Fjölmiðlar

Fréttamynd

Blaða­menn gera skamm­tíma­samning

Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir skammtímakjarasamning í dag. Samningurinn er samhljóða þeim sem undirritaðir hafa verið á almennum markaði undanfarnar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Þekkt rödd kveður: Við­talið sem stendur upp úr er síðasta við­talið

Kristján Sigurjónsson er kannski ekki þjóðþekkt nafn en víst er að röddina þekkja flestallir landsmenn. Kristján hefur enda verið við hljóðnemann á Ríkisútvarpinu nánast á hverjum degi síðastliðin 39 ár en lætur nú af störfum vegna aldurs. Vísir ræddi við Kristján um útvarpsferilinn, vinnufélagana og eftirminnileg augnablik.

Lífið
Fréttamynd

Vilja búa blaðamönnum betri starfsaðstæður og ráða fleiri

Öll þau sem tilheyra ritstjórn Kjarnans og Stundarinnar munu halda áfram störfum hjá nýjum miðli sem hefur göngu sína í janúar. „Við stefnum á að fjölga starfsfólki – ekki fækka,“ segir Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans sem virtist ákaflega spenntur og stórhuga þegar fréttastofa náði tali af honum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kjarninn og Stundin í eina sæng

Eigendur Kjarnans og Stundarinnar hafa náð samkomulagi um að sameina fjölmiðlana. Nýr fjölmiðlill mun þannig líta dagsins ljós á nýju ári undir nýju nafni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, verða saman ritstjórar hins nýja fjölmiðils.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara mjög óheppilegt“

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir afgreiðslu meirihluta fjárlaganefndar á viðbótarstyrkjum, sem ætlaðir voru sjónvarpsframleiðslu á landsbyggðinni, óheppilega. 

Innlent
Fréttamynd

Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla

Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök

María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Telur fjöl­miðla­styrkinn ekki klúður og stendur við til­löguna

Formaður fjárlaganefndar lítur ekki svo á að breytingartillaga meirihluta nefndarinnar, um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla sem sinna sjónvarpsvinnslu á landsbyggðinni, hafi verið klúður.  Þingmaður Framsóknarflokksins, sem tengdur er framkvæmdastjóra norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4 fjölskylduböndum, hafi ekki verið með í ráðum þegar umræðan var tekin innan fjárlaganefndar, þó hann hafi skrifað undir nefndarálitið. 

Innlent
Fréttamynd

Nýtt skipulag „auki líkur á rekstrarbata“ og metur Sýn 27% yfir markaðsgengi

Hagræðingaraðgerðir og breytingar á skipulagi Sýnar hafa mikil jákvæð áhrif á verðmat félagsins til hækkunar, að sögn hlutabréfagreinenda. Hann telur að nýtt skipulag, sem geri upplýsingagjöf skýrari og auðveldi kennitölusamanburð við önnur fjarskiptafyrirtæki, muni „skerpa fókus stjórnenda og auka líkur á rekstrarbata“ í náinni framtíð.

Innherji
Fréttamynd

Fór hörðum orðum um Ríkisútvarpið og hefur lagt fram kæru

Arnþrúður Karlsdóttir eigandi Útvarps Sögu hefur lagt fram kæru á hendur íslenska ríkinu vegna hindrana í samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Hún segir fjölmiðlastyrki hins opinbera vera orðnir að geðþóttaákvörðun stjórnvalda hverju sinni, eins og sýni sig í því að N4 geti fengið fjárlaganefnd til að bæta við 100 milljóna styrk, en að Útvarp Saga fái engan.

Innlent
Fréttamynd

Jón Ársæll sýknaður í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur sýknað sjónvarpsmanninn Jón Ársæl af skaðabótakröfum dánarbús konu sem hann tók viðtal við fyrir sjónvarpsþættina Paradísarheimt sem sýndir voru hjá Ríkissjónvarpinu. Landsréttur dæmdi Jón fyrr á árinu til að greiða konunni átta hundrað þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um Jóla­daga­talið á Al­þingi

Skiptar skoðanir eru á Alþingi um útspil Útlendingastofnunar vegna Jóladagatals Ríkisútvarpsins. Þingmenn Miðflokksins eru hæstánægðir með upplýsingasíðu stofnunarinnar en þingmaður Pírata spurði hvort að eðlilegt gæti talist að starfsmaður stofnunarinnar hafi verið settur í þá vinnu að horfa á Jóladagatalið.

Innlent
Fréttamynd

Veit um tvo fjöl­miðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk.

Viðskipti innlent