Vilja leggja niður RÚV ohf. Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2024 09:43 Óli Björn Kárason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Níu af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingar á lögum sem snerta fjölmiðla, þar á meðal. Ríkisútvarpið. Leggja þeir til að RÚV ohf. verði lagt niður og til verði ríkisstofnun á fjárlögum með sjálfstæða stjórn. Það sé ekkert samræmi fólgið í því að RÚV auki tekjur sínar í hlutfalli við aukna fólksfjölgun vegna útvarpsgjaldsins. Beinir styrkir til einkarekinna fjölmiðla verði einnig felldir niður. Nái frumvarpið um ýmsar breytingar á lögum fram að ganga verður formbreyting á rekstri Ríkisútvarpsins og skattalegar ívilnanir fyrir sjálfstæða fjölmiðla innleiddar til að styrkja stöðu þeirra. Þá verða skorður settar við samkeppnisrekstri Ríkisútvarpsins. „Með frumvarpinu viljum við jafna stöðuna á fjölmiðlamarkaði, draga úr forréttindum ríkisfjölmiðils og styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla,“ segir Óli Björn Kárason, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins í tilkynningu til fjölmiðla. „Við þurfum að viðurkenna að það voru mistök að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi. Þá ætti öllum að vera ljóst að fyrirkomulag fjármögnunar með álagningu útvarpsgjalds er óeðlileg. Klippt hefur verið á milli fjármögnunar og þróunar rekstrarkostnaðar vegna lögbundinna verkefna.“ Í greinargerð með frumvarpinu er í þessu sambandi bent á að fjárveitingar til Ríkisútvarpsins ráðist af fjölda skattgreiðenda á aldrinum 16-67 ára, fjölda lögaðila og fjárhæð útvarpsgjalds en endurspegli ekki þróun útgjalda. Hlutverk og þjónusta Ríkisútvarpsins sé nánast að öllu leyti sú sama, óháð fjölda skattgreiðenda hverju sinni. Auknar tekjur Ríkisútvarpsins vegna fjölgunar greiðenda útvarpsgjalds séu því ekki í neinu samræmi við þær skyldur sem á því hvílir, enda eru ekki lagðar ríkari skyldur á Ríkisútvarpið samhliða fólksfjölgun. Í frumvarpinu eru jafnframt settar skorður við samkeppnisrekstri Ríkisútvarpsins, sem ekki verður heimilt að afla kostunar og stífar reglur verða um auglýsingar. Ríkisútvarpinu verður heimilt að birta auglýsingar á grundvelli gjaldskrár sem staðfest hefur verið af ráðherra og birt opinberlega. Óheimilt verður að veita nokkurs konar afslátt af gjaldskrá eða stunda beina sölu auglýsinga. Hámarksauglýsingatími á hverri klukkustund verði fimm mínútur. Lagt er til að beinir ríkisstyrkir til einkarekinna fjölmiðla verði felldir niður. Á móti njóti sjálfstæðir fjölmiðlar skattaívilnana sem eru samræmdar og gegnsæjar. Annars vegar með undanþágu frá greiðslu tryggingagjalds upp að vissu marki og hins vegar með því að fella niður virðisaukaskatt af áskriftum innlendra fjölmiðla; prentmiðlum, netmiðlum og ljósvakamiðlum. Hlutfallslega fáist sama lækkun á hvern fjölmiðil miðað við launakostnað og áskriftartekjur og er skattaívilnunin þannig byggð á rekstri einstakra fjölmiðla. „Nái frumvarpið fram að ganga verður umhverfi fjölmiðla heilbrigðra en áður. Óréttlætið sem viðgengst er augljóst og löggjafinn getur ekki leyft sé að sitja aðgerðarlaus hjá,“ segir Óli Björn Kárason. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Sjá meira
Nái frumvarpið um ýmsar breytingar á lögum fram að ganga verður formbreyting á rekstri Ríkisútvarpsins og skattalegar ívilnanir fyrir sjálfstæða fjölmiðla innleiddar til að styrkja stöðu þeirra. Þá verða skorður settar við samkeppnisrekstri Ríkisútvarpsins. „Með frumvarpinu viljum við jafna stöðuna á fjölmiðlamarkaði, draga úr forréttindum ríkisfjölmiðils og styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla,“ segir Óli Björn Kárason, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins í tilkynningu til fjölmiðla. „Við þurfum að viðurkenna að það voru mistök að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi. Þá ætti öllum að vera ljóst að fyrirkomulag fjármögnunar með álagningu útvarpsgjalds er óeðlileg. Klippt hefur verið á milli fjármögnunar og þróunar rekstrarkostnaðar vegna lögbundinna verkefna.“ Í greinargerð með frumvarpinu er í þessu sambandi bent á að fjárveitingar til Ríkisútvarpsins ráðist af fjölda skattgreiðenda á aldrinum 16-67 ára, fjölda lögaðila og fjárhæð útvarpsgjalds en endurspegli ekki þróun útgjalda. Hlutverk og þjónusta Ríkisútvarpsins sé nánast að öllu leyti sú sama, óháð fjölda skattgreiðenda hverju sinni. Auknar tekjur Ríkisútvarpsins vegna fjölgunar greiðenda útvarpsgjalds séu því ekki í neinu samræmi við þær skyldur sem á því hvílir, enda eru ekki lagðar ríkari skyldur á Ríkisútvarpið samhliða fólksfjölgun. Í frumvarpinu eru jafnframt settar skorður við samkeppnisrekstri Ríkisútvarpsins, sem ekki verður heimilt að afla kostunar og stífar reglur verða um auglýsingar. Ríkisútvarpinu verður heimilt að birta auglýsingar á grundvelli gjaldskrár sem staðfest hefur verið af ráðherra og birt opinberlega. Óheimilt verður að veita nokkurs konar afslátt af gjaldskrá eða stunda beina sölu auglýsinga. Hámarksauglýsingatími á hverri klukkustund verði fimm mínútur. Lagt er til að beinir ríkisstyrkir til einkarekinna fjölmiðla verði felldir niður. Á móti njóti sjálfstæðir fjölmiðlar skattaívilnana sem eru samræmdar og gegnsæjar. Annars vegar með undanþágu frá greiðslu tryggingagjalds upp að vissu marki og hins vegar með því að fella niður virðisaukaskatt af áskriftum innlendra fjölmiðla; prentmiðlum, netmiðlum og ljósvakamiðlum. Hlutfallslega fáist sama lækkun á hvern fjölmiðil miðað við launakostnað og áskriftartekjur og er skattaívilnunin þannig byggð á rekstri einstakra fjölmiðla. „Nái frumvarpið fram að ganga verður umhverfi fjölmiðla heilbrigðra en áður. Óréttlætið sem viðgengst er augljóst og löggjafinn getur ekki leyft sé að sitja aðgerðarlaus hjá,“ segir Óli Björn Kárason.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“