlum án samþykki höfunda og Morgunblaðsins. Dómsuppsaga í báðum þessum málum fór fram í héraðsdómi Reykjaness í morgun. Reyni og Sólartúni er gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir að endurbirta minningargreinar úr blaðinu. Reynir og Sólartún þurfa að greiða Atla Viðari 300 þúsund krónur fyrir endurbirtinguna á grein um bróður hans. Hvorki Reynir né Atli Viðar mættu við dómsuppsögu málsins, einungis lögmenn fyrir þeirra hönd. Fréttin hefur verið uppfærð með vísun í úrskurð siðanefndar BÍ.
Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Sjá meira