Fréttateymi RÚV lét sig hverfa í Grindavík Jakob Bjarnar skrifar 7. febrúar 2024 16:32 Úlfar staðfestir að hópur á vegum RÚV hafi ekki farið eftir tilmælum öryggisstjóra í Grindavík. Reyndar skeri Ríkisútvarpið sig úr því að öðru leyti hafa samskipti við fjölmiðla gengið vel. Til að mynda einkenni frekjutónn Heiðar Örn fréttastjóra RÚV í öllum samskiptum. vísir/vilhelm Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík. „Þeir létu sig hverfa og það þurfti að hefja leit að þessum hópi,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Heldur þungt var í lögreglustjóranum vegna þessa máls. Hann sagði þetta atvik umhugsunarefni fyrir þá sem stjórni Ríkisútvarpinu. Því annars hafi samstarf yfirvalda við fjölmiðla verið gott. „Við þekkjum þetta atvik starfsmanns RÚV sem barði hús að utan og leitaði þá að lykli, og svo þetta núna,“ segir Úlfar. En hann er þar að vísa til þess þegar ljósmyndari Ríkisútvarpsins leitaði inngöngu í autt hús í Grindavík og olli það verulegu uppnámi. Úlfar nefnir að það sé starfsmaður Ríkisútvarpsins sem stýrir Blaðamannafélaginu. En þess ber að geta að Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður BÍ er í launalausu leyfi frá RÚV nú um stundir. „Hún hefur sýnt sig í að vera svolítið frek. En þetta eru frávik. Við áttum ekki von á þessu og þetta er vanvirða við íbúa Grindavíkur, þá 3800 íbúar sem þarna áttu heimili, hafa virt þessi fyrirmæli okkar, þó ekki séu kannski allir sammála um aðferðafræðina. Þannig að þetta kemur mér og mínu fólki á óvart.“ Frekjutónn í fréttastjóra RÚV Úlfar segir einsýnt að þessi svívirða skemmi fyrir, eins og atvikið með starfsmann Ríkisútvarpið gerði á sínum tíma og nú þetta. „Þetta skemmir fyrir öðru fjölmiðlafólki. Óneitanlega. Í því tilfelli hafði það atvik gríðarlega neikvæð áhrif inn í samfélag Grindvíkinga og aðrir fjölmiðlamenn voru miður sín vegna þessa, það er klárt og svo þetta núna.“ Þá segir Úlfar leiðinlegur frekjutónninn sem ávallt megi greina í fréttastjóra Ríkisútvarpsins og þeim sem stýra aðgerðum af hálfu RÚV í samtölum við lögreglustjóra. „Aðgangur er alltaf að opnast meira og meira og ég þarf fyrst og síðast að hugsa hlýtt til þessara 3800 íbúar Grindavíkur; ég þarf að hlusta á viðbrögð þeirra. Það vantar ekkert uppá heimildaöflun, að þetta sé „dokkjúmentað“, nema kannski grátandi Grindvíkinga,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Blaðamannafélag Íslands sendi lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyrir helgi ítrekun á kvörtun félagsins frá því í nóvember vegna takmörkunar á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði í og umhverfis Grindavík. Grindavík Fjölmiðlar Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ríkisútvarpið Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
„Þeir létu sig hverfa og það þurfti að hefja leit að þessum hópi,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Heldur þungt var í lögreglustjóranum vegna þessa máls. Hann sagði þetta atvik umhugsunarefni fyrir þá sem stjórni Ríkisútvarpinu. Því annars hafi samstarf yfirvalda við fjölmiðla verið gott. „Við þekkjum þetta atvik starfsmanns RÚV sem barði hús að utan og leitaði þá að lykli, og svo þetta núna,“ segir Úlfar. En hann er þar að vísa til þess þegar ljósmyndari Ríkisútvarpsins leitaði inngöngu í autt hús í Grindavík og olli það verulegu uppnámi. Úlfar nefnir að það sé starfsmaður Ríkisútvarpsins sem stýrir Blaðamannafélaginu. En þess ber að geta að Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður BÍ er í launalausu leyfi frá RÚV nú um stundir. „Hún hefur sýnt sig í að vera svolítið frek. En þetta eru frávik. Við áttum ekki von á þessu og þetta er vanvirða við íbúa Grindavíkur, þá 3800 íbúar sem þarna áttu heimili, hafa virt þessi fyrirmæli okkar, þó ekki séu kannski allir sammála um aðferðafræðina. Þannig að þetta kemur mér og mínu fólki á óvart.“ Frekjutónn í fréttastjóra RÚV Úlfar segir einsýnt að þessi svívirða skemmi fyrir, eins og atvikið með starfsmann Ríkisútvarpið gerði á sínum tíma og nú þetta. „Þetta skemmir fyrir öðru fjölmiðlafólki. Óneitanlega. Í því tilfelli hafði það atvik gríðarlega neikvæð áhrif inn í samfélag Grindvíkinga og aðrir fjölmiðlamenn voru miður sín vegna þessa, það er klárt og svo þetta núna.“ Þá segir Úlfar leiðinlegur frekjutónninn sem ávallt megi greina í fréttastjóra Ríkisútvarpsins og þeim sem stýra aðgerðum af hálfu RÚV í samtölum við lögreglustjóra. „Aðgangur er alltaf að opnast meira og meira og ég þarf fyrst og síðast að hugsa hlýtt til þessara 3800 íbúar Grindavíkur; ég þarf að hlusta á viðbrögð þeirra. Það vantar ekkert uppá heimildaöflun, að þetta sé „dokkjúmentað“, nema kannski grátandi Grindvíkinga,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Blaðamannafélag Íslands sendi lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyrir helgi ítrekun á kvörtun félagsins frá því í nóvember vegna takmörkunar á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði í og umhverfis Grindavík.
Grindavík Fjölmiðlar Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ríkisútvarpið Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?