Fjölmiðlar

Fréttamynd

Stóra kókaín­málið sem fjöl­miðlar mega alls ekki fjalla um strax

Dómþing skal háð í heyranda hljóði. Það er meginreglan í íslensku réttarfari eins og fram kemur skýrt í stjórnarskránni. Tæplega fjórar vikur eru liðnar síðan sakborningar í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar gáfu skýrslu. Ekkert hefur verið fjallað um sjónarmið þeirra. Hvers vegna?

Innlent
Fréttamynd

Rekstrar­hagnaður Sýnar tvö­faldast og spáð enn meiri af­komu­bata í ár

Rekstrarhagnaður Sýnar á fjórða ársfjórðungi nam 383 milljónum á sama tíma og félagið gjaldfærði einskiptiskostnað upp á 150 milljónir vegna hagræðingaraðgerða undir lok síðasta árs. Samkvæmt fyrstu afkomuspá sem Sýn hefur gefið út undanfarin ár þá er gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT) félagsins á árinu 2023 verði á bilinu 2,2 til 2,5 milljarðar króna.

Innherji
Fréttamynd

Um­svifa- og á­hrifa­mikill undir­róðurs­hópur af­hjúpaður

Ísraelskur félagsskapur sem kallar sig „Team Jorge“ segist hafa tekið þátt í að hafa áhrif á niðurstöður yfir 30 forsetakosninga víðsvegar í heiminum. Teymið ræður yfir „her“ gervimenna og dreifir falsfréttum og fremur skemmdarverk í þágu viðskiptavina sinna.

Erlent
Fréttamynd

Meðvirkni fjölmiðla

Ég hef áður haft á orði að meðvirkni innan fjölmiðlastéttarinnar sé vandamál, en það er nú eitt af því sem stéttin var gagnrýnd fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis á sínum tíma. Síðustu daga hefur meðvirknin hins vegar náð hæstu hæðum og nærtækt er að bera saman nokkrar fréttir af vistaskiptum.

Skoðun
Fréttamynd

Meir­a sótt í að aug­lýs­a á net­in­u eft­ir að Frétt­a­blað­ið dró sam­an segl­in

Fyrirtæki hafa keypt í auknum mæli auglýsingar á vef, útvarpi og umhverfismiðlum eftir að Fréttablaðið hætti að dreifa blöðunum inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Kaup á auglýsingum í erlendum miðlum, eins og Google og Facebook, hafa haldist óbreytt. „Það er enn verið að nýta fjármunina innan íslenska hagkerfisins.“

Innherji
Fréttamynd

Þóra Arnórs­dóttir hættir hjá RÚV

Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks hjá Ríkisútvarpinu, hefur sagt upp störfum hjá Ríkisutvarpinu. Hún segist skilja sátt eftir 25 ára starf í fjölmiðlum og ætlar í annan bransa sem þó er leyndarmál fyrst um sinn.

Innlent
Fréttamynd

Ávinningur af skatti á streymisveitur sagður „óljós“

Tekjur ríkisins af því að leggja skatt á streymisveitur með sama hætti og mörg önnur Evrópuríki hafa gert gætu numið 200 milljónum króna á ári samkvæmt mati Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ráðuneytið telur hins vegar að ávinningurinn af slíkri skattheimtu sé „óljós“ og hugsanlega geti hún haft neikvæð áhrif á þann iðnað sem er nú þegar til staðar.

Innherji
Fréttamynd

Tvíhöfði snýr aftur í hlaðvarpi

Grínistarnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr ætlar aftur að blaðra frá sér allt vit í þætti sínum Tvíhöfða. Tilkynnt var í sumar að Tvíhöfði yrði ekki á dagskrá Rásar 2 eftir fimm ára endurkomu þáttanna vinsælu.

Lífið
Fréttamynd

BÍ segir skilið við Alþjóðasamband blaðamanna

Blaðamannafélag Íslands hefur tilkynnt úrsögn sína úr Alþjóðasambandi blaðamanna, IFJ. BÍ stígur þetta stóra skref á sama tíma og systurfélög þess í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Svíar hafa þá úrsögn til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Brotnaði gjör­sam­lega eftir netníð og per­sónu­á­rásir

Helga Gabríela Sigurðardóttir, kokkur og eiginkona Frosta Logasonar fjölmiðlamanns, segist sjá eftir því hvernig hún tók til varna á Twitter í vikunni. Síðasta ár hafi reynst henni gríðarlega erfitt eftir að fyrrverandi kærasta Frosta sakaði hann um andlegt ofbeldi fyrir áratug. Hún hafi aldrei viljað tjá sig en einfaldlega brotnað vegna netníðs og persónuárása í garð eiginmannsins.

Innlent
Fréttamynd

Kolbrún Bergþórs snýr aftur á Moggann

Kolbrún Bergþórsdóttir, rithöfundur og bókagagnrýnandi, mun hefja störf á ný á Morgunblaðinu. Kolbrún var sagt upp á Fréttablaðinu síðasta sumar vegna skipulagsbreytinga og hagræðingar.

Lífið
Fréttamynd

Hið árvissa metnaðarleysi í málefnum fjölmiðla

Þrátt fyrir að ekki finnist vottur af eftirspurn, hvorki frá hinum endanlegu gefendum né þeim þiggjendum sem mestu máli skipta, hefur ráðherra tekist að festa styrkjakerfið í sessi. Nú er orðinn árviss viðburður að frumvarp þess efnis sé lagt fram við dræmar undirtektir og á hverju ári er hægt að slá því föstu að ráðherra láti hjá líða að takast á við orsök versnandi rekstrarumhverfis fjölmiðla, þ.e. umsvif erlendra miðla og Ríkisútvarpsins.

Umræðan
Fréttamynd

Flug­stjórinn í rétti í máli Margrétar

Icelandair var heimilt að neita Margréti Friðriksdóttur um greiðslu staðlaðra skaðabóta eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í september á síðasta ári. Þetta er niðurstaða Samgöngustofu sem telur að ekki sé tilefni til að draga í efa ákvörðun flugstjórans um að neita Margréti um far í því skyni að tryggja öryggi flugvélarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Síður um stjórnanda sem „varð á“ verði fjar­lægðar úr Goog­le-leit

Persónuvernd hefur úrskurðað að Google skuli fjarlægja ákveðnar vefsíður um mann, sem gegnir stjórnunarstöðu í samfélaginu, úr leitarvél sinni. Maðurinn kvartaði til Persónuverndar sem mat það sem svo að einkalífsverndarhagsmunir mannsins og réttur hans til að gleymast væru ríkari en hagsmunir almennings að því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum um hann.

Viðskipti innlent